Jólabloggið
Komið þið sæl. Ætli að röðin sé ekki komin að mér að henda hér inn nokkrum línum. Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegrar jólarestar og farsældar á komandi ári. Við þökkum líka allar gjafirnar og kortin sem okkur bárust, er sko búin að ræða þessi mál mikið við Hilmar Þór og útksýra fyrir honum hve heppinn hann er að eiga svona marga góða vini sem senda honum fallegar gjafir því það er sko ekki sjálfsagt mál, held svei mér þá að hann hafi skilið mig. Arndís Inga kippti sér nú ósköp lítið upp við pakkaopnunina, sat og kúrði sig í fanginu á Bensa afa og Ásu ömmu til skiptis. Það sama má ekki segja um Hilmar Þór og Andreu Ósk. Ég held svei mér þá að ég hafi aldrei séð Hilmar Þór svona öran, ég reyndi að tala við hann og eins innantómt augnráð hef ég aldrei séð, orðin fóru beint í gegn og hann hentist af stað um leið og ég hafði sleppt orðinu:) bara gaman að því!
Jóladegi eyddi ég að mestu í rúminu en ég var hálf slöpp með hósta, hor og kvef. Hilmar Þór og Árni Pétur skelltu sér á skauta en skilst mér að Hilmar Þór hafi nú verið frekar ragur. Þegar ég spurði hann svo hvort hann langaði með mér á skauta á morgun sagði hann mjög mæðulega: ,,nei ég kann ekki á skauta"....mín varð því að útskýra fyrir honum að æfingin skapar meistarann og allt það og vonandi tekst mér að tala hann inn á að prófa aftur fljótlega.
Í dag skelltum við okkur í kaffiboð til Jóhönnu og Garðars í Laxárvirkjun og það klikkaði nú ekki frekar en fyrri daginn, borðuðum á okkur gat og líklega þurfum við ekkert að borða fyrr en á næsta ári.
Jæja nú er verið að fara að sýna Börn í sjónvarpinu, best að hætta þessu bulli.
Góða nótt.
kv. Helga
Jóladegi eyddi ég að mestu í rúminu en ég var hálf slöpp með hósta, hor og kvef. Hilmar Þór og Árni Pétur skelltu sér á skauta en skilst mér að Hilmar Þór hafi nú verið frekar ragur. Þegar ég spurði hann svo hvort hann langaði með mér á skauta á morgun sagði hann mjög mæðulega: ,,nei ég kann ekki á skauta"....mín varð því að útskýra fyrir honum að æfingin skapar meistarann og allt það og vonandi tekst mér að tala hann inn á að prófa aftur fljótlega.
Í dag skelltum við okkur í kaffiboð til Jóhönnu og Garðars í Laxárvirkjun og það klikkaði nú ekki frekar en fyrri daginn, borðuðum á okkur gat og líklega þurfum við ekkert að borða fyrr en á næsta ári.
Jæja nú er verið að fara að sýna Börn í sjónvarpinu, best að hætta þessu bulli.
Góða nótt.
kv. Helga
9 Comments:
Þau eru nú meiri krúttin Hilmar og Arndís Inga, mikið hlökkum við til að hitta ykkur eftir nokkra daga. kv. Bára og Sandra Sif
Hæ, gott að þið eruð búin að hafa það gott....hjá okkur var bara rólegt, það verður sennilega meira fjör í börnunum ykkar næstu og þarnæstu jól....svo verða þau rólegri yfir öllu saman....ég er að tala af reynslu hmmmmmmmhhehehehe
en alltaf er nú gaman að krílunum, þau þau fari í smá yfirsnúning á jólunum....mér finnst nú ekki svo ýkja langt síðan að ég fór sjálf í yfirsnúning yfir því að jólin voru að koma :-)
Biðjum að heilsa,góða ferð suður..sjáumst :-)
Jóhanna Húsavík
Gleðileg jól elskunar okkar. Söknum ykkar og hugsum að sjálfsögðu fallega til ykkar um hátíðarnar ... og alltaf!
Knús frá Bahamas,
Þóra og Völli
Takk fyrir síðast og kærar þakkir fyrir Dagmar. Það var alveg frábært að hitta ykkur hér núna þó að það sé alltaf mikið um að vera þegar hittingurinn er í veislum. Vona að Hilmar sé búinn að ná sér eftir "lyftuskelfinguna".
Knús og kossar af Skeljagrandanum Dagný og co
Gleðilegt ár elsku fjölskylda!
Já ég get ímyndað mér að það hafi verið mikill spenningur í þriggja ára guttanum yfir öllu þessu jólastandi :-) Var líka svoleiðis á þessu heimili...á meðan sá vikugamli var ekkert að spá í þessu en vildi bara sopann sinn...hehe...
Sjáumst vonandi á árinu sem var að ganga í garð.
Bestu kveðjur,
Árdís og allir guttarnir hennar.
Hæ hæ. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Ég var nú hálfpartinn að vonast eftir myndum....Ég var annars með tvö vel fjörug börn hér á aðfangadag sem vildu opna alla pakkana sama hverjum þeir tilheyrðu og tveggja ára daman næstum því var ekki rólegri en bróðirinn:-) Annars bið ég kærlega að heilsa ykkur og vonum að það fari að styttast í hitting.
kveðja frá Möttu og co.
Hæ hæ elsku Helga. Gleðilegt árið ég er nú alltaf að fara að hringja svona er þetta líða vikur og mánuðir áður en ég næ skella mér í eitt símtal. Það eru margir búnir að hlæja að jólakorta vandræðunm þínum. Svona er þetta núna verður maður að fara að útbúa bók með afmælisdögum,nöfnum barna og heimilisföngum svona bók eins og mamma á hehehehe. Það toppar nú samt ekkert kortið sem ég fékk í ár og það var ekkert skrifað inn í það hehehe bara nafnið mitt á umslagið.
Jæja heyri nú vonandi í þér fljótlega bið að heilsa öllu þínu fólki.
Kveðja Vala Sig
heyrðu... nýtt blogg takk ! ég er sko búin að gera jólunum vandlega skil á minni síðu!
Elsku Helga mín.
Það var æðislegt að hitta þig þegar þú kíktir við. Vona að ferðin norður hafi gengið vel og ég bíð spennt eftir nýju bloggi.
Kvepja, Elsa Lára sveitalubbi :=)
Post a Comment
<< Home