punktafærsla úr sveitinni
Jæja ætli að það sé ekki best að henda inn nokkrum línum þó svo ég viti ekkert um hvað ég ætla að skrifa. Ætli að það sé ekki best að henda fram nokkrum atriðum í punktaformi.
- Í gær skírðu Hemmi og Edda dóttur sína og hlaut hún nafnið Alexandra Ósk. Innilega til hamingju með þetta fallega nafn:) Það var ógurleg veisla í Árnesi af því tilefni og erum við enn södd og sæl eftir allar kræsingarnar.
- Við skelltum okkur svo snögga ferð á eyrina því Jói í Haga var að opna sýningu þar innra.
- Ég uppgötvaði það líka að í gær voru nákvæmlega 18 ár liðin frá því ég fermdist.....úff þetta hljómar eins og ég sé orðin gömul, en að sjálfsögðu er það bara algjör vitleysa, ég hlýt bara að hafa verið óvenju ung þegar ég fermdist!
- Um næstu helgi fáum við líklega heimsókn því Elsa Lára og fjölskylda eru að spá í að bruna á nýja kagganum í heimsókn....nú vona ég því bara að vinnuvikan verði fljót að líða eins og venjulega:)
- Í þarnæstu viku er svo stutt vinnuvika og er líklegt að við skellum okkur suður í borgina þá:) Þannig að það er fjör framundan....jibbí:)
- Svo er líklegt að ég heyri í Svanfríði innan skamms. Það er alveg með ólíkindum hve illa okkur hefur gengið að tala saman. Fyrst gerði ég nokkrar tilraunir til að hringja en hitti ávallt illa á hjá henni.....svo hef ég lítið verið heima undanfarna daga til að taka upp tólið þegar hún hefur hringt....svona vill þetta stundum verða:) En vonandi náum við að spjalla í dag.
- Jæja nú hef ég ekkert meira að segja....nema kannski bara púúúú á ríkisstjórnina fyrir að lækka ekki olíuverðið!!!!
- Bið að heilsa í bili.
- Yfir og út
- Helga
9 Comments:
Það er nóg að gera í sveitinni og bara gaman - viltu óska Eddu og Hemma til hamingju með nafnið frá mér.
imba
Falleg nafnið á litlu dömunni. Hlakka til þess að sjá ykkur um næstu helgi.
Heyrumst og sjáumst mjög fljótlega. Hlakka til.
Kveðja, Elsa Lára.
Imba: Ég skila því:)
Elsa: Oh ég get ekki beðið:)
Stólaði á að finna nafn litlu dúllu hér og það er gott að þið standið undir væntingum mínum ;) Hemmi, Edda og Andrea Ósk + aðrir ættingar til lukku með þetta fallega nafn. Kv. Malla
Er það bara Esterar stíllinn tekinn á þetta?? hahahaha.... Vonandi náum við að hittast þegar þið komið suður svo ég segi bara bless á meðan :-)
Kv Dagný
Helga mín- 18 ár já..síðan að þú fermdist hmmmmmmm ég er nú hætt að telja..en þegar að þú varst að fermast..þá hef ég örugglega verið að gera eitthvað af mér..... ;-)
Voða er þetta fín punktafærsla..ánægð með þig..
Talandi um gesti...ég fékk sjö gesti í dag...þeir dreifðu sér yfir daginn...dálítið merkilegt sko, og það endaði með að ég fór að telja...hahahahah..
jæja..ætli ég sjái þig ekki bara á morgun :-)jú held það bara.
Kveðjur í Nes
Jóhanna Husó
Hæ hæ gaman að sjá hvað þið hafið það gott. Við vorum svo súr að komast ekki til ykkar, litli ormurinn okkar varð svo veikur og er nánast búinn að vera veikur síðan :(
Sjáumst vonandi fljótlega.
Kveðja Vala Sig
Loksins erum við komin í tölvusamband. Ég verð örugglega alla helgina að vinna upp tölvuleysi síðustu vikna. Við hlökkum orðið mikið til að hitta ykkur þegar þið komið suður.
Kv. Bára og Sandra Sif
hæ hæ og takk fyrir frábæran laugardag í sveitinni Pési,Helga,Rúnar,Elsa og öll þessi yndislegu börn....
snilld bara ;-)
kveðja frá gömlu kvöldsvæfu hjónunum í Brún.
Post a Comment
<< Home