Thursday, August 14, 2008

Helga myndaóða mætt á svæðið

Jæja mér tókst að henda inn einni mynd af prinsessunni á heimilinu. Myndin er tekin í útilegu í Fnjóskadal fyrr í sumar. Við höfum ekki verið dugleg með myndavélina í sumar en það stendur til bóta um helgina en þá skellum við okkur í útilegu....það er bara aldrei að vita nema ég hendi inn nokkrum myndum eftir helgi (nú ef ekki þessa helgi þá alla vega einhverja helgi:)
Í öðrum fréttum er það helst að ég fór á frábært námskeið í dag og nú er ég sko full af fögrum fyrirheitum og hugmyndum fyrir kennsluna í vetur.....svo er bara að bíða og sjá hvort ég komi þeim í framkvæmd:)
Já og eitt í lokin. Til hamingju borgarbúar sem lesa þetta blogg með nýja borgarstjórann ykkar:) hahahahhaha ætlar þessi vitleysa engan enda að taka? Ja maður spyr sig. Ef ég væri þið þá myndi ég pakka niður öllu mínu hafurtaski og gefa skít í þessa vitleysu og flytja norður í land þar sem uppgangurinn er rétt handan við hornið;)
Og annað alveg í lokin: Sökum mikils dugnaðar af minni hálfu á þessari síðu undanfarið geri ég þá kröfu að allir sleppi sér og kvitti alveg út í hið óendanlega.
kv. Helga

Mynd

Posted by Picasa

Wednesday, August 13, 2008

Sumarfríið búið.....

og alvaran tekur við. Já góðir hálsar. Þetta sumar er víst að klárast. Fer á námskeið á morgun (átti að vísu að fara í morgun en misskildi þetta eitthvað) og svo hefjast starfsdagarnir á föstudaginn.
Einhvern veginn finnst mér þetta sumar hafa flogið en þannig er það nú yfirleitt og ætti því ekki að koma mér neitt sérstaklega á óvart. Mér finnst haustið góður tími því myrkrið er gott í smá stund:) Þá styttist líka í að betri helmingurinn fari að sjást meira hér á heimilinu og það er kærkomið, að vísu er nú ennþá rúmur mánuður eftir af veiðinni en miðað við hve hratt sumarið leið þá hlýtur þessi mánuður að gera það líka:)
Við skelltum okkur á hestbak með börnin í dag. Marinó var svo góður að bjóða þeim á bak og það var gaman að fylgjast með þeim. Hilmari Þór þótti þetta nú ekki mikið mál, sagðist þaulvanur enda búinn að prófa þetta einu sinni á leikskólanum;) Arndís Inga var líka voða kát. Við Hemmi héldum í hana og hún brosti rúmlega allan hringinn.
Jæja nú er veiðimaðurinn loksins að láta sjá sig....best að hætta þessu bulli, aldrei að vita nema við hendum inn myndum fljótlega, þ.e.a.s. þegar Pési hefur tíma því ekki geri ég það;)
Þar til næst.....
kv. Helga