Sumarfríið búið.....
og alvaran tekur við. Já góðir hálsar. Þetta sumar er víst að klárast. Fer á námskeið á morgun (átti að vísu að fara í morgun en misskildi þetta eitthvað) og svo hefjast starfsdagarnir á föstudaginn.
Einhvern veginn finnst mér þetta sumar hafa flogið en þannig er það nú yfirleitt og ætti því ekki að koma mér neitt sérstaklega á óvart. Mér finnst haustið góður tími því myrkrið er gott í smá stund:) Þá styttist líka í að betri helmingurinn fari að sjást meira hér á heimilinu og það er kærkomið, að vísu er nú ennþá rúmur mánuður eftir af veiðinni en miðað við hve hratt sumarið leið þá hlýtur þessi mánuður að gera það líka:)
Við skelltum okkur á hestbak með börnin í dag. Marinó var svo góður að bjóða þeim á bak og það var gaman að fylgjast með þeim. Hilmari Þór þótti þetta nú ekki mikið mál, sagðist þaulvanur enda búinn að prófa þetta einu sinni á leikskólanum;) Arndís Inga var líka voða kát. Við Hemmi héldum í hana og hún brosti rúmlega allan hringinn.
Jæja nú er veiðimaðurinn loksins að láta sjá sig....best að hætta þessu bulli, aldrei að vita nema við hendum inn myndum fljótlega, þ.e.a.s. þegar Pési hefur tíma því ekki geri ég það;)
Þar til næst.....
kv. Helga
Einhvern veginn finnst mér þetta sumar hafa flogið en þannig er það nú yfirleitt og ætti því ekki að koma mér neitt sérstaklega á óvart. Mér finnst haustið góður tími því myrkrið er gott í smá stund:) Þá styttist líka í að betri helmingurinn fari að sjást meira hér á heimilinu og það er kærkomið, að vísu er nú ennþá rúmur mánuður eftir af veiðinni en miðað við hve hratt sumarið leið þá hlýtur þessi mánuður að gera það líka:)
Við skelltum okkur á hestbak með börnin í dag. Marinó var svo góður að bjóða þeim á bak og það var gaman að fylgjast með þeim. Hilmari Þór þótti þetta nú ekki mikið mál, sagðist þaulvanur enda búinn að prófa þetta einu sinni á leikskólanum;) Arndís Inga var líka voða kát. Við Hemmi héldum í hana og hún brosti rúmlega allan hringinn.
Jæja nú er veiðimaðurinn loksins að láta sjá sig....best að hætta þessu bulli, aldrei að vita nema við hendum inn myndum fljótlega, þ.e.a.s. þegar Pési hefur tíma því ekki geri ég það;)
Þar til næst.....
kv. Helga
3 Comments:
Yeeeeeeeeees.. blogg! hahaha hefði verið til í að sjá krakkana á hestbaki .. hmmm.. vantar nú alveg inn mynd af því!! Helga þú verður bara að mastera þetta myndadót... verður allavega að gera það áður en ég fer út !!! Þú hefur 11 daga til þess mín kæra!
ok ég geng í málið:)
Gaman að heyra hvað þið eruð búin að hafa það gott í sumar, verst að við komumst ekkert norður þegar við komum á Klakann. Er alveg búin að komast að því að 6 daga frí á Íslandi er bara of stutt. En við bætum úr því næsta sumar :)
Kv, Lúx-gengið
Post a Comment
<< Home