Saturday, October 25, 2008

Æi ég veit ekki hvaða fyrirsögn ég á að velja

Komið þið öll sæl og blessuð. Nú er ferðalaginu til Köben lokið og við öll komin heim í heiðardalinn. Ferðin var mjög skemmtileg, svona fyrir utan verðlagið sem var náttúrulega alveg út úr kú:) Gosglas á veitingastað kostaði 960 krónur svo dæmi sé tekið og gátum við ekki annað en hlegið að þessu öllu saman. Núna finnst okkur allt svo ódýrt hér heima að við eyðum eins og vitleysingar:) Keypti t.d. tveggja lítra pepsi á 99 krónur í Kaskó í gær.....fannst það svo ódýrt að ég keypti þrjár flöskur (ég sem ætlaði að fara að slaka aðeins á í gosdrykkjunni en þetta er svo asskoti ódýr drykkur að ég neyðist til að hafa hann á boðstólnum daglega í kreppunni).
Annars hefur verið frekar leiðinlegt veður hér um helgina og vonandi er þetta ekki það sem koma skal í vetur! Við fórum út með börnin á sleða í gær og klofuðum skafla upp fyrir hné sums staðar, þetta finnst mér nú barasta ekkert sniðugt í október!
Börnin eru hress og kát þessa dagana, stundum svona fullhress og hávaðasöm að okkar mati:) Arndís Inga hætti á pensillininu í gær og nú fylgjumst við vel með henni. Hún var með 9 kommur í kvöld og vonum við að það hækki ekki næstu daga því þá verðum við að fara með hana inneftir. Ef allt gengur að óskum fer hún vonandi í sína síðustu skoðun á miðvikudaginn. Svo vonum við bara að þessar blessaðar sýkingar fari að láta hana í friði hér eftir!
Annars er myrkrið alveg að fara með mig þessa dagana og get ég ekki beðið eftir því að fara að setja upp jólaljósin til að lýsa upp skammdegið. Ég er búin að ákveða að setja upp glæru jólaseríuhringina 1. nóvember og þær rauðu 1. desember...þannig að nú kveiki ég bara á kertum og tel niður:)
Jæja ætli að ég fari ekki að glápa á imbann í myrkrinu. Hafið það gott og munið að hugsa um það sem skiptir mestu máli í lífinu;)
kv. Helga Sigurbjörg

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá hvað mér finnst skrýtið eitthvað að sitja í glampandi sól og hugsa til þess að heima er skammdegið og snjórinn og veturinn skollinn á. En það dimmir samt mjög snemma hérna, klukkan 6 á kvöldin byrjar að rökkva og klukkan 7 er orðið alveg svartamyrkur úti!

En hafið það gott heima í jólaljósunum :) Kossar og knús á línuna!

10:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já ég er að hugsa um að skella glæru ljósunum í gluggana í nóvember, það er allt svo dimmt. Og sammála þér, ætlaði að fara minnka gosið en það er miklu ódýrara en mjólkin, hehe. Þannig að ég drekk það frekar.
En vá hvað Köben var dýr. Gaman að eyða heima. Er að fara í borgarferð um næstu helgi (til RVK) á hótel og alles og ætla svo að kíkja í Kringluna :) Smá eftirlíking af utanlandsferðinni sem mig langaði svo í. Ætla að klára jólagjafirnar og afmælisgjafirnar í þeirri ferð :) En ég hringi í vikunni.
Knúsur, Elsa Lára.

12:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að heyra að þið hafið haft það gott í Köben, þið hafið ábyggilega haft gott af því að komast aðeins í burtu og það er alltaf gaman að drekka bjór í nýju landi :)
Endilega knúsaðu ormana þína frá okkur hér í rigningunni í Lúx,
Jóhanna

12:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Helga mín ég hef ekki litið hér inn ansi lengi en sennilega er það vegna þess að ég var alltaf að kíkja en svo var engin breyting lengi þannig að það leið soldið langur tími en semsagt ég ætla að byrja á því að óska prinsessunni á heimilinu til hamingju með afmælið(Betra seint en aldrei...) Og svo dauðbrá mér þegar ég var að lesa um veikindin hjá henni en vona innilega að þetta lagist allt hjá henni... En jæja ætla ekki að hafa þetta lengra ég ætti kannski að fara að taka upp tólið og heyra í þér:): Það væri örugglega alveg snilld hehehehe

Kveðja Signý

12:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja, núna er kominn 5. nóv. og þú örugglega búin að setja upp glæru seríurnar. Vildi að ég gæti kíkt í kaffi ;-). Annars ætla ég að fara að þínum ráðum og fara að setja upp seríur fljótlega, sá áðan að það var búið sð setja marglitaðar seríur í glugga í einu húsi hér í bæ og fékk alveg fiðring. Ekki veitir af í myrkrinu en reyndar er hér vorveður. Hafið það gott.
Kveðja, Ingunn

10:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já blessuð ljósin. Ég heyrði að einn sem missti vinnuna hafi skellt sér heim og hent upp jólaseríunum. Þau eru bara yndisleg:)
Hafið það gott yfir helgina.
kv. Helga

10:19 AM  

Post a Comment

<< Home