Sunday, June 29, 2008

Seint blogga sumir en blogga þó!

Æi mikið óskaplega er ég löt að skrifa eitthvað inn á þetta blessaða blogg. Ég er meiri að segja farin að gleyma að kíkja hér inn á bloggrúntinum mínum.....en ætli að ég reyni ekki að bæta mig í þessu, bretti upp ermar og hysji upp um mig buxurnar!
Nú er ég löngu komin í sumarfrí og hef verið á flakki í tæpar þrjár vikur. Við byrjuðum á því að fara í brúðkaup á Ólafsvík og þar á eftir renndum við í borgina og skildi Árni Pétur mig og börnin eftir í dekri á Hlíðarveginum....úff hvað það er alltaf gott að koma þangað, hvíla sig og leyfa ömmunni og afanum að dekra við börnin (og mig:) Ætli að ég þurfi ekki að fara að splæsa í hvíldarinnlögn fyrir mömmu í Hveragerði svo hún nái sér eftir innrásina:)
Svo kíktum við á ættarmót í Öræfin. Það var mjög gaman fyrir utan veðrið en það var svona frekar blautt og leiðinlegt.
Eftir það lá leiðin til Hafnar...oh hvað það er alltaf gott að koma þangað. Veðrið lék við okkur (eins og vanalega) og við náðum að heimsækja flesta sem við þekkjum. Við gistum hjá Imbu og Nonna og það var alveg frábært, dekrað við okkur eins og venjulega. Takk kærlega fyrir okkur. Nonni var að vísu á sjó mestallan tímann en kom í land í nokkra klukkutíma og dró Árna Pétur með sér upp skarðið og á kajak. Við Imba höfðum nú orð á því að þetta hefði eitthvað snúist í höndunum á okkur því hér áður fyrr voru það við sem fórum út að ganga og hreyfa okkur og þeir sátu heima. En við náðum nú líka að fá okkur göngutúra með börnin og það var mjög gaman.
Núna erum við svo komin heim í heiðardalinn og á fullu að undirbúa opnun á Veiðihúsinu. Ég og Ása tengdamamma erum hálfnaðar með að þrífa og á að klára þetta á morgun. Svo vinn ég á þriðjudaginn með henni og svo heldur sumarfríið mitt áfram.
Árni Pétur stefnir á að vinna meira en minna í allt sumar þannig að ef þið viljið kíkja í heimsókn nú eða í útilegu með mér og börnunum endilega látið mig vita:)
Jæja nú ætla ég að fara að skella mér í bælið.
Hafið það gott og njótið sumarsins elskurnar mínar.
kv. Helga Sigurbjörg

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gaman að heyra hvað þið hafið það gott í sumarfríinu, vona að þið haldið áfram að njóta lífsins. Ef ykkur langar til útlanda þá vitið þið að gestaherbergið hjá okkur er alltaf opið ;)
Knúsaðu litlu ormana frá okkur,
Lúx-gengið

7:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ, vá en gaman að sjá blogg :-) ég verð nú að segja það sama, ég fór á Höfn-stoppaði alltof stutt, en það var rosa gaman að hitta marga sem ég hef bara ekki hitt í mörg ár!!! við vorum líka á svona landshornarúnti eins og þið...það var gaman, en meiriháttar að koma heim ;-) við fáum Kjartan og fjölskyldu í heimsókn í vikunni...svo ætla ég að fara kíkja með börnin til ykkar í sveitasæluna...með sundfötin svo þau geti nú öll buslað í pottinum í góða veðrinu sem að á að vera þegar að við komum!!!!!! gott að vita af ykkur heima..besta kveðja J'ohanna og co í rigningar metinu á Húsavík!!!

8:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

hei...er að reyna blogga..http://bakkabuar.blog.is/blog/bakkabuar/
kv jóhanna

8:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

það var mikið að það kom eitt eðal sveitablogg...

svo kem ég norður um næstu helgi til ykkar :)

11:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir skemmtilegar stundir í fríinu ykkar. Það er alltaf ótrúlega gott að koma heim eftir svona flakk. HEIMA ER BEST
kv. Bára

8:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jóhanna: Takk fyrir gott boð, aldrei að vita nema maður skelli sér til ykkar einn daginn.
Jóhanna Húsavík: Endilega kíkið á okkur og ég ætla að kíkja á bloggið ykkar:)
Ester:Það verður gaman að fá ykkur í heimsókn. Pakkið bara góða veðrinu niður í tösku og þá rokkum við:)
Bára:Æ já það er nú alltaf gott að koma heim, sérstaklega þegar maður er búinn að pakka upp úr töskunum og þrífa húsið:)
Kv. Helga Sigurbjörg

11:32 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Nauts!! Það er blogg:) Gaman að heyra frá þér. Ég er ánægð að heyra að þú ætlir að vera í sumarfríi. Vonandi nýturðu þín sem best áfram. Kærar kveðjur,Svanfríður

1:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

já það var gott að fá ykkur í heimsókn og þið eruð öll velkomin þegar kemur að því að skjóta hreyndýr í ágúst
b.kv imba og co

7:52 PM  

Post a Comment

<< Home