Hvar á ég að byrja?
Það er ekki hægt að segja að ég sé virkur bloggari! Það er svo langt síðan ég skrifaði síðast að ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. Ætli að það sé þá ekki bara best að taka punktafærslu ala Ester á þetta.....
- Við fórum suður um þarsíðustu helgi. Það var voðalega ljúft og við náðum að heimsækja nokkuð marga. Amman og afinn ofdekruðu börnin og ég náði að hvíla mig vel og mikið. Takk kærlega fyrir okkur.
- Um síðustu helgi skellti ég mér svo á Öldungamót í blaki á Ísafirði með Sindrastelpunum og það var mjög gaman. Að vísu minnist ég þess ekki að hafa fengið jafn mikla strengi nokkurn tímann á lífsleiðinni enda hefur mín sjaldan verið í eins afleitu formi og þessa dagana.
- Sökum samviskubits hef ég farið tvisvar út að hlaupa í þessari viku og vonandi tekst mér að halda áfram að vera dugleg!
- Við fengum tvo mjög góða daga núna í vikunni og VÁ hvað maður fyllist af orku! Við eyddum þessum dögum að mestu í garðinum með börnunum og það var bara GAMAN. Nú klæjar mann bara í fingurna að halda áfram að koma garðinum og pallinum í sumarbúninginn en því miður virðist sumarið hafa skroppið í vetrarfrí þannig að ég á nú ekki von á að vera dugleg um helgina.
- Það er nóg að gera í kennslunni. Það er alveg með ólíkindum hvað manni finnst maður alltaf eiga eftir að gera margt þegar einungis nokkrar vikur eru eftir fram að sumarfríi....viðtöl í næstu viku, námsmat, þemaverkefni o.s.frv. en mín brettir bara upp ermarnar, spítir í lófana og rúllar þessu upp!
- Börnin á heimilinu eru alltaf jafn yndisleg. Arndís Inga er alltaf að læra ný orð og er allt í einu hætt að vera smábarn. Hilmar Þór er voða góður stóri bróðir og passar upp á systur sína. Þau elska bæði útiveru og þurfum við oftast að beita brögðum til að ná þeim inn:)
- Svefnmálin löguðust á heimilinu þegar móðirin skrapp í orlofið um síðustu helgi og höfum við fengið að sofa alveg óáreitt allar nætur síðan ég kom heim. Ætli að ég verði ekki bara að gera þetta aðeins oftar;)
- Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga að sinni
- Eigið góða hvítasunnuhelgi elskurnar mínar
- kv. Helga
9 Comments:
Kvitt, kvitt ;-)
Leitt að ég náði ekki að hitta ykkur þegar þið komuð suður um daginn.
Hafið það gott og nú vonum við að sumarið fari að koma svo við þurfum ekki að flýja land...
Kv. Ingunn
Jeeess... loksins blogg! Ánægð með þig Helga mín :) Knús og kram til allra heima í sveitinni !
jibbý, ég tek undir með hinum að loksins kom blogg. Hlökkum til að hitta ykkur næst, hvenær sem það verður. Vonandi ekki of langt þangað til.
Kv. Bára
allt gaman að lesa bloggið ykkar og fá fréttir úr Aðaldalnum. Og takk fyrir komuna um daginn, fínt að þið Bára komuð barnlausar, Birkir Freyr var kominn með hita seinna um kvöldið sem þið komuð.
Heyrðu, vil koma því líka að, alltaf gaman að sjá myndir frá ykkur á blogginu.. og auðvitað pistla líka.
já nú fara myndirnar örugglega að streyma hér inn:)
Gaman að sjá lífsmark:) Þú rúllar öllu upp sem þú þarft að gera, ég hef fulla trú á þér, hef alltaf haft hana.
hafðu það gott, Svanfríður
Blessuð Helga gaman að rekast á síðuna þína. Hvenær á maður síðan eftir að rekast á þig?? Kv Freyja freyjaeir.blogspot.com
Frekar súrt að missa af ykkur hér fyrir sunnan í síðustu ferð, en svona er þetta nú bara stundum. Gott að vorið er að koma hjá ykkur líka en við erum búin að vera í bongóblíðu sem gerir það að verkum að maður hlussast út og hreyfir sig ;-)
Knús þar til við hittumst næst
Jæja á ekki að fara að setja inn eitthvað á síðuna????? kv. Bára
Post a Comment
<< Home