Wednesday, January 31, 2007

Hann á afmæli á morgun, hann á afmæli á morgun, hann á afmæli hann Hilmar Þór....

Jæja þá er víst komið að því að litla barnið okkar verður fullorðið! Á morgun verður Hilmar Þór þriggja ára, vá og mér sem finnst svo stutt síðan hann fæddist;) Svona er víst lífið, það þýtur hjá á ógnarhraða og maður verður orðinn gráhært gamalmenni áður en maður veit af.
Annars er frekar lítið að frétta af okkur. Okkur tókst loksins að venja Hilmar Þór á rúmið sitt í fyrradag. Hann hefur verið fastagestur í okkar rúmi síðan við fluttum norður og höfum við notað tækifærið og sagt honum að þegar hann flytji í Nes fái hann alveg sérherbergi með sínu eigin rúmi o.s.frv. Hann var orðinn voða spenntur fyrir þessu en sá það alltaf fyrir sér í fjarlægri framtíð. Þegar við snérum heim úr borginni ákvað ég að skipta út litlu vöggunni hennar Arndísar Ingu fyrir rúmið hans Hilmars Þórs, setti óróann hennar fyrir ofan rúmið og bjó um hana en viti menn, haldið þið ekki að þá hafi Hilmar Þór brostið í grát og grátbeðið mig um að fá að sofa í sínu rúmi. Já ef ég hefði haft grun um að það þyrfti ekki meira til til þess að vekja áhuga hans á rúminu hefði ég fyrir löngu verið búin að þessu! Núna sofum við hjónaleysin með alla skanka út í loftið og breiðum úr okkur og finnst queensize rúmið okkar RISASTÓRT!
Ég komst að því í gærkvöldi að Arndís Inga hefur erft keppnisskapið frá föður sínum. Henni leist ekki betur á tap okkar manna gegn Dönunum að hún öskraði og vældi allt kvöldið, okkur til mikillar mæðu því ekki var skapið í okkur heldur mjög gott eftir bölv... leikinn. En í dag er okkur runnin reiðin og full af stolti yfir frábærri frammistöðu okkar manna. Já svona er Ísland í dag.
Læt þetta duga í bili og verið svo endilega dugleg að kommenta svo ég þurfi ekki að setja í gang njósnasveit til að rekja það hverjir koma og kvitta ekki!
Hafið það gott
kv. Helga

Saturday, January 27, 2007

Allt á floti

Það er allt crasy.. brjálað að gera á öllum vígstöðvum, ég skrapp á sleða á Kaldbak um síðustu helgi og snjóflóðin hrundu allt í kringum okkur, mjög gaman;) svo skrapp ég suður og sótti heilan bílfarm að húsgögnum, en þar sem það er nú svo undarlegt með það að það er dýrara að flytja mublur en mannakjöt þá skildi ég fjölskylduna eftir í bænum og fór á Crusernum LESTUÐUM norður með allt fullt af dóti í nýjahúsið okkar. Svo er ég í tómum skömmum í skólanum og er farinn að skulda fullt af verkefnum, það yrði nú ljótt að kikka á þessu svona á endasprettinum. við Hallgrímur reyndum að fara í jeppaferð áðan en patrollan bilaði þannig að við urðum frá að hverfa :( Ég er annars í tómu tjóni í nesi þar sem ég er að reyna að vera pípari þessa daganna og gengur ekki vel. ég skil vel að þessir menn hafi góð laun þar sem þetta er um það bil það leiðinlegasta sem hægt er að gera. svo er þetta alltaf að verða flóknara og flóknara, það eru orðnar svo magar gerðir að röra efni að það er alveg tryggt að það vantar alltaf: samsetningu, nippil eða fittings, af einhverri gerð og svo er engan hægt að spurja úti þetta þar sem efnin eru orðin svo mörg að menn eru engu nær, húsasmiðja og byko þar yppa menn bara öxlum....svo náttúrulega er erfitt að standa í framkvæmdum úti í sveit þar sem maður hleypur nú ekki beint útí búð þegar eitthvað vantar, arggggggg... gerir mann geðveikan.. meðan er nes vatnslaust og ég bíð bara spenntur eftir að það frjósi í öllu draslinu.. eins og unglingarnir segja " þetta er öm maður".

