Friday, August 14, 2009

Daman viku gömul í dag:)

Takk elskurnar fyrir góðar kveðjur. Við erum hjartanlega sammála ykkur, hún er æði eins og stóru systkinin sín;) Okkur sýnist hún heldur líkari bróður sínum frá því hann var nýfæddur....sumir halda því þó fram að eldri systkinin séu dálítið lík þannig að ætli að það megi ekki segja að hún sé lík þeim báðum;)
Annars gengur allt vel hjá okkur. Litla daman var í vigtun og er orðin 3750 grömm þannig að ég ætla að mjólka vel líkt og með hin börnin. Arndís Inga sýnir nú smá merki um afbrýðisemi, lætur það nú samt aðallega bitna á Ingu ömmu sinni en við vonum að það lagist. Hilmar Þór sýnir hins vegar engin merki um afbrýðisemi enn....krúttið litla bauðst meiri að segja til að fara úr mömmu og pabba rúmi þegar ég ætlaði að troða mér upp í með litlu sytur!
Við erum farin að bíða eftir að leikskólinn opni. Börnin eru orðin frekar leið á öllu hér heima við og ég held að allir verði fegnir að komast í rútínuna sína og hitta börnin á leikskólanum.
Jæja nú ætla ég að fara að ganga frá eftir kvöldmatinn. Læt þetta duga í bili. Enn og aftur takk fyrir öll fallegu kommentin ykkar;)
kv. Helga þriggja barna móðir:0)

5 Comments:

Anonymous Inga said...

Frábært að sjá myndir af litlu dömunni :) og ekkert smá sæt bumbumyndin!! Innilega til hamingju öll sömul með prinsessuna. Og ánægð með að það sé aftur líf á þessari síðu Helga :)

1:05 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Já það var fallega gert af stóra bróður að bjóða systur sinni plássið sitt:)Gangi ykkur öllum vel.Svanfríður.

6:00 PM  
Anonymous Þóra said...

Óskaplega er hún rosalega falleg!!!! Maður verður bara hálf klökkur. Hlakka ekkert smá til að líta hana augum og ykkur öll reyndar ef út í það er farið!!

Kærar kveðjur frá okkur öllum
Þóra, Völli og Baldvin Snær

1:01 PM  
Anonymous Ester Ósk said...

Stóri bróðir er náttúrulega bara ótrúlegt eintak :)

6:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að heyra hvað stóri bróðir tekur sig vel út í hlutverkinu og að það gangi svona vel með litlu skottuna.
Kær kveðja frá Lúx,
Jóa

7:18 AM  

Post a Comment

<< Home