Friday, November 30, 2007

Reykjavíkurferðin og aðgerðin sem aldrei var gerð

Ætli að það sé ekki best að henda inn nokkrum línum um stöðuna hjá okkur. Ég ætla þó að byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir góðu kveðjurnar til okkar....það er gott að eiga góða að!
Annars fórum við suður á þriðjudagskvöldið og gekk ferðalagið bara nokkuð vel. Að vísu skiptust börnin á að sofa á leiðinni en voru bæði mjög prúð og góð:)
Miðvikudeginum eyddum við svo í bið á spítalanum og var loks ákveðið að hætta við aðgerðina. Myndirnar úr ómskoðuninni sýndu að líklega er ekki mikill gröftur í eitlunum og því er líklegt að aðgerðin myndi ekki skila tilætluðum árangri. Í staðinn var ákveðið að hætta að gefa henni pensillinið, enda botninn orðinn ansi aumur, og ákveðið að sjá til hver þróunin verður. Nú fylgjumst við því bara vel með litlu dömunni og enn sem komið er (7, 9, 13) er hún hress og kát og leikur við hvern sinn fingur. Nú vonum við bara að þessum veikindakafla sé lokið....tökum þetta bara á jákvæðninni:)
Á morgun á svo að skíra litlu frænku og höfum við verið að reyna að undirbúa veisluna. Að vísu komumst við Bára að því að það er mjög erfitt að ætla að gera eitthvað með börnin á handleggnum og tökum við bara ofan fyrir mæðrum sem eiga mörg börn með stuttu millibili en ná samt að sinna heimilisstörfum og uppeldinu sómasamlega:)
Jæja ætli að ég láti ekki staðarnumið hér. Best að fara að reyna að gera eitthvað þar sem börnin eru sofnuð:)
kv. Helga

5 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

þá er bara að vona að allt sé í lagi með hana Arndísi...en Helga-afhverju gerist þetta?

4:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vona að öllum líði vel og Arndís Inga sé hress og kát (og þið líka). Er forvitin með nafnið á litlu skvís.
Knús, Elsa Lára.

9:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Svanfríður: Það er ekki alveg vitað hvers vegna þetta gerist. Það er það furðulega við þetta allt saman, manni finnst alltaf svo óþægilegt ef læknar vita ekki orsökina á veikindum og þá er líka svo erfitt að meðhöndla þau. Nú er þetta hins vegar byrjað að hjaðna og allt á réttri leið:)
Elsa Lára: Litla frænka fékk nafnið Sandra Sif:) Ég er ekkert smá montin guðmóðir!
kv. Helga

10:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk kærlega fyrir síðast :-) Þetta var frábært að hitta ykkur og gott að litlu prinsessunni er farið að líða betur. Stóru skvísurnar mínar eru enn að tala um heinsóknina ykkar, þeim finnst þau Arndís og Hilmar svo mikil krútt....Stórar kinnar eru það alfallegasta sem þær vita.

Knús á línuna af Skeljagrandanum

p.s ég tek ofan með ykkur systrum fyrir margbarna mömmum. Mér finnst nóg að gera og hef þó 8 ár á milli. hehehe

1:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæhó

takk fyrir síðast!

ég er enn að jafna mig eftir allt kökuátið af borðinu hennar Báru :Þ

6:04 PM  

Post a Comment

<< Home