im out! bestu kv pesi og co


sleðaferðin


stóra kerran með öllum sleðunum


Staðan í nesi eldhúsið tínist upp


röra drasl dauðans...... Posted by Picasa

Wednesday, January 24, 2007

Lífið í borginni

Komið þið sæl og blessuð, og afsakið bloggletina í mér!
Við höfum haft það ansi gott í borginni undanfarna daga. Annars hef ég svo sem haft nóg að gera við húsgagnaleit og váááá hvað ég get verið óáveðin týpa, ekki að það sé nú eitthvað nýtt en ég hef alla vega komist að því að ég hef ekkert lagast á þessu sviði. Sem unglingur átti ég alltaf mjög erfitt með að taka ákvarðanir, ég þurfti t.d. að velta því fyrir mér í fjórar klukkustundir hvort ég ætti að skella mér í sveitina með mömmu og pabba yfir helgina eða hvort ég ætti að vera eftir í ,,sukkinu" á Höfn. Ég þurfti að velta möguleikunum fyrir mér á alla kanta, ef ég færi í sveitina myndi ég hitta fullt af góðu fólki og skemmta mér mjög vel en ef ég yrði á Höfn gæti ég hitt vinkonurnar og hugsanlega gert eitthvað voðalega skemmtilegt..... já yfirleitt endaði það með því að einhver annar tók ákvörðunina fyrir mig.
Ég upplifði nákvæmlega þetta sama í húsgagnaleitinni minni. Er þessi sófi flottur eða ljótur??? hvað með þetta borðstofuborð??? Á ég að taka þessa borðstofustóla eða hina???? o.s.frv.
Það endaði því með að Pési kom í bæinn og tók endanlega ákvörðun í þessu máli fyrir mig, guði sé lof! Nú erum við því komin með fullan bíl og kerru af fínustu húsgögnum sem bíða eftir því að eignast heimili (það skemmtilegast við þetta allt saman er sú staðreynd að heimilið þeirra verður MITT HEIMILI, í NESI:) Að vísu þurfa þau greyin að byrja á því að dúsa í kjallaranum í Árnesi hjá öllu hinu gamla draslinu en vááá hvað þau hljóta að verða glöð að komast í ,,Neshöllina" sem verður vonandi bara eftir nokkrar vikur:)
Jæja þá ætli að ég hætti ekki þessu bulli,held svei mér þá að það sé eitthvað vatninu hér í borginni (alla vega finnst mér hausinn mér fullur af rugli):
Hafið það gott. Kv. Helga

Thursday, January 18, 2007

framkvæmdir

Jæja þetta verður ekki langt og engar barna myndir nú eru framkvæmdir í fullum gagni og byrjað að setja saman eldhúsinnréttingu, það er skemmst frá því að segja að ég fór í skólan í dag og Kolli brjálaðist hann er svona nánast bara búin að setja saman eldhúsið! það er sennilega best að ég haldi mig bara fjarri nesi því ég er greinilega svo skemmtilegur að Kolli vinnur bara á hálfum afköstum ef ég er með honum:)

kv
árni grasekkill


haugurinn frá Ikea



Eldhús búið að mála og allt:) allavega svona smá


Eldhús til suðurs


Baðherbergið er nú ekki glæsilegt ennþá! ótrúlegt hvað eru búnir að fara margir dagar í að gera það svona!! Posted by Picasa

Tuesday, January 16, 2007

Fréttir úr kuldanum í sveitinni

Sælt veri fólkið. Nú er fimbulkuldi í sveitinni, einar 20 gráður í mínus og stillt og bjart veður. Ég hugðist skella mér í Nes með Arndísi Ingu í vagninum og mála smá en hætti snögglega við það þegar ég opnaði hurðina:)
Ég og börnin ætlum að skella okkur í borgina á fimmtudaginn og er alaðmarkmið ferðarinnar að kíkja á húsgagnaútsölur, nú fyrir utan það að hitta fjölskylduna og helstu ættingja og vini! Pési er að fara í innilotu í skólanum á fimmtudag og fram yfir helgi þannig að við ætlum bara að stinga af:) Ætli að hann komi svo ekki og sæki okkur undir hina helgina. Ég held að hann óttist helst að Arndís Inga afneiti sér og þekki hann ekki eftir viðskilnaðinn. Hún hefur verið helst til mikil mömmustelpa og finnst okkur það aðeins vera að lagast. Ætli að við lendum því ekki á byrjunarreit aftur í þeim efnum.
Af okkur er annars frekar lítið að frétta. Framkvæmdir ganga frekar hægt í kuldanum og við erum hin rólegustu (þessa stundina en svo fyllist ég óþolinmæði annað slagið:)
Hilmar Þór er ekki alveg til í að sleppa hendinni af jólunum og er á fullu í jólasveinaleikjum alla daga. Skemmtilegast er ef ég er til í að skella mér í hlutverk Grýlu og leika við hann en ég verð nú að viðurkenna það að ég verð hálfleið á þeim leik til lengdar.
Ég er alltaf að skoða bíla en við erum að spá í að kaupa okkur einn lítinn og sparneytinn fyrir sumarið. Pési og Marinó gera mikið grín að mér því ég fer marga hringi í þessu máli, geri tilboð í bíla og hætti við, rekst svo aftur á þá síðar og man ekki alveg hvernig síðasta tilboðið hljóðaði og veit ekkert hvernig ég á að snúa mér í málinu. Mér til varnar útskýri ég fyrir þeim að ég sé einungis að reyna að finna mér eitthvað að gera í fæðingarorlofinu og hananú:) Ég sleppi alveg að segja þeim að ég sé þekkt fyrir að vera óákveðin manneskja sem á erfitt með að taka einföldustu ákvarðanir, þeim kemur það ekkert við. Mér finnst þetta bara svo gaman og vill engan veginn að leitin taki enda:)
Læt þetta duga í bili, ef þið liggið á einum vænum bíl endilega látið mig vita:)
kv. Helga

