Sunday, January 27, 2008

Engar myndir!?!

Bara til þess að vera duglegur eins og helga þá ætlaði ég að henda inn nokkrum myndum, en uppgötvaði að ég hef nánast engar myndir tekið í janúar, nema þegar það var íscross mót í mývatnsveit um daginn. Annars eru strákarnir í dalnum á fullu í mótor-mennsku, við ætluðum að fara á sleðum uppí Laugarfell sl. laugardag drösluðum 5 sleðum uppá kerru og ókum allaleið inní Mýri í bárðardal, aðeins til þess að uppgötva að það var ekki fært fyrir snjóleysi!!! ARG... en svona er þetta stundum, þá var bara farið heim fjárfest í LÖDU SPORT allir strákarnir mættu í skúrinn hans Garðars ( verkstæðið við laxárvirkjun) gerðum LÖNDUNA akfæra, heilsprautuðum(felgurnar líka) hana og smíðuðum á hana tönn og svo var farið í dag uppá Vestmannsvatn og rudd braut fyrir mótorhjólin. Nú bíðum við bara spenntir eftir veðri til að keyra. því miður á ég ekki mynd af lödunni fallegu, ég geri mér grein fyrir því að það eru allir á sætisbrúnninni, en ekki örvænta myndir koma fljótlega .
kveðjur úr dalnum pesi og co







































jói, á ráslínu (ég bakvið hann)



























p.s. þetta var rosa gaman, en ég endaði svo roaly á hausnum að ég hætti keppni í 3. híti..:)

sunnudagur í sveitinni

Sælt veri fólkið. Ætli að ég verði ekki að henda inn nokkrum línum svona úr því að þið eruð svona dugleg að lesa:)
Það er allt ágætt að frétta af okkur. Nóg að gera framundan, afmælið hans Hilmars Þórs á föstudaginn og þorrablótið á laugardag. Við fáum fullt af gestum og það verður líklega mikið fjör:)
Annars hefur helgin verið notuð í algjöra leti, líkt og síðasta helgi. Skil ekki alveg þetta orkuleysi! Svei mér þá ef ég er ekki bara farin að telja niður dagana þar til vorið kemur því þá fyllist ég alltaf af orku:)
Haldið þið ekki annars að mín sé bara að verða gítarsnillingur. Já mín er sko búin að skrá sig á gítarnámskeið sem hefst á morgun. Verst að úrtökum fyrir Bandið hans Bubba sé lokið! Mamma er búin að festa kaup á gítar fyrir mig og ætlar að færa mér hann um næstu helgi þegar þau koma í heimsókn;) Þetta leggst voða vel í mig og hlakka ég til þegar ég verð búin að ná tökum á þessu (að vísu munu æfingarnar örugglega reyna vel á þolinmæðina, en nóg er nú til af henni þannig að ég hef engar áhyggjur:)
Mig langaði óskaplega til að skella mér á Þorrablótið á Höfn en það var í gærkvöldi. Því miður kom ég því ekki í verk þetta árið að skella mér, stefni ótrauð á næsta ári. Mín skoðun er sú að hvergi sé lagt meira í þennan fögnuð en akkúrat þar og því á maður ekki að klikka á því að mæta. Þannig að ég segi nú bara svei mér!
Jæja ég held að ég hafi ekkert meira að segja.
Þar til næst TJÁ
kv. Helga

Monday, January 14, 2008

Við erum á lífi

Komið þið sæl og afsakið letina! Ég kem mér bara einhvern veginn ekki í að skrifa þessa dagana. Af okkur er allt ágætt að frétta. Skólinn og vinnan farin að rúlla og hversdagslífið tekið við af afslöppuninni um jólin. Hilmar Þór fékk að koma með mér í skólann í síðustu viku þar sem það var starfsdagur í leikskólanum og það var alveg æðislegt að fylgjast með honum. Hann var þvílíkt duglegur og ófeiminn, sat við borðið sitt og skrifaði og teiknaði á meðan nemendurnir unnu í sínum bóku. Svo fannts honum líka mikið sport að fá að borða nesti með þeim og síðast en ekki síst fílaði hann frímínúturnar alveg í botn. Mín bjóst að sjálfsögðu við að litli strákurinn vildi bara vera inni með mömmu sinni í frímínútunum en sú varð ekki raunin. Stelpurnar í bekknum buðu honum með sér út og pössuðu hann þvílíkt vel, eltu hann um allt og naut hann sín í botn, gerði allskyns kúnstir fyrir þær og þegar þau komu inn höfðu þær orð á því hversu liðugur hann væir og hve hratt hann gæti hlaupið:)
Arndís Inga eyddi hins vegar deginum með nöfnu sinni til hálfs, henni Hjördísi Ingu. Jóhanna var svo góð að bjóðast til að hafa hana og þökkum við henni kærlega fyrir reddinguna:)
Núna er starfsdagur í skólanum og ég er að bíða eftir að sérgreinakennararnir klári að fylla inn umsagnirnar svo ég geti prentað einkunnablöðin út. Á morgun eru svo foreldraviðtölin og ég verð voða fegin þegar þau eru búin.
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Þakka ykkur kærlega fyrir öll kommentin, mesta furða hvað þið nennið að kíkja hér inn þar sem lítið er að gerast.
kv. Helga