Saturday, January 10, 2009

Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár og takk kærlega fyrir það gamla. Nú erum við komin aftur á Norðurlandið og byrjuð að vinna. Jólin voru mjög góð, slökun og meiri slökun. Svo skelltum við okkur í borgina yfir áramótin. Það var voða ljúft, svona fyrir utan ælupestina sem bróðurpartur fjölskyldunnar náði sér í. Gamlárskvöld var mjög skrýtið. Hilmar Þór hafði gist hjá ömmu sinni og afa og við ætluðum svo að skella okkur þangað í kvöldmat og eyða áramótunum með þeim. Þegar við vorum nýlögð af stað ældi Arndís Inga í bílinn og við snérum við. Niðurstaðan varð því sú að ég og Arndís Inga eyddum áramótunum með Báru og tengdafjölskyldu hennar en Árni Pétur og Hilmar Þór skelltu sér á Hlíðarveginn og eyddu áramótunum með mömmu og pabba:) Laust eftir miðnætti, þegar Árni Pétur var á leið yfir til okkar, hringdi mamma og sagði að Hilmar Þór væri byrjaður að æla.....við skelltum okkur því yfir og sóttum hann.....já þetta voru semsagt ,,stuðáramót".
Ég náði mér svo í pestina 2. janúar og vá hvað ég var búin að gleyma hve ógeðsleg ælupest er! Nú held ég bara í vonina að það líði a.m.k. 15 ár þar til ég fæ hana næst!
Nú er annars snjókoma og kuldi hér á Norðurlandinu. Nú er búin að fenna svo fyrir gluggana hjá okkur að ég sé ekki út um einn einasta glugga. Það er því bara ljúft að það sé laugardagur og engin þörf á því að fara út.
Annars stefnum við nú á að skella okkur í matarklúbb í Grímshús í kvöld. Það verður án efa ljúft, að borða góðan mat í góðum félagsskap getur ekki klikkað.
Ég hlakka óskaplega til næstu helgar því þá ætlum við Elsa Lára og Jóhanna Más. að skella okkur á Akureyri:) Erum búnar að panta okkur Kennaraíbúð og ætlum að hafa það gott, spjalla, borða og kannski að versla smá:) Æi það verður ljúft!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í dag.....aldrei að vita hvenær ég manna mig upp í að henda einhverju hér inn næst:)
kv. Helga

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jeeesss... nýtt blogg, ég ætlaði ekki að trúa eigin augum þegar ég leit hér inn...

Ég er sokkin ofan í Eragon, takk kærlega fyrir mig!!! Loksins er þriðja bókin komin, eftir að ég er búin að væla utan í Pésa 2 síðustu sumur hvað sé að frétta af bók nr. 3 hvort hún fari nú örugglega ekki að koma! En biðin var þess virði, það get ég sagt, þó ég sé bara komin á kafla nr. 5!

Ástarkveðjur í kotið.
Ester

9:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir að gleyma ekki að kvitta á mína færslu:)
Bróðir þinn á nú heiðurinn af jólagjöfinni þinni þetta árið....verð að viðurkenna það að mér finnst ekkert sérstaklega gaman að gefa bækur í jólagjöf....en það er nú gott að þú njótir hennar:)
kv. Helga

3:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir að gleyma ekki að kvitta á mína færslu:)
Bróðir þinn á nú heiðurinn af jólagjöfinni þinni þetta árið....verð að viðurkenna það að mér finnst ekkert sérstaklega gaman að gefa bækur í jólagjöf....en það er nú gott að þú njótir hennar:)
kv. Helga

3:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Góða skemmtun á Akureyri, skilaðu kveðju til stelpnanna, ég kem með næst. Þið verðið að fara að sjá Sólskinsdrenginn í bíó. Kv. Bára

10:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hlakka svo til :) Sjáumst á föstudaginn.

11:35 PM  

Post a Comment

<< Home