Thursday, April 26, 2007

sleðaferðir...














uppá lambafjöllum












hemmi og grímur













uppá kistufelli (Í lambafjöllum)













Grímur í skrensi..

Það skal tekið fram að í gærkvöldi kom frúin með í svona túr og skemmti sér dável. það er búið að fara allmarga svona túra síðustu vikur, þ.e. svona kvöldrenninga í lambfjöllin, t.d. er völli, Gísli ásgers, hemmi og Helga og fl. búinir að fá að fara með þó að myndavélin hafi alltaf gleymst þar til nú. Bara snilld í góðu veðri .. Af gefnu tilefni þá skal tekið fram að þar sem nú hafa komið svo margar færslur frá okkur (þrjár í einu þá ætlast ég til þess að fá þrefaldan skammt af comments.....

im out .. k earny peet.. og co
Posted by Picasa

Wednesday, April 25, 2007

jæja loksins myndir af framkv.

nú er kominn smiður og allt að gerast parketið orðið klárt á efrihæðinni og hurðarnar að týnast í.
Ég og Gunnar tengdapabbi flísalögðum eldhúsið, forstofuna og stigan niður. og svo er núna verið að sérsmíða skáp í forstofuna og stendur til að klæða utan á innréttinguna.























séð úr stofu í eldhús
































eldhúsið! tækin bíða eftir að komast á sinn stað



















séð níður ný flísalagðan stigan

séð inná efrihæð sem er orðin parketlögð og er að fá hurðir..;)
i´m out k. pesi og co

Myndir af börnunum















Börnin aðeins að takast á, rosa gaman:)














Það má varla á milli sjá hvor hefur yfirhöndina hér!























Svo fer maður nú barasta alveg að fara að ganga:)














Litlu bókaormarnir og lestrarhestarnir okkar.

Jæja nú fannst mér kominn tími á nokkrar myndir f börnunum. Af okkur er annars allt gott að frétta. Við skruppum inn á Akureyri í gær og sóttum nokkrar hurðir og eldhústækin. Við vorum svo heppin að fá smið til okkar í nokkra daga og látum hann gera allt sem Pési treystir sér ekki í að gera;) Annars tókum við þá ákvörðun í gær að panta flísar á stofuna í stað parketsins því fróðir menn segja okkur að það þýði ekki að setja flotparket á gólfhita, við viljum því ekki taka neina sénsa með það. Eini gallinn er sá að pabbi er nýbúinn að leggja flísarnar á eldhúsið þannig að nú verðum við að rífa hluta þeirra upp aftur og leggja svo á allt rýmið! Svona er lífið stundum snúið.
Annars áttum við frábæra kvöldstund í gær, skruppum á sleða upp á Lambafjöll og það var bara GAMAN! Veðrið var frábært og útsýnið eftir því:)
Arndís Inga er óðum að ná sér eftir veikindin en mikið rosalega finnst mér leiðinlegt að dæla pensillini í lítil börn, nú krossum við bara fingur og vonumst til að eyrnabólgan skjóti sér ekki upp aftur. Að vísu er hún frekar slæm í astmanum þannig að við pústum hana oft á dag. Þetta hlýtur að fara að lagast:)
Læt þetta duga í bili, ég sendi Pésa með myndavélina yfir í Nes þannig að það er aldrei að vita nema ég skelli inn nokkrum framkvæmdamyndum í kvöld eða á morgun.
kv. Helga

