Einelti er böl!
Á bloggrúnti mínum í kvöld rakst ég inn á síðu Hugos Þórissonar (www.hugo.is) þar sem einhver þolandi eineltis skrifar sögu sína. Ég hvet ykkur öll til að kíkja á þetta því sagan hreyfir svo sannarlega við manni og minnir okkur enn og aftur á hve hræðilegar afleiðingar einelti getur haft í för með sér. Ég held að ég ljúgi engu þegar ég segi að það sem veldur mér hvað mestu hugarangri í kennslunni er að vera viss um að enginn af mínum nemendum þurfi að ganga í gegnum það helvíti sem þessi einstaklingur hefur þurft að ganga í gegnum. Ég fer reglulega yfir eineltishringinn með börnunum, útskýri hvað einelti er, hvet þau til að láta vita ef þau lenda í eða verði vitni að einelti og tek dæmi úr eigin skólagöngu til að fræða þau og reyna að fyrirbyggja að þau lendi í einelti. Ég verð þó að viðurkenna það að stundum fyllist ég vonleysi í þessum efnum og finnst þetta ,,babl" í mér ekki skila neinu.
Annað sem ég hugsa líka um er hvað ég myndi gera ef barnið mitt yrði lagt í einelti einhvern tímann. Ég held að það sé ekkert verra til í lífinu en að horfa á barnið sitt verða félaglega einangrað og eiga enga vini. Ég held að flestir foreldrar séu sammála um það að flestir námserfiðleikar séu léttvægir í samanburði við félagslega útskúfun. Því spyr ég mig hvort við eigum að leggja ríkari áherslu á lífsleiknikennslu, náungakærleikann og spjall við börnin á kostnað hinna hefðbundnu námsgreina? Hvað finnst ykkur? Einhvern veginn finnst mér ég ekki hafa þann tíma sem ég kysi í svona umræður því námsefnið sem fara á í gegnum er oft að drekkja mér.
Það hefur mikil umræða um einelti átt sér stað í samfélaginu undanfarið og ég held að hún sé af hinu góða. Skólasamfélagið verður að nýta sér alla þá þætti sem þar koma fram til að öðlast meiri þekkingu á þessu sviði og ég væri sko alveg til í að fá aðeins yfirhalningu á þessu sviði. Ég ætla samt að hughreysta sjálfa mig með því að segja að ég tel mig sem kennara vera að reyna að gera eins vel og ég get í þessum efnum. En batnandi mönnum er best að lifa og ég held að ég gæti alveg bætt mig á þessu sviði.
Þetta helv... einelti er alltaf svo falið og tilhugsunin um að ég sé svo ,,blind" að sjá ekki einelti sem er í gangi í bekknum mínum veldur mér miklum áhyggjum.
Hana nú, nú hætti ég þessum pælingum og ætla að fara að sofa í hausinn á mér.
kv. Helga
Annað sem ég hugsa líka um er hvað ég myndi gera ef barnið mitt yrði lagt í einelti einhvern tímann. Ég held að það sé ekkert verra til í lífinu en að horfa á barnið sitt verða félaglega einangrað og eiga enga vini. Ég held að flestir foreldrar séu sammála um það að flestir námserfiðleikar séu léttvægir í samanburði við félagslega útskúfun. Því spyr ég mig hvort við eigum að leggja ríkari áherslu á lífsleiknikennslu, náungakærleikann og spjall við börnin á kostnað hinna hefðbundnu námsgreina? Hvað finnst ykkur? Einhvern veginn finnst mér ég ekki hafa þann tíma sem ég kysi í svona umræður því námsefnið sem fara á í gegnum er oft að drekkja mér.
Það hefur mikil umræða um einelti átt sér stað í samfélaginu undanfarið og ég held að hún sé af hinu góða. Skólasamfélagið verður að nýta sér alla þá þætti sem þar koma fram til að öðlast meiri þekkingu á þessu sviði og ég væri sko alveg til í að fá aðeins yfirhalningu á þessu sviði. Ég ætla samt að hughreysta sjálfa mig með því að segja að ég tel mig sem kennara vera að reyna að gera eins vel og ég get í þessum efnum. En batnandi mönnum er best að lifa og ég held að ég gæti alveg bætt mig á þessu sviði.
Þetta helv... einelti er alltaf svo falið og tilhugsunin um að ég sé svo ,,blind" að sjá ekki einelti sem er í gangi í bekknum mínum veldur mér miklum áhyggjum.
Hana nú, nú hætti ég þessum pælingum og ætla að fara að sofa í hausinn á mér.
kv. Helga
6 Comments:
Hlakka til að sjá litlu krúttin í borginni um næstu helgi, tek undir þér með eineltið sem er mikið böl. En ég var á fyrirlestri áðan frá Blátt áfram um kynferðisofbeldi á börnum og það er BARA hræðilegt..... :-(
kv. Bára
Ég las þennan pistil sem þú bentir á og þetta er svo hræðilegt að það eru ekki til orð.Og það vonda er líka að það er svo oft að gjörðirnar eru afsakaðar. En hvað á að gera? Sem betur fer eru margir skólar að reyna að sporna við þessu og fólk eins og þú gerir sitt besta við að reyna að upplýsa nemendurna um alvarleika eineltis. En svo er líka svo auðvelt að leggja í einelti utan skólatíma-t.am með msn-sms og fleiru. Þetta er erfitt og líka eins og þú segir að kennarar eiga nóg um að kenna kennsluefnið og því erfitt að koma málefninu að svo vel takist. En góðar stundir og það var yndislegt að heyra í þe´r um daginn þrátt fyrir truflanir :)
Hæ.
Það er alveg hræðilegt að lenda í því að barnið manns eigi erfitt og sé að lenda í aðstæðum eins og t.d. einelti. Mér fannst á tímabili sem ég væri að springa, hafði ekki orku í neitt né annað! En sem betur fer er hann í góðum skóla sem gerir ýmislegt í þessum málum og það er ég þakklát fyrir og vona að allt verði í lagi hér eftir.
Og sem kennari, svo oft að tala um alvarleika og afleiðingar eineltis. Reyna að koma í veg fyrir það en eins og þú skrifar þá er það oft erfitt að vita hvort maður sé að gera nóg og rétt ...
En góða skemmtun í Köben, væri svo til í að koma með :)
Knúsur, Elsa Lára.
Góð lesning,og alltaf ömurlegt að einelti sé til! bara hræðilegt...þekki alltof mörg dæmi....börnin þín eru heppin að hafa svona góðan kennara í bekknum sínum. Sjáumst vonandi bara á morgun. Kv Jóhanna.
Vá, ég las þessa grein (átti að vera að læra, en finn mér að sjálfsögðu alltaf eitthvað annað að gera.. ) þetta er svo hræðilegt að maður fær bara sting í hjartað við að lesa þetta. En skemmtið ykkur vel í Köben :) :)
komdu með nýtt blogg kona! kv jóhanna
Post a Comment
<< Home