Friday, April 28, 2006

Helgin framundan

Sælt veri fólkið!
Já nú er kominn föstudagur eina ferðina enn og helgin framundan. Pési fór með troðfullan bíl norður í gær þannig að flutningarnir eru formlega hafðir!
Bára systir ætlar að heimsækja okkur og núna liggjum við á bæn um að sama góða veðrið og búið er að vera þessa vikuna haldist fram yfir helgi. Að vísu bendir veðurspáin til þess að það eigi aðeins að bleyta upp í okkur en við hlustum ekkert á hana.
Hilmar Þór er sjálfum sér líkur þessa dagana. Að vísu hefur hann tekið sér svefnvenjur föður síns sér til fyrirmyndar, fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru þær meira á þeim nótum að fara seint að sofa og helst bara fá að sofa í friði fram undir hádegi. Hann hefur því ekki verið á því að sofna á kvöldin og grætur svo þegar við erum að reyna að koma honum á fætur á morgnana:( Hann verður því örugglega ánægður að fá að sofa í fyrramálið (og aldrei að vita nema móðirin verði líka glöð með það).
Forsetinn heimsótti okkur í vikunni, hann kíkti meiri að segja í mína stofu og var vægast sagt orðlaus yfir hversu vel ég stæði mig! Ég beið því alltaf eftir því í ræðunni hans niður í íþróttahúsi um kvöldið og í sjónvarpinu að hann nefndi mig með nafni og hrósaði mér sérstaklega en eitthvað olli því að hann gerði það ekki. Talaði bara um að gaman væri að sjá hve menntamálin væru í góðum farvegi hér í sýslunni. Þið vitið það hér með, lesendur góðir, hvað hann átti við með því;)
Annars verð ég að viðurkenna það að ég var alveg á nálum með þessa krakkaorma. Það er nefnilega þannig að gelgjan er hlaupin í sum þeirra og ég beið alltaf eftir því að þau segðu einhverja bölvaða vitleysu til að vera fyndin! Sem betur fer slapp það fyrir horn, en ég verð að viðurkenna það að ég fölnaði þegar einn strákurinn kom hlaupandi inn í stofu og hrópaði: ,,Ég kyssti Dorrit, ég kyssti forsetafrúna" Ég sá strax fyrir mér að hann hefði stokkið á hana og rekið henni rembingskoss án þess að hún gæti borið fyrir sig hendurnar. Mér létti því þegar ég kom á kennarastofuna og kennararnir sögðu hann einungis hafa rétt henni höndina og heilsað henni og hún þá beygt sig niður til hans og kysst hann á kinnina! Þetta slapp því allt fyrir horn og strákurinn er í skýjunum.
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að fara niður í stofu að sinna nemendunum.
Hafið það gott.
Kv. Helga

Monday, April 24, 2006

Vá þetta páskafrí var náttúrulega bara geðveikt... ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja? Jæja því ekki bara að byrja á byrjuninni við byrjuðum á því að skreppa til r-víkur (bara svona rétt til að komast nú einn hring um landið) og þar eyddum við nokkrum dögum í það að reyna að komast yfir að heimsækja alla ættingja og vini.. en það er algerlega full starf í nokkra daga, að komast yfir það. Þar næst var haldið í sveitina og við komum við á skaganum og tókum Eddu og Andreu með okkur þar sem hemmi var fjarri góðu ganni og staddur á Cubu um páskana.Þegar norður var komið hófst ógurlegur afmælis undirbúningur og stóð hann yfir í nokkra daga. Ég fæ seint fullþakkað Helgu, mömmu og Eddu sem græjuðu allan matinn og tókst að framreiða ótrúlegan mat, skreita og gera frábæra stemmingu. Og svo náttúrulega Hreiðari og Hilmari Finns sem eyddu með okkur páskunum og ég notaði sem persónulega þræla í öllum undirbúningnum. Ester og Garðar voru náttlega ómissandi hjálpar hellur sem með ótrúlegu listrænu innsæji sínu smíðuðu og skreyttu alla þrautarbrautina + að Garðar greyið bakveiki mokaði svona sjö tonnum af snjó þannig að allir gestirnir kæmust nú að húsinu án þess að þurfa að vaða snjó uppí klof auk þess þrifu þau þornaðan fuglakúk og aðstoðuðu á alla lund, án þeirra hjálpar hefði nú verið þrautinni þyngra að láta þetta allt gerast. Það er skemmst frá því að segja að þetta var frábært kvöld og tókst allt mjög vel.. hvað sem aðrir segja þá var ég rosalega sáttur það mætti fullt af fólki, ég fékk fullt af höfðinglegum gjöfum, og það var rosalega gaman alveg fram undir morgun. Þar sem þetta var nú ekkert ofur skipulag og ekki send út nein boðskort þá hefur mér örugglega ljáðst að bjóða fullt af fólki og biðst ég afsökunar á því.Ég var nú nokkuð heilsutæpur næstu tvo daga, og eyddi þeim að mestu í leti(lestri og video) en svo var nú ekki annað hægt en að nýta allt það frábæra veður sem var um páskanna þannig að það vor farnar,, tja allavega þrjár ferðir uppá hólasand að leika sér, að sjálfsögðu voru krílin tekin með ( Hilmar Þór og Andrea Ósk) og það var ólmast á vélsleðum og rennt sér á slöngum, bara gaman og þau kunnu svo sannarlega að meta það( ég held að við séum að rækta einhverja algera adrenalín sjúklinga). Hemmi kom svo sl. miðvikudag frá Cubu og var gaman að ná að sjá aðeins framan í hann. við enduðum svo páskafríið á því að fara í brúðkaup þeirra Höllu og Fredda í mývatnsveit og var það mjög gaman. Allavega það er til fullt af myndum þannig að ég á eftir að tjá mig frekar um þettta alltsaman og senda inn myndir með Þangað til næst Árni Pé og co


