Saturday, July 11, 2009

Borgarferð

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að henda inn nokkrum línum á þessa blessaða síðu;)
Nú er ég stödd í borginni, nánar tiltekið í Sveighúsum hjá Báru systur og familíu. Yfirlýst markmið ferðarinnar var að endurheimta Hilmar Þór sem var búinn að eyða viku í faðmi ömmu og afa sem voru svo góð að bjóða honum á fótboltanámskeið í borginni. Hann stóð sig þvílíkt vel þessi elska og svei mér þá ef hann hefur ekki elst um nokkur ár við þetta!
Við Arndís Inga komum sem sagt í borgina á mánudaginn eftir stutt stopp á Skaganum. Ferðalagið gekk mjög vel, Arndís Inga horfði á DVD- spilarann alveg þar til eitthvað ,,ljótt" gerðist og hún vildi ekki horfa meir, þá tók við endurtekin hlustun á Mamma Mia þar til daman gafst upp og sofnaði;) Ég verð nú að segja að ég var alveg að verða búin að fá nóg af þessu lagi og vona að hún taki ástfóstri við einhverju öðru lagi á leiðinni heim:)
Á þriðjudaginn kíkti Elsa Lára í heimsókn til okkar systra og við skelltum okkur á Ítalíu að borða. Þar áttum við ósköp notalega stund saman, spjölluðum og borðuðum góðan mat. Að matnum loknum skelltum við okkur aðeins í Hagkaup og ég náði að versla smá sængjur- og afmælisgjafir á útsölunni þar;)
Á miðvikudaginn skelltum við systurnar okkur með börnin í sumarbústað rétt við Hellu. Það var mjög fínt og að mestu leyti afslappandi (svona eins og það getur verið með þrjá skæruliða:)...þar tókst litlu frænku minni að fá okkur til að hlæja svolítið þar sem henni tókst að verða sér út um varasalvadós og klína gjörsamlega í allt andlitið og hárið á sér. Móðirin lá að vísu við hliðina á henni og las og datt ekkert annað í hug en að litla prinsessan hennar væri steinsofnuð þar sem það heyrðist ekki múkk í henni....þetta var bara snilld og grenjuðum við úr hlátri þegar við sáum hvað hún hafði gert;)
Á fimmtudeginum kíktu Ingunn og Rannveig Harpa til okkar. Það var voða gaman að fá þær og var Rannveig Harpa dugleg að leika við börnin:)
Amman og afinn buðu svo Hilmari Þór og Arndísi Ingu með sér í útilegu í dag (laugardag) og ég hef því bara legið með tærnar upp í loft að mestu, byrjaði á því að sofa í rúma klukkustund eftir að þau fóru en skellti mér svo á Krepputorg að versla gjafir, já nú skal sko sparað í kreppunni og verslað á útsölum! Í kvöld skellti ég mér svo með Björk vinkonu á Ask að borða og er ég nú nýkomin aftur heim í Sveighús og er að hugsa um að fara að halla mér....
Ég stefni svo á Norðurlandið á mánudag eða þriðjudag!
Já þar hafið þið það, þvílíkur og annar eins dugnaður! Nú verður örugglega MJÖG langt í að ég nenni að blogga aftur, þannig að bara NJÓTIÐ VEL:)
Eigið gott sumarfrí elskurnar;)
kv. Helga ofurbloggari