Saturday, January 13, 2007

janúar í sveitinni

Jæja það er fínnt að frétta úr sveitinni, við reyndar söknum Esterar þegar en hún er farinn suður! við teljum að það sé litla skrímslið okkar hún Arndís Inga sem hrakti hana í burtu með háværum skaðræðis öskrum í hvert skipti sem Ester greyðið þurfti að passa hana!
Helga er að verða löggildur bílasali þar sem hún bíður að meðaltali í tvo bíla á dag en hættir alltaf við þegar hún er búin að fá tilboðið samþykkt, þetta er bara orðið svona einhverskonar hobby.
Hilmar fór í dag í heimsókn til vélsleðakappans Stefáns Óla sem er orðin vélsleðaeigandi og þeysir um allt í grímshúsum, Stefán hafði Hilmar með sér nokkra rúnta og leysti það vel.
mbk pesi og co

hilmar að hjálpa pabba gamla í sokkana


Stefán og hilmar á rúntinum (hilmar nær ekki alveg niður)


vrummm brumm


og snati fylgist með og passar börnin Posted by Picasa

Thursday, January 11, 2007

Staðan í sveitinni

Komið þið sæl og blessuð. Nú er komið að enn einu blogginu um lífið og tilveruna í sveitinni. Dagurinn í dag var einn af þeim bjartsýnu hvað varðar framkvæmdirnar í Nesi þannig að ég get gengið að því vísu að á morgun verð ég í svartsýnisgírnum. Ég skellt mér í vinnugallann og myndaðist við að skafa kítti af gluggunum í húsinu okkar í dag og þá fylltist ég eldmóði og óskaði þess helst að geta sett börnin á ,,hold" í nokkrar klukkustundir svo ég gæti klárað og flutt inn. Það er víst ekki þannig sem það virkar (sem betur fer) og eftir tveggja tíma törn var Arndís Inga alveg búin að fá nóg af Ester Ósk guðmóður sinni (og öfugt:) þannig að ég skellti mér heim í brjóstagjöfina:) Pési og Kolli héldu hins vegar áfram og nú held ég að ég geti sagt að niðurrifi sé lokið (þó ég hafi oft sagt það áður:) og tími uppbyggingarinnar hafinn!
Við fórum með Arndísi Ingu í skoðun inn á Akureyri á mánudaginn, full bjartsýni á að nú myndi hún losna við blessaða spelkuna, en því miður urðum við frekar svekkt. Vinstri mjöðmin er ekki orðin alveg nógu góð þannig að hún fékk annan tíma 12. febrúar og nú leggjumst við bara á bæn um að það verði dagurinn sem hún losni við spelkuna. Annars veit ég að ég á ekki að vera að vorkenna okkur því auðvitað er þetta bara smávægilegt sem er að og gæti sko verið miklu verra!
Úr því að við vorum komin í höfuðstaðinn skelltum við okkur í Byko og eyddum svona rétt u.þ.b. milljón krónum. Það er svona þegar maður er með alla vasa fulla af seðlum og veit barasta ekkert hvað maður á að gera við þá:) Við pöntuðum okkur parket, flísar, vatnslagnir, hurðir, ljós og málningu en vorum samt svekktust með að takast ekki að finna okkur húsgögn á útsölu í leiðinni. Það lítur því allt út fyrir það að ég verði að skella mér í borgina til að finna þau!
Marinó gerir þvílíkt grín að okkur fyrir eyðslusemina, segir að laxakóngurinn eigi svo mikið af peningum og að við förum ekki af bæ nema takast að eyða a.m.k. einni milljón:) Já það er svona, ætli að laxakóngurinn verði ekki að sætta sig við hafragraut og hrökkbrauð það sem eftirlifir árs á meðan við erum að rétta blessaðan fjárhaginn við, þá verður nú gott að vita af Marinó á neðri hæðinni ávallt með eitthvað gott í pottunum handa okkur:)
Jæja ætli að ég hætti ekki þessu blessaða bulli og fari að sofa í hausinn á mér. Hafið það gott og endilega látið mig vita ef þið sjáið flott húsgögn á útsölu sem ég get keypt.
kv. Helga

