Monday, March 31, 2008

Systrahelgin búin

Jæja komið þið sæl. Nú eru Bára og Sandra Sif farnar og við erum strax farin að sakna þeirra. Við vorum nú frekar óheppin með veðrið þessa helgi og héldum okkur aðallega innan dyra. En við náðum að slaka vel á og spjalla um ýmislegt. Svo var nú bara GAMAN að fylgjast með blessuðum börnunum. Hilmar Þór og Arndís Inga voru afskaplega góð við litlu frænku, knúsuðu hana og kysstu. Við þurftum nú svolítið að vakta þau, sérstaklega Arndísi Ingu því henni fannst ekkert sjálfsagðara en Sandra Sif fengi Cheerios með sér og fleira og skyldi engan veginn í því að hún mætti ekki gefa henni:) Hilmar Þór missti sig alveg í sýndarmennsku, gretti sig og lék ýmsar kúnstir til að fá Söndru Sif til að hlæja og tókst það afbragðs vel:) Við Bára afrekuðum það loksins í gærkvöldi að fara í pottinn, ætluðum öll kvöld en fannst svo alltaf eitthvað svo kalt og vont veður að við komum okkur ekki í það. Það var hins vegar voðalega ljúft og það eina sem vantaði var bjórinn...nú eða Mohitoið:)
Ég tók Arndísi Ingu með mér í skólann í dag því ég átti tíma í 18 mán. skoðun fyrir hana í morgun. Hún fékk því að hitta nemendurna mína í eina klukkustund fyrir skoðunina og þeim leist voðalega vel á hana. Annars var ég að fá þriðja nýja nemandann minn í dag...segja svo að maður sé ekki vinsæll:) Hún var mætt þegar ég kom í morgun og því óhætt að segja að dagurinn hafi verið dálítið öðruvísi og kannski aðeins annasamari en venjulega.
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili.
Þar til næst....tjá
Helga og Nesgengið

Friday, March 21, 2008

páskafrí í sveitinni

Komið þið sæl. Héðan úr Nesi er allt gott að frétta. Arndís Inga náði sér í v ægu útgáfuna af hlaupabólu og er hin hressasta.....þannig að við hin erum að sjálfsögðu líka voða hress:)
Ég var með matarklúbbinn í kvölmat í gærkvöldi og það var voðalega gaman. Við elduðum humar frá Nonna forrétt sem vakti mikla lukku (takk kærlega fyrir hann:), hreindýr í aðalrétt og Baileys kaka og Tiramisu í desert....þannig að við fórum södd að sofa það kvöldið:)
Í dag er svo mjög gott veður og ég er að bíða eftir að Arndís Inga vakni af lúrnum sínum svo ég geti skellt henni í göngubakpokann og kíkt út. Hilmar Þór og Árni Pétur skelltu sér á snjósleða, þannig að það er líf og fjör í sveitinni.
Svo styttist í að Bára og Sandra Sif kíki á okkur en þær koma á miðvikudaginn og ætla að stoppa fram yfir næstu helgi.....bara fjör:)
Ég myndaðist við að þrífa eldhúsinnréttinguna áðan, komst að því að skáparnir voru orðnir ansi ,,sjabbí" þegar ég var að ganga frá eftir matarboðið þannig að mín skellti sér í Mr. Proppergírinn og skveraði þá:)
Núna er ég því heldur betur ánægð með mig og langar helst að klára að setja upp ljósin, hillurnar sem bíða eftir því að komast upp og skjólvegginn á pallinn....en ætli að það sé nú ekki skynsamlegt að láta húsbóndann á heimilinu sjá um það?
Svo er eitt alveg yndislegt...það er farið að styttast í vorið og þegar það er búið þá kemur sumarið og þá verður sko gaman:)
Njótið nú páskanna, borðið mikið af góðum mat og ekki klikka á páskaeggjunum....og eitt Ester Ósk það er eins gott að þú geymir stóran bita af Sans Rival tertunni handa mér!

kv. Helga

Tuesday, March 11, 2008

Fréttir úr sveitinni

jæja góðir hálsar. Héðan er bara allt ágætt að frétta. Flensan tekin við af bólunni og bara stuð:) Nóg um það. Í öðrum fréttum er það helst að ég er að fara í páskafrí og vonast til að geta skotist suður á bóginn. Að vísu ætti bólan hugsanlega að vera komin aftur í hús....þannig að nú bíðum við bara og vonum að sú stutta hafi sloppið í þetta skipti. Ekki það að það er nú ágætt að drífa í þessu en æi okkur finnst eiginlega nóg komið af inniveru í bili:)
Við Ingibjörg og Tora skelltum okkur á Akureyri á sunnudagskvöldið. Fengum okkur gott að borða og drifum okkur svo í bíó. Mig minnir að myndin hafi heitið Bucket list- alveg hreint fínasta ræma sem ég get alveg mælt með að sjá.
Nú styttist heldur betur orðið í vorið og sumarið og VÁ hvað ég hlakka til! Það er svo margt skemmtilegt sem ég ætla að gera, t.d. ferðast með fellihýsið mitt, fara á ættarmót í Öræfunum, helst að kíkja á Hátíð á Höfn o.fl. ohhh ég get varla beðið. Svo er ég nú búin að panta Báru, Söndru Sif, Ingunni og Rannveigu Hörpu í heimsókn á pallinn minn, sem verður með góðum skjólvegg fyrir norðanáttinni og heiti potturinn á fullum svingi:) Að sjálfsögðu eru fleiri velkomnir í heimsókn því það er alltaf gaman að fá góða gesti:)
Jæja ætli að ég setji ekki bara punkt hér á eftir og læt þetta duga í dag.
Kv. Helga sumardís

Wednesday, March 05, 2008

Hlaupabóla, hiti og hor

Ekki skemmtileg fyrirsögn hér á ferð, en sönn engu að síður! Hilmar Þór náði sér sem sagt í hlaupabólu og hefur verið ansi slakur síðan á laugardag. Ég held þó í þá von að henni fari að ljúka. En greyið litla fékk bólur á mjög óskemmtilega staði, t.d. í munninn, augun og rassinn og hefur ekki verið sá glaðasti! Við höldum áfram að peppa hann upp með því að segja honum að þetta sé alveg að verða búið og þá fái hann hana ALDREI aftur!
Við vonuðumst að sjálfsögðu til að Arndís Inga fengi hana um leið en hún virðist ekki vera alveg sammála okkur þar og ákvað í staðinn að fá bara hita og hor. Þannig að hér á bæ er mikið stuð:)

Annað er nú ekki að frétta héðan.....ekki kannski skemmtilegasta bloggfærsla sem skrifuð hefur verið, en færsla engu að síður.

Endilega kíkið í kaffi.....
kv. Helga