Monday, April 13, 2009

Páskafrí

Komið þið sæl. Auðvitað stend ég við stóru orðin og hendi inn færslu þar sem kommentunum rignir yfir okkur;)
Nú er páskafríið senn á enda og hversdagleikinn tekur við. Þetta er búið að vera yndislegt frí. Eyddum því að mestu á Höfn í góðu yfirlæti hjá Imbu og Nonna, TAKK FYRIR OKKUR!
Það var rosa gaman að hitta kunningjana þar, Imba skellti meiri að segja á saumaklúbb og náði ég að hitta ansi margar skvísur þar á einu bretti;) nú bíð ég bara eftir sumarfríinu þannig að ég geti skellt mér aftur í heimsókn (Já Nonni minn þú losnar ekki við okkur:)
Nú stefni ég næst á flakk í kringum sumardaginn fyrsta, ætla þá að skella mér í borgina í eina fermingarveislu;) ....svo er bara að bíða og sjá hvort maður verði í ferðastuði þegar að því kemur;)
Jæja nú er ég sko alveg búin að standa mig gríðarlega vel og ætla að láta þetta nægja í bili. Svo hendum við örugglega inn myndum bráðlega;)
kv. Helga

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk kærlega fyrir stelpuna á laugardaginn og það var bara gaman að hitta ykkur. kv. Þórhalla

9:37 PM  
Anonymous Ester Ósk said...

Vóó .. það er bara hálft blogg á 5 mánaða fresti uss..

hhaha nei ég er að grínast, þið eruð rosa dugleg, ég má ekki skamma ykkur þegar þið bloggið loksins ;) En ég heimta myndir!

10:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þórhalla: Takk sömuleiðis, það var mjög gaman að hitta aðeins á þig, náum vonandi að hittast meira í næstu heimsókn.
Ester: Þarna fórstu alveg með það Ester mín, ég að reyna að vera dugleg og þá hraunarðu yfir mig.....þú færð sko engar myndir með svona framkomu vina mín....heimta (svo ég vitni í þitt orðalag) væna afsökunarbeiðni og ólýsanlega falleg orð í minn garð og þá sé ég til;)

10:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir síðast.
Frábært að hitta ykkur.
Hafið það sem best.
Kær kveðja
Elín Mjöll

12:45 AM  
Anonymous Auðmjúk Ester said...

OMG þarna skaut ég mig laglega í fótinn. Elsku besta og rjómablíða Helga mín .. ég bið þig hérmeð auðmjúklega afsökunar. Það fer bara svona þegar maður býr hinumegin á hnettinum og er gráðugur í fréttir og myndir af lífinu og fjörinu í sveitinni :) En ég skal hérmeð lofa að halda aftur af mér í stríðninni og skal auk þess skella í eina góða og gómsæta köku handa þér þegar ég kem heim í sárabætur ;) en ég leyfi mér þó að vona að þið laumið kannski inn eins og einni mynd frá páskunum.. (sparibros!)

Bið að heilsa í kotið, og Ragnar biður líka að heilsa.

Ester

12:52 AM  
Anonymous Bára said...

Við erum orðin spennt að hitta ykkur í vikunni.
kv. Bára og co.

9:40 AM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég svo sver það Helga-það er bloggfærsla og ég sem hélt þú værir hætt að blogga. gaman að sjá skrif og nú kíki ég aftur!

4:11 AM  

Post a Comment

<< Home