Friday, September 26, 2008

Afmæli, helti og óskir um ráð

Komið þið öll sæl og blessuð....já nú segi ég sko öll því það kommentuðu svo margir síðast;) Já og takk kærlega fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar. Ég bauð í saumó á afmælisdaginn og það var voða ljúft. Annars fékk ég frekar fyndið komment frá börnunum í 5. bekk. Ég var að kenna þeim ensku og viðfangsefnið var mánuðirnir og afmælisdagar þeirra. Að sjálfsögðu spurðu þau mig hvenær ég ætti afmæli og sagði ég þeim að ég ætti afmæli í dag. Þá spurðu þau hversu gömul ég væri og ég sagði þeim það og þá fékk ég þessa snilldarsetningu: ,,Þú lítur sko ekki út fyrir að vera svona gömul. Mamma mín er 32 ára og hún er öll svona krumpuð (svo grettir strákurinn sig og krumpar á sér andlitið)" Bara snilld!
Héðan er það annars helst að frétta að Arndís Inga er hölt og það er ekki vitað hvers vegna. Nú leita ég því til ykkar um hugmyndir. Þegar hún vaknaði í gærmorgun gat hún ekki stigið í hægri fótinn. Það er búið að röntgenmynda hana og ómskoða en ekkert finnst. Æi mér finnst nú alltaf betra að vita hvað amar að börnunum mínum! Hafið þið lent í þessu? Ef svo er hvað kom út úr því?
Læt þetta duga í bili. Eigið góða helgi.
kv. Helga og halta barnið

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Varstu búin að kanna þetta með steptokokkana eða hvað það nú heitir. Vona að henni líði betur því það er ekkert verra en að börnunum líði ekki nógu vel.
Knúsur í bæinn, Elsa Lára og fjölskylda.

8:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vonandi fer að koma í ljós hvað er að angra hana litlu frænku mína í fætinu.
kv. Bára

9:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

æi þetta eru nú ekki skemmtilegar fréttir af frænkukrílinu.... en því miður hef ég engin ráð eða hugmyndir... ætla læknarnir ekki að skoða hana eitthvað frekar?? mbk - Þórey

11:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég er nú sammála 5 bekkingum. Þú lítur afskaplega vel út..það er auðvitað Hornfirska og Norðlenska sveitaloftið...ekki get ég ímyndað mér hvað er að prinsessunni litlu...missteig hún sig? .....þegar að Karl Jakob var 2-4 ára fékk hann heiftarlega vaxtarkippi..enda tók hann líka þvílík stökk í vexti á þeim aldri....það er talið sjaldgæft,en gerist...það er stundum einmitt erfitt að sjá sjálfur hvað er að....en "glöggt sér gests augað" usss..mikið hlýt ég að vera gáfuð..jæja,sjáumst á mánudaginn..þá get ég vonandi sagt þér eitthvað krassandi ,kv Jóhanna

8:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir kveðjurnar. Við erum núna heima og eigum að koma inneftir í blóðprufur í fyrramálið. Það er í rauninni tvennt í stöðunni: Kvef í lið annars vegar og sýking í beini hins vegar. Hitinn hefur lækkað og hún finnur ekki eins mikið til þannig að við gerum ráð fyrir að hér sé bara kvef á ferðinni. Læt vita á morgun hvað kemur út úr blóðprufunum.
kv. Helga

10:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl Helga mín

Þú svarar aldrei símanum þegar ég hringi. í 1. lagi til hamingju með afmælið þitt. í 2. lagi til hamingju með afmælið hennar Arndísar Ingu. Ég er í sama pakkanum og þú alltaf brjálað að gera. Hélt að eldra fólk ætti að hafa það rólegra í ellinni. skil þetta alls ekki. fórum í sveitina um helgina með trukkinn fullan. Alltaf gaman að koma í Kotið. Afmæliskveðjur og knús
Margrét G.

1:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með Arndísi Ingu !!

5:59 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Til hamingju með ykkur báðar elsku Helga mín. Ég sendi kossa og knús yfir hafið. Vonandi líður Arndísi eitthvað betur.

6:45 AM  

Post a Comment

<< Home