Hitt og þetta....aðallega hitt
Jæja ætli að ég verði ekki að henda inn smá bloggi svo þið hættið að kommenta á myndirnar frá Árna Pétri;) Nei ég segi nú bara svona.
Arndís Inga er hress og kát. Haltrar aðeins en er alveg að verða góð (það höldum við alla vega). Ég fer með hana í skoðun á föstudaginn og þá sjáum við hvað gerist. Alla vega er á meðan er;)
Við höfum skipst á að vera heima með hana þessa viku og svo var Ingibjörg svo góð að bjóða henni að vera fram að hádegi í morgun þannig að við gátum bæði skroppið í vinnuna. Takk kærlega fyrir það, þú ert bara yndisleg:)
Við erum líklega að fara til Köben um þarnæstu helgi....ó já við hlustum ekki á krepputalið hér á bæ:) Nei úff ég verð nú að viðurkenna það að við erum full efasemda um skynsemina í þessu flakki en við vorum búin að bóka áður en landið fór á hvolf og því held ég að við drífum okkur bara. Að vísu ætlum við að ,,funda" með samferðarfólki okkar í kvöld og ákveða hvað við ætlum að gera. Að sjálfsögðu förum við ekki ef Arndísi Ingu hrakar en nú reynum við að hugsa sem minnst um að það geti gerst, er Pollýanna ekki vel við hæfi í þessum efnum?
Ætli að Pollýanna verði ekki vinsælasta stúlkunafnið á stúlkum sem fæðast í dag?
Ég verð að viðurkenna það að hafa ekki hlustað mikið á fréttir undanfarið. Finnst það einhvern veginn ekki hafa neitt upp á sig. Ég veit hins vegar að allt er á leið til andskotans og reyni bara að hugsa um eitthvað fallegt. Eitt er víst að sama hvað ég reyni þá tekst mér ekki að finna neitt jákvætt við blessaða bankastjórana sem hafa þegið yfir 60 milljónir á mánuði undanfarin ár! Er hægt að reka fyrirtæki með hagnaði sem borgar annað eins í forstjóralaun? Maður spyr sig.
Nóg um það.
Á morun er saumaklúbbur og það er alltaf gaman. Ég fer þangað sama hvort krónan veikist eða styrkist, ef olían svífur upp þá hjóla ég bara:)
Ætli að það sé ekki bara við hæfi að enda þennan pistil þá því að minna okkur öll á hugsa um það sem mestu máli skiptir í þessu blessaða lífi, BÖRNIN OKKAR! Að eiga heilbrigð og yndisleg börn er ómetanlegt og ekki hægt að meta til fjár. Við erum rík á meðan við eigum þau!
Þar til næst....
kv. Helga Sigurbjörg
Arndís Inga er hress og kát. Haltrar aðeins en er alveg að verða góð (það höldum við alla vega). Ég fer með hana í skoðun á föstudaginn og þá sjáum við hvað gerist. Alla vega er á meðan er;)
Við höfum skipst á að vera heima með hana þessa viku og svo var Ingibjörg svo góð að bjóða henni að vera fram að hádegi í morgun þannig að við gátum bæði skroppið í vinnuna. Takk kærlega fyrir það, þú ert bara yndisleg:)
Við erum líklega að fara til Köben um þarnæstu helgi....ó já við hlustum ekki á krepputalið hér á bæ:) Nei úff ég verð nú að viðurkenna það að við erum full efasemda um skynsemina í þessu flakki en við vorum búin að bóka áður en landið fór á hvolf og því held ég að við drífum okkur bara. Að vísu ætlum við að ,,funda" með samferðarfólki okkar í kvöld og ákveða hvað við ætlum að gera. Að sjálfsögðu förum við ekki ef Arndísi Ingu hrakar en nú reynum við að hugsa sem minnst um að það geti gerst, er Pollýanna ekki vel við hæfi í þessum efnum?
Ætli að Pollýanna verði ekki vinsælasta stúlkunafnið á stúlkum sem fæðast í dag?
Ég verð að viðurkenna það að hafa ekki hlustað mikið á fréttir undanfarið. Finnst það einhvern veginn ekki hafa neitt upp á sig. Ég veit hins vegar að allt er á leið til andskotans og reyni bara að hugsa um eitthvað fallegt. Eitt er víst að sama hvað ég reyni þá tekst mér ekki að finna neitt jákvætt við blessaða bankastjórana sem hafa þegið yfir 60 milljónir á mánuði undanfarin ár! Er hægt að reka fyrirtæki með hagnaði sem borgar annað eins í forstjóralaun? Maður spyr sig.
Nóg um það.
Á morun er saumaklúbbur og það er alltaf gaman. Ég fer þangað sama hvort krónan veikist eða styrkist, ef olían svífur upp þá hjóla ég bara:)
Ætli að það sé ekki bara við hæfi að enda þennan pistil þá því að minna okkur öll á hugsa um það sem mestu máli skiptir í þessu blessaða lífi, BÖRNIN OKKAR! Að eiga heilbrigð og yndisleg börn er ómetanlegt og ekki hægt að meta til fjár. Við erum rík á meðan við eigum þau!
Þar til næst....
kv. Helga Sigurbjörg
6 Comments:
Ég held að komment dagsins hljóti bara að vera:
Guð - gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.
Bkv frá stressinu í Lúx, Jóhanna og co
Svo satt hjá ykkur báðum Helga og Jóhanna!! Muna eftir því sem virkilega skiptir máli :-) hinu fáum við víst ekki breytt. Gott að heyra að frænkuskottið er að verða hressari :-)
Bestu kveðjur - Þórey
HEYR,HEYR...og bara amen.
Æ sorrý...kveðja Jóhanna..Húsavík
Góða skemmtun í Köben og vonandi gengur allt upp. Gott að heyra að Arndísi sé að batna...hafðu það gott vinkona.
Það þýðir ekkert að hugsa um þetta ástand og hafa Pollýönnu sér við hlið :) Og sammála þér að það eru börnin okkar sem skipta ÖLLU máli.
Knúsur á þig elsku Helga mín og fjölskylda.
Elsa Lára og gengið hennar.
Post a Comment
<< Home