Systrahelgin búin
Jæja komið þið sæl. Nú eru Bára og Sandra Sif farnar og við erum strax farin að sakna þeirra. Við vorum nú frekar óheppin með veðrið þessa helgi og héldum okkur aðallega innan dyra. En við náðum að slaka vel á og spjalla um ýmislegt. Svo var nú bara GAMAN að fylgjast með blessuðum börnunum. Hilmar Þór og Arndís Inga voru afskaplega góð við litlu frænku, knúsuðu hana og kysstu. Við þurftum nú svolítið að vakta þau, sérstaklega Arndísi Ingu því henni fannst ekkert sjálfsagðara en Sandra Sif fengi Cheerios með sér og fleira og skyldi engan veginn í því að hún mætti ekki gefa henni:) Hilmar Þór missti sig alveg í sýndarmennsku, gretti sig og lék ýmsar kúnstir til að fá Söndru Sif til að hlæja og tókst það afbragðs vel:) Við Bára afrekuðum það loksins í gærkvöldi að fara í pottinn, ætluðum öll kvöld en fannst svo alltaf eitthvað svo kalt og vont veður að við komum okkur ekki í það. Það var hins vegar voðalega ljúft og það eina sem vantaði var bjórinn...nú eða Mohitoið:)
Ég tók Arndísi Ingu með mér í skólann í dag því ég átti tíma í 18 mán. skoðun fyrir hana í morgun. Hún fékk því að hitta nemendurna mína í eina klukkustund fyrir skoðunina og þeim leist voðalega vel á hana. Annars var ég að fá þriðja nýja nemandann minn í dag...segja svo að maður sé ekki vinsæll:) Hún var mætt þegar ég kom í morgun og því óhætt að segja að dagurinn hafi verið dálítið öðruvísi og kannski aðeins annasamari en venjulega.
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili.
Þar til næst....tjá
Helga og Nesgengið
Ég tók Arndísi Ingu með mér í skólann í dag því ég átti tíma í 18 mán. skoðun fyrir hana í morgun. Hún fékk því að hitta nemendurna mína í eina klukkustund fyrir skoðunina og þeim leist voðalega vel á hana. Annars var ég að fá þriðja nýja nemandann minn í dag...segja svo að maður sé ekki vinsæll:) Hún var mætt þegar ég kom í morgun og því óhætt að segja að dagurinn hafi verið dálítið öðruvísi og kannski aðeins annasamari en venjulega.
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili.
Þar til næst....tjá
Helga og Nesgengið
9 Comments:
Gaman að heyra að þið höfðuð það gott um páskana í sveitinni. Frétti að þið hefðuð kíkt í heimsókn í bústaðinn til mömmu og pabba, voru hrikalega ánægð með heimsóknina.
En hvenær ætlið þið að skella ykkur til Lúx í heimsókn???
Kv, Jóhanna og co
hæææ...
er ekkert að fara að vora þarna fyrir norðan? ég er búin að missa alla von hérna fyrir sunnan, það er sól og voða fallegt en gaddur úti!!! stökk út á peysunni í morgun þegar ég sá sólina en var fljot að snúa við og ná í kápu... brrrrr :(
kvitti kvitt
Hummm...... er ekki orðið dáldið langt síðan systir fór???? hehehehe.....
jú þið munið samt að ég skrifa ekkert fyrr en það eru komin 10 komment:)
Á ekkert að blogga og Helga ég hef verið að hringja og það er barasta aldrei neinn heima í NESI ..
imba
www.barnanet.is/jullatun
Hlakka til þess að sjá þig og ykkur eftir viku.
Hringi í þig í byrjun næstu viku.
Kv. Elsa Lára.
Hæ elsku Helga. Ég reyndi 2 í dag að hringja í þig en þá varstu ekki heima,það er alltaf þannig. Ég reyni aftur í dag, laugardag. Heyrumst, Svanfríður
þetta kalla ég sko viðbrögð...með þessu áframhaldi kemur blogg á morgun eða hinn....og já Imba og Svanfríður, ég hef sko lítið verið heima í dag og í gærþví ég er orðin einni guðdóttur ríkari. Það var sem sagt verið að skíra dóttur Hemma og Eddu og hlaut hún nafnið Alexandra Ósk:) en ég verð heima í kvöld:)
Post a Comment
<< Home