Tuesday, December 04, 2007

Nokkrar myndir

Jæja nú erum við aftur í sveitarsælunni og lífið farið að ganga sinn vanagang
Helga jólabarn bakar og bakar, börnin eru dugleg að hjálpa og ég meðvikur í vandanum og geri mitt besta til þess að láta allar kökur hverfa ofaní mig þannig að það viðhaldist þörfin til baksturs

bestu kveðjur
Árni P og co





















Bakaradrengur











Pabbi að kveikja á aðventunni með
Börnunum sínum

















Bakara börn














Bára, Sammi og Sandra Sif

















Mesti töffarinn í bænum





11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það munar ekki um myndarskapinn hjá ykkur öllum, og já, gott að þú fórnar þér í kökuátið Pési, það þarf alltaf einhver að taka að sér leiðindarverkin.....
Voru fötin á flottustu börnum keypt kanski í henni stóru Ameríku??? Ekkert smá glæsilegar myndir, alltaf gaman að fá líka að skoða

Kv af Skeljagrandanum

12:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ó já blessuð sé Ameríkan:)

4:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Alltaf gaman að sjá myndir í blogginu ykkar :)
Svo kemur mér nú ekkert á óvart að Helga standi sveitt við baksturinn!! alltaf sami myndarskapurinn þar.
Gott að heyra að Arndís Inga sé öll að koma til.

kveðja af Nesinu
Inga og Birkir Freyr

7:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Voðalega eruð þið dugleg að baka. Hér er búið að baka tvær sortir, að vísu 3 falda súkkulaðibitauppskrift og tvöfalda lakkrístoppauppskrift!!! Kv. Malla

10:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ fína fjölskylda, ég "datt" hér inn hjá ykkur og bara virkilega gaman að því. GAman að sjá flottar myndir úr sveitinni. Vona að snúllan ykkar sé orðin frísk. Hafið það sem best.
kv.Kristbjörg Héðins

3:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æ, þau eru sætust af öllum þessar dúllur sem þið eigið.
Væri sko alveg til að vera í Nesi núna og smakka á góðu kökunum hennar Helgu minnar, nammi, namm :)
Knús, Elsa Lára.

4:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

vá... ég fyllist af skömm og iðrun þegar ég sé þessar bökunarmyndir og fer umsvifalaust að efast um einurð mína varðandi húsmóðurshlutverkið.. eeen ég hef afsökun! Ég er í prófum !! Sel mér bara þá hugmynd að fagurrauða kitchenaid vélin mín verði á yfirsnúningi frá 19. des og alveg framm að jólum !!!

4:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mikið eruð þið sæt og fín bakarafjölskyldan :-) Hilmar tekur sig vel út með svuntusettið frá ömmu og afa. Mér sýnist hann ætla að verða alveg jafn duglegur og myndarlegur og mamma sín. Hlökkum mikið til að fá ykkur aftur í heimsókn. kv. Bára og Sandra Sif

10:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta snýst allt um supply og demand Pési ... spurðu bara Milton Friedman!

12:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Flott þessi bakara börn, og til hamingju með nafnið á frænku. Gott að heyra að Arndís Inga sé öll að koma til. Bestu kveðjur héðan úr rigningunni en ekki rokinu aldrei þessu vant.

10:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

þið fáið engin bloggaraverðlaun sko! það er alveg komin tími á aðra færslu...en, myndirnar eru æðislegar!
náttúrulega yndisleg börn...

Bestu kveðjur úr Brún...sem er alveg að fara á sölu....

Jóhanna....

7:48 PM  

Post a Comment

<< Home