Smá blogg
Nú verð ég að byrja á því að afsaka enn einu sinni þessa bloggleti! Núna kenni ég einfaldlega reiði minni í garð netsins um því í síðustu viku hvarf færslan sem ég var búin að streða við að setja inn og ég er fyrst núna að ná mér!
Annars er það helst í fréttum að við skelltum okkur í fjörðinn fagra um helgina og vááá hvað það var gaman:) Það var yndislegt veður og ég náði að kíkja á ansi marga. Við gistum í bústaðnum hjá Beggu og Gústa (foreldrum Nonna) því Imba og Nonni eru að taka húsið sitt í gegn og því ekkert pláss fyrir aukagesti þar. Þetta var alveg yndislegt og nú blótum við bara vegalengdinni því við værum sko alveg til í að skjótast þetta oftar. Takk kærlega fyrir okkur!
Nú er vinnan tekin við og Árni Pétur á bara eftir að guida í sex daga...jibbí. Ég held að við verðum öll glöð þegar þessari törn lýkur og við förum að eiga aðeins meiri tíma saman.
Jæja nú ætla ég að fara að sækja börnin í leikskólann.
Hafið það gott.
kv. Helga
Annars er það helst í fréttum að við skelltum okkur í fjörðinn fagra um helgina og vááá hvað það var gaman:) Það var yndislegt veður og ég náði að kíkja á ansi marga. Við gistum í bústaðnum hjá Beggu og Gústa (foreldrum Nonna) því Imba og Nonni eru að taka húsið sitt í gegn og því ekkert pláss fyrir aukagesti þar. Þetta var alveg yndislegt og nú blótum við bara vegalengdinni því við værum sko alveg til í að skjótast þetta oftar. Takk kærlega fyrir okkur!
Nú er vinnan tekin við og Árni Pétur á bara eftir að guida í sex daga...jibbí. Ég held að við verðum öll glöð þegar þessari törn lýkur og við förum að eiga aðeins meiri tíma saman.
Jæja nú ætla ég að fara að sækja börnin í leikskólann.
Hafið það gott.
kv. Helga
9 Comments:
Jeeeeeeessss... sko var þetta nokkuð svo erfitt? setjast niður og pikka inn smá fréttir? Nei hélt ekki! ;) bið að heilsa öllum... kossar og knús heim :)
Takk fyrir síðast kæra fjölskylda
Imba - co
Loksins hef ég tíma til að kommenta en mikið er gaman að sjá blogg frá þér. Og innilegar þakkir fyrir samtalið um daginn. Þú ert alltaf jafn yndisleg og gott að tala við þig þegar manni liggur eitthvað á hjarta .. og líka þegar allt er eins og það á að vera.
Sjáumst sem fyrst, þarf að fara hitta ykkur fjölskylduna.
Kær kveðja, Elsa Lára.
Gaman að rekast aðeins á þig í Hornafirðinum þó stutt hafi verið. Stefnum bara á gott kaffispjall næst þegar þið kíkið við :-). Annars líka löngu kominn tími á að við sjáum sveitina ykkar fyrir norðan!
Hafið það gott,
Árdís
Já mér fannst ég sjá þig í Lóninu þegar ég þeysti á fjórhjólinu!!! Ótrúlega cool... Já það er með fjarlægðina hún er of löng en maður nýtur þess bara betur þegar maður kemur. Kær kveðja Ragga
Ester: Þetta var nú dálítið strembið, aldrei að vita nema ég prófi þetta aftur áður en árið er á enda.
Imba: Takk sömuleiðis, nú tel ég bara niður þar til við komum aftur í október:)
Elsa Lára: já það er alveg nauðsynlegt að ná að tala sig út úr hlutunum og létta á sér. Endilega heyrumst sem fyrst aftur.
Árdís: Já má bjóða ykkur í heimsókn? þið eruð alla vega velkomin:)
Ragga: Þú tókst þig vel út á hjólinu. Kannski að ég skelli mér hring með þér næst;)
Það veit ég að ekki hefur farið illa um ykkur og gott að þið áttuð góða tíma. Haldið því svo bara áfram:)
Takk fyrir síðast, mikið var gaman að hitta ykkur.
kv. Bára
Æ, hafði engan tíma í RVK ferð en verð að koma mér í sveitina til þín sem fyrst. Kær kv. Elsa Lára.
Post a Comment
<< Home