Garðar í brekkunum

mamma á gönguskíðum (við erum að tala um logn og steikjandi sól)


Andrea Helga og Hilmar þór

Við hilmar á gamla grána Posted by Picasa

Wednesday, April 05, 2006

Alveg að koma páskafrí....

Nú nálgast Pákafrí!!! jibbí jey þannig að þetta verður sennilega síðasta færslan í bili. Einhvernveginn efast ég um að við nennum að blogga mikið þegar við erum komin í sveitina á lélegustu tenginu í heimi! Allaveg ,, hjólið er búið að vera í smá yfirhalningu og er það meistari Garðar hed sem sparkar með reglubundum hætti í rassin á mér að vera nú með græjurnar í lagi og til taks.. Hilmar greyið er búin að vera veikur, og erum við Helga búin að vera að skiptast á að vera heima hjá honum.. En nú óttumst við það að vera að verða veik sjálf, þar sem það er einhver magapest að hrjá okkur .. Bjakk.. en vonandi verður það ekki það alvarlegt að það seinki suðurferð! Þrátt fyrir það að það velli gröftur og ógeð úr eyrunum á hilmari þá er hann ótrúlega brattur og ber sig vel. heimtar á hvejum degi að fara í " sína vinnu" (leikskólan) og er að verða hundleiður á því að hanga heima strákgreyið. en vonandi fer þetta nú allt að lagast, þrátt fyrir veikindi þá er nú alltaf hægt að gæða sér á kökudegi og æfa með pabba;) Bawhahahha ég var að skoða vélsleða á netinu áðan, hilmar kom og settist hjá mér og sagði: (og þetta er alveg án þess að þetta hafi verið nokkuð rætt) "Ég fæ svona þegar ég er orðin stór" huhf sagði móðir hanns já kanski þegar þú ert orðin mjög stór!!! og þá sagði hilmar að fyllstu einlægni "já ég er að verða mjög stór RÉTT BR'AÐUM mamma mín" heheh face... eins og börnin segja...heheheh
Þangað til næst ArniP

hjólið í bútum

Hilmar veiki sofandi hjá mömmu sinni


Hilmar að hjálpa mömmu sinni að baka


Svo er náttúrulega æfingarnar þannig að maður nái aftur heilsu Posted by Picasa

Monday, April 03, 2006

hósti, hiti og eyrnabólga

Hilmar Þór náði sér í pest um helgina, er með hita, ljótan hósta og eyrnabólgu :( Við mæðginin vorum því heima í dag og hvíldum okkur eftir svefnlitla nótt. Nú er bara að dæla í hann þessu helv... pensillini svo hann nái þessu úr sér.
Annars getum við ekki beðið eftir að komast í páskafrí. Stefnum að því að leggja í hann á föstudaginn eftir vinnu og byrja á að leggja suðurlandið undir okkur. Farið því að skella í hnallþórurnar, rífa upp stórsteikurnar og brugga vínið!!!
Annars er það helst að frétta að Hilmar er farinn að bregða sér í hlutverkaleiki. Hann benti föður sínum á að hann væri Árni Pétur og pabbi væri litla barnið. Pési lék auðvitað með og sagðist vera búinn að kúka. Hilmar gerði sér lítið fyrir og bar nefið að afturenda föður síns og hélt sko ekki, það væri barasta engin kúkalykt! Segja svo að börnin læri ekki það sem fyrir þeim er haft!!
Hilmar er líka orðinn stuðningsmaður Sylvíu Evróvisionfara og syngur Til hamingju Ísland fram og til baka á milli þess sem hann þenur raddböndin og æfir Sindrasönginn, koma svo: ,,Við erum í liði Sindra og enginn skal okkur hindra að koma með sigur úr hverjum leik!!" Já við mæðginin verjum tímanum ekki í vitleysu þegar pabbinn er í vinnunni!
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að græja mig í saumaklúbb í næstu íbúð, heitur kjúklingaréttur, ís og kruðerí, nammi namm!
Kveð ykkur í bili og munið að kvitta (allir nema Ester sem er hefur verið sett í bann)
Kv. Helga

Sunday, April 02, 2006

hjolatur

Gardar Héðins er búin að fá nýja hjólið sitt og við ´fórum smá túr... einnig skruppum við hilmar aðeins en það er búið að lofa því lengi að fara á mótorhjól... en við komust nú ekki nema bara rétt út fyrir skúrdyrnar því ég gleymdi að skrúfa frá benzíninu..
þangað til næst Arni p

Garðar á nýja hjólinu á austurfjörum

Hilmar á hjóli

Garðar og nýja hjólið Posted by Picasa