Nokkarar myndir



Eins og þið ónytjungarnir áttið ykkur kanski á þá set ég inn myndir en ekki helga Þannig að engin comment = engar myndir ;)
sagan segir: ef ég pósta (sem er ekki oft)þá eru engin comment en ef helga bloggar þá er fullt fullt
Bestu kveðjur Árni P og co
14 Comments:
Þú stendur þig vel.
Kv. Helga og Arndís Inga
Glæsilegar myndir...falleg börn á ferð...vona að litla snúllan sé á batavegi..sérstakar kvitt kvitt kveðjur til þín Pési..flott hjá þér! kv Jóhanna
Mikið er gaman að sjá myndir af dúllunum. Vona að Arndísi fari að batna. Koma svo Pési meira blogg og fleiri myndir.
kv. Bára
Auðvitað kvittar maður Pési, fyrir innlitið:) Takk fyrir myndirnar og skilaðu batakveðjum til ungu dömunnar. kveðjur,Svanfríður
Jeeeesssss.... myndir myndir myndir !!! Svona á þetta að vera, pési þú færð gullslegna skinkusneið fyrir framtak þitt !!
Kossar og knús til allra heima!
Pési hfur sko vitað hvað hann var að gera núna. Ég nýbúin að skrifa blogg og beið spennt eftir kommentum en þá treður hann myndunum framfyrir og þá er bara kvittað fyrir þær. Fussum svei!
kv. Helga hörnundssára
Gaman að sjá nýjar myndir af systkinunum, en ekki nógu gott að læknarnir viti ekki hvað sé að litlu skottunni. Vonum að henni batnis em fyrst.
Bkv, Lúx-gengið
ég er mjög hrifin af þegar að myndir eru í för það er svo gott að geta séð
börnin og ykkur blómstra.
gangi ykkur sem allra best
Valgerður og fjölsk.
Pési... þú ert að drukkna hérna í kommentum, ég veit ekki hvað þú ert að kvarta!
já ester mín þegar þú og helga raðið þeim inn 3 comment hvor.. þá hreinlega "drukkna ég" í commentum ;) kv.pesi sem þú ert farin að láta commenta á sjálfan sig &&$!"!#%$! dam y
hæ hæ
gaman að sjá myndir frá ykkur, og til hamingju með litlu afmælisstelpuna, þó kveðjan komi aðeins of seint :)
bestu kveðjur
Inga, Bjarni og Birkir Freyr
Gaman að sjá myndir frá ykkur. Til hamingju með litlu dömuna ykkar. Þið verðið nú að koma í heimsókn til okkar næst þegar þið rennið suður. Ég held að við höfum ekki séð ykkur í meira en ár eða eru það tvö.
Ekki gaman að heyra með Ardísi vonandi hressist hún fljótlega
Kveðja Vala Sig
Takk fyrir myndirnar frændi - og takk fyrir fréttirnar Helga. Vonandi kemur eitthvað út úr þessum sýnum fljótt, hljómar svolítið undarlega (allavega fyrir leikmann) að sjá vökvasöfnun á mynd sem ekki finnst svo þegar til á að taka...
Svo viljum við nota tækifærið og senda síðbúnar afmæliskveðjur í bæinn, til heimasætunnar og móðurinnar :-)
Bestu kveðjur - Þórey
Elsku Nesverjar. ömmu fannst gott að sjá afmælismyndir af stelpunni sinni.,,var þetta kanski eitt kommentið í viðbót handa þér Árni P? Er farin að hlakka til að koma heim þrátt fyrir ástandið. Er búið að vera mjög heitt sérstaklega í gær og dag þannig að við erum sólsteiktar og þar á ofan moskitobitnar sem bendir til að við höfum verið sérlega bragðgóðar í gærkvöld eða nótt. Kv.Amma,mamma og tengdó
Post a Comment
<< Home