páskafrí í sveitinni
Komið þið sæl. Héðan úr Nesi er allt gott að frétta. Arndís Inga náði sér í v ægu útgáfuna af hlaupabólu og er hin hressasta.....þannig að við hin erum að sjálfsögðu líka voða hress:)
Ég var með matarklúbbinn í kvölmat í gærkvöldi og það var voðalega gaman. Við elduðum humar frá Nonna forrétt sem vakti mikla lukku (takk kærlega fyrir hann:), hreindýr í aðalrétt og Baileys kaka og Tiramisu í desert....þannig að við fórum södd að sofa það kvöldið:)
Í dag er svo mjög gott veður og ég er að bíða eftir að Arndís Inga vakni af lúrnum sínum svo ég geti skellt henni í göngubakpokann og kíkt út. Hilmar Þór og Árni Pétur skelltu sér á snjósleða, þannig að það er líf og fjör í sveitinni.
Svo styttist í að Bára og Sandra Sif kíki á okkur en þær koma á miðvikudaginn og ætla að stoppa fram yfir næstu helgi.....bara fjör:)
Ég myndaðist við að þrífa eldhúsinnréttinguna áðan, komst að því að skáparnir voru orðnir ansi ,,sjabbí" þegar ég var að ganga frá eftir matarboðið þannig að mín skellti sér í Mr. Proppergírinn og skveraði þá:)
Núna er ég því heldur betur ánægð með mig og langar helst að klára að setja upp ljósin, hillurnar sem bíða eftir því að komast upp og skjólvegginn á pallinn....en ætli að það sé nú ekki skynsamlegt að láta húsbóndann á heimilinu sjá um það?
Svo er eitt alveg yndislegt...það er farið að styttast í vorið og þegar það er búið þá kemur sumarið og þá verður sko gaman:)
Njótið nú páskanna, borðið mikið af góðum mat og ekki klikka á páskaeggjunum....og eitt Ester Ósk það er eins gott að þú geymir stóran bita af Sans Rival tertunni handa mér!
kv. Helga
Ég var með matarklúbbinn í kvölmat í gærkvöldi og það var voðalega gaman. Við elduðum humar frá Nonna forrétt sem vakti mikla lukku (takk kærlega fyrir hann:), hreindýr í aðalrétt og Baileys kaka og Tiramisu í desert....þannig að við fórum södd að sofa það kvöldið:)
Í dag er svo mjög gott veður og ég er að bíða eftir að Arndís Inga vakni af lúrnum sínum svo ég geti skellt henni í göngubakpokann og kíkt út. Hilmar Þór og Árni Pétur skelltu sér á snjósleða, þannig að það er líf og fjör í sveitinni.
Svo styttist í að Bára og Sandra Sif kíki á okkur en þær koma á miðvikudaginn og ætla að stoppa fram yfir næstu helgi.....bara fjör:)
Ég myndaðist við að þrífa eldhúsinnréttinguna áðan, komst að því að skáparnir voru orðnir ansi ,,sjabbí" þegar ég var að ganga frá eftir matarboðið þannig að mín skellti sér í Mr. Proppergírinn og skveraði þá:)
Núna er ég því heldur betur ánægð með mig og langar helst að klára að setja upp ljósin, hillurnar sem bíða eftir því að komast upp og skjólvegginn á pallinn....en ætli að það sé nú ekki skynsamlegt að láta húsbóndann á heimilinu sjá um það?
Svo er eitt alveg yndislegt...það er farið að styttast í vorið og þegar það er búið þá kemur sumarið og þá verður sko gaman:)
Njótið nú páskanna, borðið mikið af góðum mat og ekki klikka á páskaeggjunum....og eitt Ester Ósk það er eins gott að þú geymir stóran bita af Sans Rival tertunni handa mér!
kv. Helga
6 Comments:
bwahahahaha... já það er eitthvað eftir ;) aldrei að vita nema ég geymi bita í frysti handa þér þegar þú kemur suður mín kær..
hehehehe.... eitthvað á ég erfitt með að sjá fyrir mér að eldhúsið þitt sé sjabbý mín kæra.... Frábært að Arndís skuli taka tillit til aldraðra foreldra sinna og taka vægu útgáfuna af bólunni ;-)
Það var alveg hreint frábært að hitta ykkur um daginn, jafnast ekkert á við að hitta vini sína.
Knús og kossar á línuna héðan frá Vopnafirði
Jæja það er farið að styttast í að við mægður kíkjum í heimsókn til ykkar. Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja Bára
Stutt tilkynning til ykkar sem voruð á Laugum:-) Það er stefnt að Laugahittingi 17. mai á Players. Svo er bara að láta þetta ganga manna á milli svo fólk hafi tíma til að gera ráðstafanir....
Hlakka til að sjá ykkur
Kv Dagný
hef bara ekkert komist í pottinn því miður eins og það væri frábært...veit að þið hafið það kósý með Báru og Söndru Sif...ég er núna að bíða eftir símtalinu eina sanna...Kjartans dóttir/son er alveg að fara láta sjá sig....þau eru á spítalanum ;-)
Hef einhverjar skemmtilegar fréttir í fyrramálið :-)
bestu kveðjur úr Brún
Jóhanna
Takk fyrir okkur :o) frábært að komast í mat til svona mikillar húsmóður :D
kv
Kristín E. að vinna :S
Post a Comment
<< Home