Staðan í dag
Jæja af okkur er það helst að frétta að við segulómunina í gær kom í ljós að það var mikil vökvasöfnun í fætinum sem benti til sýkingar. Hún var því drifin í uppskurð í morgun til að tappa af og taka sýni í ræktun. Þegar þeir opnuðu fundu þeir hins vegar engan vökva en tóku til öryggist sýni úr beinunum og liðnum. Við fáum út úr þeim sýnum eftir 2-3 daga en þangað til verður hún sett á sýklalyf í æð til öryggis ef einhver sýking er hugsanlega til staðar. Við erum því nokkuð bjartsýn í dag en á móti finnst okkur hálfgremjulegt að vita ekki hvað amar að. Þeim finnst þetta mjög furðulegt og dettur einna helst í hug bólgur í vöðvum sem sjást ekki en það kemur vonandi í ljós innan fárra daga.
Við verðum sem sagt hér á spítalanum yfir helgina og þá verður staðan tekin á nýjan leik. Arndís Inga er hress og kát en bara dálítið vönkuð eftir svæfinguna. Árni Pétur skellir sér austur í sveit og í vinnuna en ætli að við fjölmennum svo ekki bara inn á Akureyri á morgun og eyðum helginni hérna.
Læt þetta duga í bili. Góða helgi.
kv. Helga og Arndís Inga
Við verðum sem sagt hér á spítalanum yfir helgina og þá verður staðan tekin á nýjan leik. Arndís Inga er hress og kát en bara dálítið vönkuð eftir svæfinguna. Árni Pétur skellir sér austur í sveit og í vinnuna en ætli að við fjölmennum svo ekki bara inn á Akureyri á morgun og eyðum helginni hérna.
Læt þetta duga í bili. Góða helgi.
kv. Helga og Arndís Inga
0 Comments:
Post a Comment
<< Home