Sunday, November 16, 2008

Komin með fésbók:)

Já þið lásuð rétt, mín er sko komin með fésbók! Ég er að vísu ekki alveg orðin ,,sjóuð" í henni strax en þetta fer allt að koma. Ég náði að henda inn nokkrum myndum. Allt að gerast!
Að öðru leyti er lítið að frétta af okkur. Enn ein helgin að klárast og jólin nálgast:)
Við Hilmar Þór skelltum okkur á árshátíð Hafralækjarskóla á föstudagskvöldið og það var hin besta skemmtun. Æi mér finnst svo skrýtið hvað hann er allt í einu orðinn stór, getur farið á kvöldskemmtanir og allt! Ég held að það sé gott fyrir hann að fá stundum að hafa mömmu sína út af fyrir sig;)
Ég var næstum því skotin í dag....já þið lásuð rétt. Haldið þið ekki að ég hafi verið að dóla mér í sakleysi mínu með börnin á leiðinni í sunnudagaskóla upp á Grenjaðarstað þegar bíll sem var á undan mér stoppaði á miðjum veginum. Allt í lagi með það en þegar ég ætlaði að taka fram úr honum rak hann haglabyssu út um rúðuna! Ég lagðist að sjálfsögðu á flautuna og sendi bílstjóranum illt augnaráð og þá brosti hann bara til mín. Já svona er Ísland í dag.
Jæja ætli að ég hendi mér ekki bælið og klári að lesa Mávahlátur fyrir svefninn.
Hafið það gott og nú vil ég að allir kommenti, nú nema þið séuð öll hætt að kíkja á bloggsíður og búin að snúa ykkur að fésbókinni:)
kv. Helga

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Eins gott að þú komst heil heim, ég meina það. Hver er með skotvopnin úti á vegi, tilbúin að hleypa af ! En já, ég er alveg búin að missa mig í fésbókinni og minna í blogginu en blogga á morgun. Kær kv. Elsa Lára (sem finnst rosa gaman að sjá þig inni á fésbókinni) :)

11:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jahérna... og sástu ekkert hver þetta var?

Ohh já ég er alveg sammála þér, Hilmar Þór er bara að verða fullorðinn! Mér finnst þetta líða alltof hratt. Er ekki hægt að hægja einhvernvegin á þessu?

Ástarkveðjur heim,
Ester

11:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

jiminn Helga Sigurbjörn...það er greinilega hæætulegt að búa í sveitinni.....reyndar var ég einu sinni að fara yfir Öxi (sem oftar)....og var þá næstum því skotin...nokkrum sinnum..það var eins og í hasarmynd...smá þoka og rúpnaveiðimennirnir ekki með staðsetninguna á hreinu greinilega! seja! Jóhanna....

10:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

sussuss suss...Helga Sigurbjörg átti þetta að vera...en eins og þú veist..þá er ég ekki alltaf með sjálfri mér..kv Jóhanna

10:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hey ekki hætta að blogga. Ég nenni ekki inn á þetta fésbókar..... Ég skoða enn blogg. Þó að ég nenni ekki heldur að blogga sjálf. Mér finnst nóg að halda úti síðu fyrir Söndru Sif. Kv. Bára

12:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, það er sko ótrúlegt hvað þessi börn stækka hrikalega hratt. Matthildur er þegar farin að tala um hvernig það verði þegar hún verði stór og muni eignast börn, þá muni ég verða lítil þar sem hún er viss um að eftir því sem hún stækki muni ég skreppa saman :)
Kveðja frá Lúx,
Jóhanna

1:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég er enn hér að lesa blogg, ekki hætta ;)

5:01 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

ég er hér og les alltaf bloggin þín:)

6:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

jæja jæja aldei að vita nema ég reyni svona annað slagið að henda einhverju hér inn....ekki eins og það hafi verið mikil vinna hingað til:)
kv. Helga

11:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæ hæ
ég les enn fréttir af ykkur hér! Ein af fáum bloggsíðum sem maður les ennþá, finnst svo margar síður farnar yfir móðuna miklu!! svo plís ekki hætta að blogga :)

kveðja úr borginni
Inga - hans Bjarna frænda :)

1:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hey það getur ekki verið svona gaman að vera með fésbók að bloggið deyi alveg..... koma svo og blogga og setja inn myndir af litlu dúllunum.
kv. Bára

11:59 PM  

Post a Comment

<< Home