Saturday, May 09, 2009

Lífið í sveitinni

Komið þið sæl. Ætli að maður verði nú ekki að hysja upp um sig brækurnar, bretta upp ermarnar og reyna að henda inn einhverjum fréttum á þessa blessaða síðu????
Hvar skal byrja?
Ætli að það sé ekki við hæfi að byrja á veðrinu. Hér í Aðaldal er sem sagt allt hvítt eftir leiðindaveður í gær! Ég verð nú að viðurkenna það að ég var ekki par hrifin af þessu.....mér hlýnaði mjög um hjartarætur í morgun þegar ég kíkti í Fréttablaðið sem Marinó var svo elskulegur að skilja eftir við útidyrnar í morgun þar sem stóð að spáð væri 20 stiga hita á Norðausturlandi í vikunni....þannig að nú bíð ég bara spennt með bíkiníið klárt og alles;)
Annars er nóg að gera í blessaðri vinnunni. Farið að styttast allsvakalega þar til sumarfríið skellur á og þar af leiðandi margt að gera við námsmat og annað sem tilheyrir skólaslitum.
Við stefnum á Akureyrarferð á morgun. Ása tengdó er að útskrifast úr Myndlistaskólanum og ætlum við að fara og kíkja á útskriftarsýninguna....svo er ég víst búin að lofa börnunum að kíkja í bíó þannig að ég verð víst að standa við það líka;) Annað kvöld ætlum við svo að elda fyrir hana og systkini hennar hér í Nesi svona í tilefni útskrifarinnar:)
Já hvað ætli að ég geti blaðrað meira.....Arndís er fullviss um að ég sé með stelpu í maganum og þegar ég spurði hana af hverju svaraði hún með hneykslisróm: ,,Sko mömmur fæða stelpur en pabbar fæða stráka"....þar hafið þið það! Spurnig hvort það leynist bara einn lítill drengur í ístrunni á Árna Pétri:)
Jæja held að ég sé alveg orðin þurrausin núna. Verið nú endilega svo væn og kvittið út í rauðan dauðann því það er svo skemmtilegt (og örugglega hvetjandi til frekari skrifa)
Hafið það gott í snjónum....og sólinni!
kv. Helga sumarsjúka

4 Comments:

Anonymous Bára said...

hahaha... bíð spennt að sjá hvað kemur úr ístrunni á Pésa???? Ég sprakk úr hlátri við að lesa þetta. Njótið nú hlýjunnar á Norðurlandinu í vikunni. Hér er ennþá skítakuldi og endalaus rigning. Ég ætla rétt að vona að sumarið verði eitthvað betra en þetta. kv. Bára

11:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að fá smá fréttir af ykkur. Smelltu einum kossi á Ásu frá okkur í tilefni af útskriftinni.
Vona að sumarið og sólin séu mætt í Aðaldalinn :)
Bestu kveðjur úr rigningunni í Lúx,
Jóhanna og co

7:21 AM  
Anonymous Ester Ósk said...

Ahaha... Guð þetta barn, ég hló endalaust þegar ég las þetta gullkorn frá Arndísi. Pési verður að setjast niður með henni og útskýra að það séu bara kökur og bjór í bumbunni á honum ;)

15 dagar í heimkomu!!!

Þið verðið að kyssa alla og knúsa í útskriftarveislunni hennar mömmu, vildi ég gæti verið með :(

Ástarkveðjur heim og knús á línuna.
Ester.

9:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Arndís er nú með þetta allt á hreinu. Þið komið kannski bara með tvö einn strák og eina stelpu. hehehe

Kv. Ingunn

10:02 PM  

Post a Comment

<< Home