Sunday, April 22, 2007

Megahelgi að enda

Sælt veri fólkið. Já hann karl faðir minn er heljarmenni mikið og dugnaðarforkur! Honum (ásamt örlítilli hjálp frá Árna Pétri) tókst að flísaleggja eldhúsið, forstofuna og stigann niður í þvottahús um helgina. Ég hafði nú orð á því við hann að hann ætti svo að slaka á í dag því framundan er heil vinnuvika hjá honum í múrverkinu fyrir sunnan, en þegar við vöknuðum var hann að sjálfsögðu stunginn af út í Nes! Hann kom ekki heim fyrr en hann hafði lokið við að fúga og þrífa eftir sig... og núna stendur hann á bökkum Laxár að veiða silung og æfa sig í að kasta flugustöng svo hann geti komið í sumar og veitt lax. Ég skutla honum svo inn á Akureyri eftir kvöldmat í flug.
Svo eigum við von á smið í vinnu til okkar á morgun, jibbíjei:) þannig að það er allt að gerast í sveitinni:)
Arndí Inga náði sér í berkju-og eyrnabólgu. Hún hefur því verið á pensillini undanfarna daga og svo pústum við hana. Hún er öll að koma til og vonandi nær hún sér alveg upp úr þessu.
Hilmar Þór er alltaf jafn góður og yndislegur. Hann hefur staðið sig vel í hlutverki ,,nestissendilsins" sem felst í því að fara með nesti yfir í Nes til afa síns. Þar sitja þeir svo saman, borða og ræða um allt milli himins og jarðar. Hilmar er staðráðinn í því að verða múrari þegar hann verður stór og er fullviss um að það sé mjög gott fyrir afa hans að hafa hann til að hjálpa sér í flísalögnunum.
Jæja nú verð ég að fara að taka til mat áður en veiðimennirnir koma heim. Svo er ég alltaf á leiðinni að setja inn myndir... þær koma bráðum.
kv. Helga

Wednesday, April 18, 2007

afmæli, saumó, gítarnám og sólóplata::)

Komið þið sæl og blessuð og takk fyrir öll kommentin. Ætli að það sé ekki best að skella inn nokkrum orðum fyrir svefninn.
Af okkur er það helst að frétta að Pési er orðinn þrjátíu og.... og er auðvitað orðinn allt annar maður, mun þroskaðri en í fyrradag:) Ég hafði reyndar boðið í saumaklúbb á mánudaginn en mundi svo að hann átti afmæli (uss ég hefði nú látið heyra í mér ef hann hefði skipulagt eitthvert strákageim á afmælinu mínu) þannig að ég breytti plönunum og hélt hann í kvöld í staðinn. Núna er ég því alltof södd og að því komin að æla (eins gott að það er heill mánuður í næsta klúbb:)
Pabbi kemur á morgun í þrælabúðir til okkar og Magga hringdi í mig áðan og sagðist hafa verið að bóka flug fyrir Stefán fyrstu helgina í maí. Það er því útlit fyrir það að framkvæmdirnar fari að ganga... hörkutól þar á ferð! Við flytjum því vonandi inn fyrir sumarið;)
Þessa dagana er ég mjög áhugasamur kennari (enda ekki starfandi sem slíkur þessa dagana:) og þykist ætla að fara að læra á gítar. Ég held að það sé mjög gott (sérstaklega fyrir mig sem held varla lagi) að kunna að spila á gítar þegar ég fer að kenna 7 ára börnum, hann getur þá yfirgnæft mína fögru tóna. Svo er bara að bíða og sjá hvort ég komi því í verk..... skilst nefnilega að það geti reynt dálítið á þolinmæðina og því er best að segja sem minnst og gera sér ,,hæfilegar" væntingar í þeim efnum. En annars stefni ég svo á útgáfu minnar fyrstu sólóplötu innan árs.......
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að halla mér, er með hálfgerðan hausverk og því best að láta staðar numið hér!
Góða nótt.
Kv. Helga

Sunday, April 15, 2007

Sleðaferð, fjör og pottferð:)

