Helgin og Ísland í dag
Komið þið sæl. Nú er enn ein helgin að baki og svei mér þá ef jólin verða ekki bara skollin á áður en maður veit af:)
Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur um helgina. Hemmi, Edda, Andrea Ósk, Alexandra Ósk og Sigurgeir (bróðir Eddu) hafa verið hjá okkur og það er búið að vera mikið fjör. Börnin eru búin að leika sér þvílíkt og föðmuðust og kysstust þegar þau kvöddu hvert annað í kvöld og Hilmar grét og sagði að hann vildi að þau gætu verið hér í þúsund daga!
Annars er lítið að frétta af okkur. Allt við það sama. Ég er farin að hlakka til jólanna og miðað við umfjöllunina í þjóðfélaginu í dag held ég bara að það sé um að gera að fara að huga að jólunum því það eykur gleðina og minnkar þunglyndið sem hrjáir flesta þessa dagana. Ég ætla nú samt aðeins að reyna að sitja á mér með rauðu seríurnar....en ég veit ekki hvenær ég gefst upp og skelli þeim í samband:)
Ég vil gera það að tillögu minni að litla Ísland skeri niður sendiráðin sem eru á víð og dreif í heiminum. Hvað á það að þýða að lítil þjóð eins og Ísland (sem notabene er álíka margmenn og úthverfi í einhverri stórborginni út í heimi) þurfi að hafa 17 sendiráð um allan heim????? Einnig held ég að fækka megi þingmönnum um svona u.þ.b. helming og spara heilan helling. Þeir gera hvort eð er ekki neitt! Svo finnst mér fáránlegt að þeir sem komu okkur í þessa bölvanlegu stöðu séu að fara yfir stöðu mála því þeir draga bara lappirnar og forðast eins og heitan eldinn að viðurkenna mistök sín. Við þurfum að fá erlenda aðila, sem alls engra hagsmuna hafa að gæta hér á klakanum, til að fara yfir stöðuna og fletta ofan af allri spillingunni sem átt hefur sér stað!
Ætli að ég láti þetta ekki vera lokaorðin í kvöld...þori ekki að skrifa meira þar sem ég verð bara enn upptjúnaðri en núna sem leiðir til þess að ég næ ekki að sofna fyrr en undir morgun!
Góða nótt og góða vinnuviku (þeir sem enn hafa vinnu)
kv. Helga
Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur um helgina. Hemmi, Edda, Andrea Ósk, Alexandra Ósk og Sigurgeir (bróðir Eddu) hafa verið hjá okkur og það er búið að vera mikið fjör. Börnin eru búin að leika sér þvílíkt og föðmuðust og kysstust þegar þau kvöddu hvert annað í kvöld og Hilmar grét og sagði að hann vildi að þau gætu verið hér í þúsund daga!
Annars er lítið að frétta af okkur. Allt við það sama. Ég er farin að hlakka til jólanna og miðað við umfjöllunina í þjóðfélaginu í dag held ég bara að það sé um að gera að fara að huga að jólunum því það eykur gleðina og minnkar þunglyndið sem hrjáir flesta þessa dagana. Ég ætla nú samt aðeins að reyna að sitja á mér með rauðu seríurnar....en ég veit ekki hvenær ég gefst upp og skelli þeim í samband:)
Ég vil gera það að tillögu minni að litla Ísland skeri niður sendiráðin sem eru á víð og dreif í heiminum. Hvað á það að þýða að lítil þjóð eins og Ísland (sem notabene er álíka margmenn og úthverfi í einhverri stórborginni út í heimi) þurfi að hafa 17 sendiráð um allan heim????? Einnig held ég að fækka megi þingmönnum um svona u.þ.b. helming og spara heilan helling. Þeir gera hvort eð er ekki neitt! Svo finnst mér fáránlegt að þeir sem komu okkur í þessa bölvanlegu stöðu séu að fara yfir stöðu mála því þeir draga bara lappirnar og forðast eins og heitan eldinn að viðurkenna mistök sín. Við þurfum að fá erlenda aðila, sem alls engra hagsmuna hafa að gæta hér á klakanum, til að fara yfir stöðuna og fletta ofan af allri spillingunni sem átt hefur sér stað!
Ætli að ég láti þetta ekki vera lokaorðin í kvöld...þori ekki að skrifa meira þar sem ég verð bara enn upptjúnaðri en núna sem leiðir til þess að ég næ ekki að sofna fyrr en undir morgun!
Góða nótt og góða vinnuviku (þeir sem enn hafa vinnu)
kv. Helga
5 Comments:
Já það styttist óðum í jólin. Alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til.
kv. Bára
Mikið er ég sammála þér með margt í þessum pistli. Varðandi sendiráð, þingmenn og þessa plebba sem komu okkur í þessa stöðu. Arg, verð reið þegar ég hugsa um okkur venjulega fólkið sem þarf að gjalda fyrir hluti sem þetta fólk gerði, og það sem verst er að það sér ekki eftir neinu og er allt saman alveg blá saklaust.
En í gær fór ég bara til RVK og verslaði jólafötin á börnin mín .. og leið rosalega vel á eftir.
Gaman að fá blogg frá þér Helga mín.
Kv. Elsa Lára.
Mikið er ég sammála þér með margt í þessum pistli. Varðandi sendiráð, þingmenn og þessa plebba sem komu okkur í þessa stöðu. Arg, verð reið þegar ég hugsa um okkur venjulega fólkið sem þarf að gjalda fyrir hluti sem þetta fólk gerði, og það sem verst er að það sér ekki eftir neinu og er allt saman alveg blá saklaust.
En í gær fór ég bara til RVK og verslaði jólafötin á börnin mín .. og leið rosalega vel á eftir.
Gaman að fá blogg frá þér Helga mín.
Kv. Elsa Lára.
hæhææ..sammála með þingmennina,og sendiráðin..líka engar smá villur sem þessi sendiráð eru! jáh..ég tók upp jóladótið um helgina og svorteraði..langaði rosalega til að setja eitthvað upp..gerði það nú reyndar ekki...2 vikur í viðbót..svo gerist það! en langar nú bara að fara versla jólafötin eins og Elsa,fínasta hugmynd :-)...sjáumst :-) Jóhanna Húsó
Jól ??? vá hvað ég efast um að við komumst í nokkuð jólaskap hérna úti í sólinni.. það er ekki neeeeeeeitt jólalegt hérna.
Post a Comment
<< Home