Styttist í sumarfrí og brjálað að gera
Já nú er sko fjör í sveitinni! Orkan mætt á svæðið og nóg að gera:) Stefnan er tekin á brúðkaup á Ólafsvík um næstu helgi og ætla ég og börnin svo að skella okkur í borgina og eyða dágóðri stund með minni fjölskyldu á meðan bóndinn fer aftur norður að vinna. Undanfarnir dagar og vikur hafa því verið vel nýttir í garðvinnu, enda af nógu að taka þar! Svo er nú alltaf nokkuð mikið að gera í kennslunni síðustu dagana fyrir sumarfrí en ég tel mig þó vera á góðu róli þar....skólaslit á föstudaginn og allt á áætlun.
Við vorum með Landeigendaveislu um helgina og við Heiða og tengdó rúlluðum henni upp eins og okkur einum er lagið;) Svo skellti ég mér í bombuklúbb til Jóhönnu í gærkvöldi og svei mér þá ef ég er ekki bara enn södd eftir það.
Í dag býð ég svo börnunum í bekknum mínum í heimsókn til mín, búin að leigja hoppukastala og svo á að grilla. Hilmar Þór er voðalega spenntur fyrir þessu og hlakkar mikið til að hitta þau því hann hefur nokkrum sinnum komið með mér í skólann í vetur og á eitt bekkjarkvöld og finnst þau bara skemmtileg:)
Jæja ætli að ég fari ekki að nota tímann á meðan börnin eru í íþróttum til að ganga frá námsbókum.
Kv. Helga sem er alveg að komast í sumarfrí
Við vorum með Landeigendaveislu um helgina og við Heiða og tengdó rúlluðum henni upp eins og okkur einum er lagið;) Svo skellti ég mér í bombuklúbb til Jóhönnu í gærkvöldi og svei mér þá ef ég er ekki bara enn södd eftir það.
Í dag býð ég svo börnunum í bekknum mínum í heimsókn til mín, búin að leigja hoppukastala og svo á að grilla. Hilmar Þór er voðalega spenntur fyrir þessu og hlakkar mikið til að hitta þau því hann hefur nokkrum sinnum komið með mér í skólann í vetur og á eitt bekkjarkvöld og finnst þau bara skemmtileg:)
Jæja ætli að ég fari ekki að nota tímann á meðan börnin eru í íþróttum til að ganga frá námsbókum.
Kv. Helga sem er alveg að komast í sumarfrí
11 Comments:
Uss það er heldur betur komin sumarstemming í sveitinni! En hver er að fara að gifta sig ?? HLAKKA TIL AÐ FÁ YKKUR SUÐUR !!
Við hlökkum líka mikið til að fá ykkur í heimsókn.
kv. Bára og Sandra Sif
Hæ, hæ!
Mikið er gaman að heyra að þið séuð að koma í bæinn. Vonandi getum við hist núna, farið í sund með börnin eða í skógarferð ;-)
Kveðja, Ingunn og Rannveig Harpa
Já mikið væri nú gaman að hitta á ykkur í borginni:) Verðum í sambandi...
Kv. Erla og co.
Það er 6 ára afmæli hér á sunnudag, verðið þið í bænum þá??? Kveðja Malla
Allt að gerast bara en mér líst best á sumarfríið þitt:) Njóttu þín vel á næstu dögum. Heyrumst,SVanfríður
http://barnaland.is/barn/40949/
Hæ sæta
Þið verðið að kíkja við hjá okkur næst þegar þið komið í kaupstað. Grill og krakkarnir að leika úti í garði ;)
Kveðja úr R-vík
Vala Sig
Þetta er allt of langur kennsluvetur. Njóttu þess að vera komin í sumargírinn. Kær kveðja í bæinn. Gulla og Brói
Takk fyrir öll kommentin elskurnar. Ég furða mig eiginlega á því hve margir nennan enn að kíkja hér inn þar sem það er nú ekki hægt að segja að ég sé dugleg að blogga. Malla við komum í bæinn á sunnudag, aldrei að vita nema við kíkjum í veislu:)Ég ætla að reyna að vera dugleg að kíkja í heimsóknir á meðan ég stoppa í borginni:)
Hafið það gott.
kv. Helga Sigurbjörg
Hæ hó Helga,Pési og börn
Ég held svei mér þá að það sé komin tími í sumar að við kíkjum á ykkur í sveitasæluna svona þegar við erum norðan heiða. Svona bara til að sjá og sýna maka og börn þið skiljið kossar og knús og vonandi sjáumst við þegar líða fer á sumar Kveðja Valgerður frænka og fjölskylda
Hæ skvís.
Er í DK, bara að kasta smá kveðju á þig og þína.
Ætla að reyna renna til þín í sumar. Verðum allavega að hittast eitthvað. Allavegana útilega.
Bestu kv. Elsa Lára :)
Post a Comment
<< Home