Sunday, January 07, 2007

Jólin búin og hversdagsleikinn tekur við

Sælt veri fólkið. Jæja þá er jólunum formlega lokið og mál til komið að fara að tína niður jólaskrautið. Ég veit ekki hvað ykkur finnst en mér finnst þetta alltaf frekar leiðinlegt verk. Ég get ekki að því gert en það þyngist alltaf dálítið á manni brúnin þegar jólaljósunum fækkar og ég fæ alltaf hálfgerðan saknaðarhnút í magann þegar jólaskrautið fer ofan í kassana. En það þýðir víst ekkert að vola, svona er víst gangur lífsins og maður verður bara að hugsa það þannig að það verður svo gaman að setja skrautið upp aftur fyrir næstu jól:) Ekki spillir nú fyrir að hugsa það þannig að þá mun ég setja upp nýtt skraut í nýju húsi:)
Annars áttum við frábæra kvöldstund í Grímshúsum í gærkvöldi. Elduðum frábæran mat og spjölluðum fram eftir kvöldi. Við skiptum með okkur verkum, við Pési sáum um forréttinn og buðum við að sjálfsögðu upp á hornfirskan humar. Ingibjörg og Grímur elduðu aðallréttinn; gómsætan hamborgarahrygg með öllu tilheyrandi og Marinó og Svana (að vísu átti Marinó engan heiður af því:) sáu um eftirréttinn sem líktist meira hlaðborði því þau létu sér ekki nægja einn rétt heldur buðu bæði upp á mjög girnilegt tiramisú og ís, ávexti og heita sósu. Það var því nokkuð ljóst að enginn fór svangur að sofa (enda ekki ástæða til:)
Karlmennirnir brugðu sér svo á barkvöld í Ýdölum en konurnar og börnin fóru að sofa um miðnætti. Hilmar Þór vaknaði þó galvaskur um 9:30 og borðaði graut fyrir alla ættingja sína. Núna bíðum við svo bara eftir því að hinir fjölskyldumeðlimirnir opni augun og hjálpi okkur í að taka niður jólaskrautið. Svo er stefnan tekin á blak á Húsavík um fjögur leytið ef færð og veður leyfir.
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í dag. Hafið það gott og gangi ykkur vel í jólafráganginum. Kv. Helga

Thursday, January 04, 2007

fallegt í sveitinni

jæja núna loksins er veðurfar þannig að maður fer að komast í síðbúið jólaskap:)
það er ákaflega fallegt í sveitinni en aftur á móti allt fullt af skít, ryki og viðbjóði í Nesi, en nú stendur yfir það sem hlýtur að vera leiðinlegasti partur framkvæmdanna. Það er sem sagt verið að brjóta múr fyrir raflögnum, vatnslögnum og frárennsli. en allt er þetta nú á leiðinni í rétta átt.
kv árni P og co

Ester afmælisbarn með Arndísi


Morgunsólin í morgun


Pesi að brjóta!


svo er alveg svona tuglskynsbjart og fallegt í sveitinni og stafalogn! Posted by Picasa

Monday, January 01, 2007

Nokkrar myndir af fallegu börnunum:)




 Posted by Picasa

Nú árið er li-iðið í a-aldanna skaut og aldrei það kemur til baka....

Gleðilegt ár kæru bloggvinir og takk kærlega fyrir öll skemmtilegu kommentin á árinu sem var að kveðja, svo vonum við bara að árið 2007 verði jafn bloggvænt ár:) Ég mæli eindregið með því að hóta því að hætta annað slagið því þá fær maður svo mörg skemmtileg komment sem fylla mann gleði og sýna manni hve maður á marga GÓÐA VINI!
Annars erum við búin að hafa það gott í sveitinni yfir hátíðirnar. Mamma, pabbi og Ingi Björn komu á milli jóla og nýárs og hafa verið þvílíkt dugleg í Nesi. Það liggur bara við að maður sé með samviskubit yfir þessu öllu saman. Alla vega ÞÚSUND ÞAKKIR:) Svo er stefnan tekin á að nýta Ester Ósk í barnapössun þar til hún fer suður í skólann því ég hef hugsað mér að grípa aðeins í pensilinn næstu daga. Það er því aldrei að vita nema við getum flutt inn einhvern tímann í náinni framtíð:)
Áramótunum eyddum við í faðmi stórfjölskyldunnar; Ása og Bensi komu og við elduðum hamborgarahrygg og rjúpur. Síðan var skellt sér á brennu en mamma og pabbi pössuðu Arndísi Ingu á meðan. Þegar nýja árið var gengið í garð skruppum við svo í Grímshús og sátum þar í góðu spjalli fram til fjögur. Það má því segja að við göngum full bjartsýni til móts við nýja árið. Hafið það gott og njótið síðusta hátíðardagsins:)
kv. Helga