Sunday, April 20, 2008

Vorið er komið..jibbíjei!

Loksins, loksins það er komið VOR:) Það er búið að vera yndislegt veður yfir helgina, sól og logn og bara gaman! Svo fengum við líka góða heimsókn, TAKK KÆRLEGA FYRIR KOMUNA Elsa Lára, Rúnar, Þorsteinn Atli og Þórdís Eva. Komið endilega sem fyrst aftur:)
Svo eru bara þrír dagar þar til við leggjum land undir fót og fljúgum til borgarinnar. Mikið verður nú gaman að kíkja suður. Við höfum lítið sem ekkert farið úr sveitinni síðan um jólin og það er nú fulllangur tími fyrir húsmóðurina;)
Nú vona ég bara að Arndís Inga hristi af sér hitann og astmann sem hefur verið að hrjá hana um helgina:)
Hafið það gott og munið að njóta vorsins (og endilega kíkið í garðinn hjá mér ef þið viljið taka til hendinni:)
kv. Helga og fuglarnir sem syngja fyrir utan gluggann minn

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Guð hvað ég var dónaleg....ég gleymdi að þakka Jóhönnu, Snæbirni, Karli Jakobi og Maríönnu Rín fyrir heimsóknina! sem sagt TAKK KÆRLEGA FYRIR HEIMSÓKNINA. Það var sko BARA GAMAN að fá ykkur í heimsókn. Við verðum að endurtaka þetta við tækifæri:)
kv. Helga

10:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku fjölskylda.
Innilegar þakkir fyrir okkur. Þið eruð öll frábær. Þetta var yndislegt frí og núna hafið þið örugglega ekki frið fyrir okkur næstu veturnar þar sem við verðum að komast á vélsleða og fleira þess háttar.
Takk fyrir frábæran mat, yndislega samveru og bara allt.
Kær kveðja, Elsa Lára og co.

10:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að heyra að vorið sé komið á fleiri stöðum en í Lúx. Vonandi sjáumst við í sumar, annað hvort í Lúx eða í dalnum góða :)
Bkv, Jóhanna og Lúx-gengið

7:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

jájá... það á ekkert að þakka okkur fyrir heimsóknina.. djóóók! Hlakka til að sjá ykkur á miðvikudaginn, Helga þú skreppur yfir í sparsl og meððí. Við Ragnar komum til með að bjóða uppá dýrindis borgarvatn og pizzasticks af gömlum vana ;)

1:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

já jiminn..þú ert nú meiri dóninn! ég á ekki til orð! össsssssss......

..það var hálf tómlegt á kaffistofunni í dag, vona að Arndís Inga sé að jafna sig...snúllan..já, vona líka að Þórdís hafi losað sig við hitan úti í blíðunni í Nesinu góða ;-)
Annars er það að frétta að ég er brunninn á eyrunum...það eru sko BARA góðar fréttir..það merkir að ég held það sama og þú..vorið er komið....
...og andvaka næturnar mínar í rokinu eru liðnar, og andvaka nætur vegna fuglasöngs teknar við...dásamlegt :-)

Sjáumst vonandi á morgun...
Jóhanna...eyrnamerkta

7:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt sumar, nú má fara að tala um sumarið þannig að vorið hlýtur bara að vera á næsta leiti, eða hvað??? Hlakka til að koma í heimsókn í sumar og fá að prufa pallinn með öllu tilheyrandi hjá ykkur;-)

Knús......

10:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já ég skal skila kærri kveðju til Margrétar og Guðna við tækifæri ;) hahaha

11:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir síðast, við erum farin að hlakka til að hitta ykkur næst, hvenær það verður er ekki vitað. Ef góða veðrið verður sunnan lands í sumar getið þið bara verið í gestaherberginu hjá okkur eins lengi og þið viljið.
kv. Bára og Sandra Sif

5:01 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

blessuð vinkona. Mér þótti leitt að við skyldum ekki hittast en ég hreinlega hafði ekki tíma í mikið meir en ég gerði. Strákarnir voru til í 2 heimsóknir á dag og svo varð Natti veikur þannig að þetta leið án þess að ég gæti nokkuð að gert:)
Hafðu það gott og við heyrumst.

10:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

...í sambandi við fyrirsögnina....jú þá held ég að vorið sé að koma í dag.

Vona að það hafi verið gaman hjá þér um helgina, heyri í þér á eftir ;-)

Kv Jóhanna

6:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

Heyrðu, nú heimta ég blogg og myndir af börnunum !!! og hananú !

11:07 PM  

Post a Comment

<< Home