Já góðir hálsar mín skrapp á vélsleða í gær og váááááá hvað það var GAMAN:) Við fórum upp í Kröflu og lékum okkur í rúma tvo tíma og Ása amma passaði börnin á meðan (takk kærlega fyrir það:). Ég prófaði nýja sleðaoutfittið og var meiri að segja svo djörf að keyra sjálf (sko mína:) Þegar við komum heim skelltum við okkur svo í Álftanes að borða og karlpeningurinn (og Ásta Margrét ofur sleðagella) skelltu sér svo í heita pottinn. Sem betur fer lagði Hilmar Þór sig í gærdag þannig að hann entist alveg í fullu fjöri og við fórum ekki heim fyrr en rétt fyrir miðnættið;)
Í dag er stefnan svo tekin á slökun og svo kvöldamat í Grímshúsum, þarf einmitt að fara að heyra í Ingibjörginni og ákveða hvað skuli elda.
Annars er það helst að frétta að ég er búin að ráða mig í kennslu 2. bekkjar á Húsavík næsta vetur. Ég sótti um 80-85% stöðu og frí einn dag í viku og heyrðist mér á skólastjóranum að það myndi mjög líklega takast að raða því þannig niður fyrir mig. Mér líst því bara nokkuð vel á þetta, er að vísu að renna dálítið blint í sjóinn með þetta því ég hef aldrei kennt á yngsta stiginu áður en þetta verður bara gaman.
Af framkvæmdamálum er það helst að frétta að pabbi ætlar að koma á miðvikudagskvöldið og vera fram á sunnudag og er stefnan tekin á flísalagnir. Vonandi tekst þeim að fara langt með þá vinnu. Þetta mjakast því áfram og vonandi tekst okkur að flytja inn fyrir veiðóvertíðina.
Jæja læt þetta duga í bili, endilega verið ófeimin við að kommenta.
kv. Helga

Wednesday, April 11, 2007

Smá blogg

Komið þið sæl. Ætli að það sé ekki kominn tími á annað blogg frá mér. Hmmm hvað á ég eiginlega að skrifa??? Einhvern veginn finnst mér ekkert vera að frétta héðan, jú annars frá einu get ég sagt! Við fórum inn á Akureyri í gær og versluðum okkur eldhústæki, enduðum á að kaupa Gorenje eftir miklar vangaveltur. Æi ég var orðin svo leið á að velta þessu endalaust fyrir mér, búin að sjálfsögðu að fara í marga hringi í málinu og niðurstaðan var sú að kaupa það sem við sáum fyrst (er það ekki oftast þannig?)
Að öðru leyti er lítið að frétta. Við erum óskaplega löt þessa dagana, alveg með ólíkindum hvað það er erfitt að byrja aftur að vinna eftir frí! Dagurinn í dag hefur því farið í að gera ekki neitt. Ég heyrði að vísu bæði í Signýju og Erlu og það var voða gaman. Svo eru Völli og Þóra að koma í ,,góða fimm daga" hingað í sveitina og bóndinn er á fullu að reyna að skipuleggja eitthvað húllumhæ í kringum það. Aldrei að vita nema maður fái tækifæri til að skella sér á sleða og gera eitthvað skemmtilegt:)
Jæja nú er ég brunnin inni á tíma og verð að sækja Hilmar Þór á leikskólann.
Þangað til næst, hafið það gott og párið endilega eitthvað smá í gestabókina því þegar maður er í fæðingarorlofi snýst lífið og tilveran um það að skoða kommentin (nú auðvitað fyrir utan það að sinna gimsteininum:)
kv. Helga

Tuesday, April 10, 2007

bræður í Ameríku

Hemmi bauð mér með til Ameríku og komum við félagarnir góðri hreyfingu á hagkerfi heimamanna og kemur sennilega til með að gæta þensluáhrifa þar í landi lengi ég náði að sjoppa duglega og kanski ekki alveg eftir efnahag, en þið vitið hvenig þetta er "þetta er bara allt á svo góðu verði að maður er bara hreinlega að tapa ef maður kaupir það ekki" heh heh. Eg keypti m.a. hjálm og brynju á Hilmar þór verkfæri og eitt og annað smálegt.
















Bob´s cykle















Mall of Amerika















sjopp dauðans



















uppáhalds bíllinn hans hemma ;)

k pesi og co










Sunday, April 08, 2007

Myndir úr Reykjavíkurheimsókn













Arndís Inga á spjalli við ömmu Ingu












Svo voru Hilmar Þór og Gunnar afi voða góðir vinir












Góðu systkinin á góðri stundu á Hlíðarveginum:)












Börnin góðu í ömmufangi (Arndís Inga er að máta einn af kjólunum sem pabbinn keypti í Ammeríkunni:)
Posted by Picasa