Wednesday, October 01, 2008

Staðan hér á bænum...

er bara nokkuð góð. Arndís Inga fór í skoðun í morgun sem ekkert kom út úr og búið er að ákveða að segulómskoða hana á morgun til að komast að því hvað er að hrjá litlu prinsessuna. Hún ber sig vel, er hress og kát en haltrar og finnur til í mjöðminni. Við erum því bara fegin að þau ákváðu að drífa í því að ómskoða hana því það er ekki skemmtilegt að vita ekki hvað er að.
Við héldum upp á afmælið hennar í gær og var það voða skemmtilegt. Hún var rosa ánægð með daginn, fékk fullt af gestum og pökkum og svo finnst báðum börnunum kökur og sælgæti óskaplega gott þannig að þau voru sátt.
Við tókum nokkrar myndir og nú fara þær örugglega að detta hér inn.
Ég læt vita hvað kemur út úr skoðuninni.
Kv. Helga

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæhæhæ...
Kökur og nammi svíkja engann ;) endilega settu inn myndir, ég er mjög myndaþyrst!

5:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Síðbúnar afmæliskveðjur til litlu dömunnar og vonandi fer nú að finnast út úr því hvað er að baga hana.
Bestu kveðjur
Ella Dögg, Steini og Sindri

9:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vonandi hefur allt gengið vel í dag - heyri í þér seinna bestu kveðjur
Imba

10:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að hljóðið er gott í ykkur-
litla skottið..það verður gott þegar að þetta verður allt búið og lífið aftur komið í fastar skorður. Það kemur pakki frá okkur,kannski fylgjum við bara með! allavega við mæðgur..spurning einhverntíman um helgina ef að heilsan ykkar verður góð :-) Sjáumst svo á eftir Helga ;-) kv Jóhanna

6:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hrikalega er leiðinlegt að heyra að litla frænka sé svona veik. Vona að þið fáið sem fyrst svör frá læknunum svo hægt sé að lækna litlu skvísuna.
En annars hamingjuóskir til þín, Helga og til Arndísar Ingu í tilefni af afmælum ykkar. Við vonum að þið hafið átt yndislega daga :)
Kveðja frá Lúx,
Jóhanna og Lúx-gengið

9:01 AM  

Post a Comment

<< Home