Fréttir úr sveitinni
jæja góðir hálsar. Héðan er bara allt ágætt að frétta. Flensan tekin við af bólunni og bara stuð:) Nóg um það. Í öðrum fréttum er það helst að ég er að fara í páskafrí og vonast til að geta skotist suður á bóginn. Að vísu ætti bólan hugsanlega að vera komin aftur í hús....þannig að nú bíðum við bara og vonum að sú stutta hafi sloppið í þetta skipti. Ekki það að það er nú ágætt að drífa í þessu en æi okkur finnst eiginlega nóg komið af inniveru í bili:)
Við Ingibjörg og Tora skelltum okkur á Akureyri á sunnudagskvöldið. Fengum okkur gott að borða og drifum okkur svo í bíó. Mig minnir að myndin hafi heitið Bucket list- alveg hreint fínasta ræma sem ég get alveg mælt með að sjá.
Nú styttist heldur betur orðið í vorið og sumarið og VÁ hvað ég hlakka til! Það er svo margt skemmtilegt sem ég ætla að gera, t.d. ferðast með fellihýsið mitt, fara á ættarmót í Öræfunum, helst að kíkja á Hátíð á Höfn o.fl. ohhh ég get varla beðið. Svo er ég nú búin að panta Báru, Söndru Sif, Ingunni og Rannveigu Hörpu í heimsókn á pallinn minn, sem verður með góðum skjólvegg fyrir norðanáttinni og heiti potturinn á fullum svingi:) Að sjálfsögðu eru fleiri velkomnir í heimsókn því það er alltaf gaman að fá góða gesti:)
Jæja ætli að ég setji ekki bara punkt hér á eftir og læt þetta duga í dag.
Kv. Helga sumardís
Við Ingibjörg og Tora skelltum okkur á Akureyri á sunnudagskvöldið. Fengum okkur gott að borða og drifum okkur svo í bíó. Mig minnir að myndin hafi heitið Bucket list- alveg hreint fínasta ræma sem ég get alveg mælt með að sjá.
Nú styttist heldur betur orðið í vorið og sumarið og VÁ hvað ég hlakka til! Það er svo margt skemmtilegt sem ég ætla að gera, t.d. ferðast með fellihýsið mitt, fara á ættarmót í Öræfunum, helst að kíkja á Hátíð á Höfn o.fl. ohhh ég get varla beðið. Svo er ég nú búin að panta Báru, Söndru Sif, Ingunni og Rannveigu Hörpu í heimsókn á pallinn minn, sem verður með góðum skjólvegg fyrir norðanáttinni og heiti potturinn á fullum svingi:) Að sjálfsögðu eru fleiri velkomnir í heimsókn því það er alltaf gaman að fá góða gesti:)
Jæja ætli að ég setji ekki bara punkt hér á eftir og læt þetta duga í dag.
Kv. Helga sumardís
6 Comments:
Hæ skvís, hlakka til að kíkja í Nes, í apríl :)
Kv. Elsa Lára.
Bara nokkrir dagar, og þá meina ég ca 5 dagar í norðurlandið hjá okkur. Hlökkum til að komast í sveitina. Gott að bólan er farin (í bili allavega) og vonandi fer þessi flensa fljótt yfir.
Knús úr vesturbænum
æi ég hef nú verið hálf miður mín yfir að hafa ekki sett THE fyrir framan heitið á myndinni....set það því bara núna:)
Já það er ekki laust við að sé kominn smá vorfiðringur í mann ;)
Heyrðu Helga, ekki má ég fá uppskriftina af sans rival tertunni þinni með ítarlegum leiðbeiningum mercy beacoup! Þarf nefnilega að henda í eina afmælistertu um páskana og langar að gera eina alvöru. Mátt alveg senda mér uppskriftina á hilmarsdottir@gmail.com eeeeef þú nennir og mátt vera að :)
Hæ dúlla.
Kvúah-bara pottur og alles heima í Nesi? Ekki slæmt, nú þarf bara beint flug á milli Hillcrest rd og Ness:)
Vonandi eru veikindi á bak og burt hjá ykkur í bili.
Hafið það gott,
Jæja það styttist óðum í að við Sandra Sif komum að heimsækja ykkur. kv. Bára
Post a Comment
<< Home