Tuesday, February 26, 2008

Kominn tími á blogg?

Sælt veri fólkið. Ætli að það sé ekki orðið tímabært að henda hér inn nokkrum línum. Í fréttum er þetta helst að Hemmi og Edda voru að eignast dóttur fyrir nokkrum mínútum síðan, INNILEGA TIL HAMINGJU! Vonandi er þeim sama þó ég upplýsi þetta hér. Ég veit ekki hvort ég sé skrýtin en þegar ég heyri um fæðingar í fjölskyldunni missi ég mig bara alveg, tárast og fæ gæsahúð. Ekki batnar það svo þegar ég sé myndir af börnunum! Ég var ekki svona áður en ég átti mín börn en ætli að maður breytist ekki bara við það að eignast börn sjálfur því þá sér maður hve mikið kraftaverk þetta er! Hvað segið þið um þetta mál?

Annars eru Bára, Sammi og Sandra Sif úti á Tenerife núna, væri sko alveg til í að vera þar með þeim. Mér skilst á Báru að Sandra Sif fíli sig alveg í botn í kerrunni sinni og harðneiti að sofa á daginn svo hún missi nú ekki af neinu. Ég held að ég ákveði það hér með að skella mér í sólina að ári! Það er alveg hreint með ólíkindum hvað sólin getur lappað upp á sálartetrið á manni og ég viðurkenni það að mig er aðeins farið að lengja eftir henni.....en nú fer vorið að koma þannig að það fer að lagast:)

Annars hefur verið nóg að gera í vinnunni. Erum á fullu í hópastarfi þessa dagana þar sem nemendum er skipt í 9 hópa og allir að gera allskyns skemmtileg verkefni. Ég var nú að vísu hálfþreytt eftir daginn í dag því svona vinna tekur á en er um leið mjög skemmtileg. Við vonumst til að klára verkefnin á morgun þannig að þá róast hjá okkur.

Ég og Hilmar Þór skelltum okkur í messu á sunnudaginn. Hilmar Þór var voða prúður og stilltur, tók virkan þátt í messunni með því að herma eftir hreyfingum prestsins og þegar messunni lauk kom presturinn og tók í höndina á honum og sagði að hann væri voðalega góður strákur og það væri gaman að hann skyldi koma í kirkjuna. Hilmar Þór var voðalega ánægður og þegar hann kom heim fór hann rakleitt til pabba síns og sagði: ,, Guð sagði að ég væri góður strákur og sagði að það væri gaman að ég skyldi koma í kirkjuna" . Við urðum því að fara í gegnum smá útskýringar á þessu öllu saman:)

Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili.

Þar til næst (hvenær sem það verður) hafið það gott.

kv. Helga

Friday, February 08, 2008

afmælis, búninga og þorrabl. myndir

Síðasta helgi var náttúrulega bara snilld! Fengum fullt af góðum gestum, það var afmæli hilmars og svo náttlega þorrablót. Þetta var bara gaman og þökkum við kærlega öllum gestum bæði afmælis og þorrablóts.








börnin smá og sæt..











litlu ungarnir okkar.








barnaafmæli




















Ari sem ekki ræður við baranasleða












á ísnum










Norðurljós niður við á í dalnum fagra..

Thursday, February 07, 2008

jan-feb myndir

Jæja nokkar myndir sem mig langar til að deila með ykkur!
Internettenginin heima í Nesi er að fara með geðheilsuna hjá mér og því ekki um það að ræða að setja inn myndir heima!  Hraðin á þessari rándýru internettengingu er kominn niður fyrir það sem við fengum í gegnum símalínuna, þegar við vorum á henni, svo er maður hringir í Hive þá ertu númer 5000 í röðinni og færð að lokum að tala við einhvern "vindkoll" sem ekkert veit, skilur eða getur ... arg...  gerir mann geðveikan.
Aní veij,,, ég lofa að reyna að muna að taka með með myndir í vinnuna af afmæli, grímubúningum og þorrablótsgestum á næstu dögum 

góðar stundir pesi og co