Saturday, May 16, 2009

Foreldarsýning í leikskólanum




Nú er mín sko heldur betur að standa sig! Farin að henda inn myndum og alles;)
Þessar myndir voru teknar á miðvikudaginn þegar Foreldrakaffið var í leikskólanum. Þar sungu börnin, dönsuðu og sýndu leikrit. Þetta var náttúrulega bara frábær upplifun, móðurhjartað sló hratt og gæsahúðin lét á sér kræla;)
Núna vorum við að koma heim úr Júróvisionpartýi í Laxárvirkjun og maður getur nú ekki annað en verið sáttur við kvöldið, borðuðum yfir okkur af góðum mat í góðum félagsskap og horfðum á Jóhönnu ,,okkar" lenda í öðru sæti;) Já nú er maður sko stoltur Íslendingur!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili og fari að sofa í hausinn á mér....þar til næst TJÁ!
Posted by Picasa

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Yndisleg eru þau. Þið eruð bara rík. Alltaf svo gaman að fara á sýningar í skólunum og sjá börnin sín.
Bestu kveðjur úr sólinni á Akranesi, Elsa Lára og co.

2:25 PM  
Anonymous Bára said...

Vá hvað þau eru æði litlu krúttin mín. kv. Bára

10:02 PM  
Anonymous Ester said...

Æjji æðislega gaman að kíkka hingað inn og sjá nýjar myndir :) Akkúrat það sem mig vantaði í próflestrinum ;) Sjá þessar bollukinnar á Arndísi Ingu, mann langar bara til að klípa í þær!! Og Herra Hilmar Þór er bara að verða fullorðinn takk fyrir pent! Hlakka til að sjá ykkur öll þegar við komum heim.. sem er orðið stutt!

1:43 AM  

Post a Comment

<< Home