Wednesday, September 27, 2006

41 vika og 1 dagur:)

Ó já góðir hálsar hér sit ég enn og er alveg hætt að skilja þetta feimna barn! Ég fór að fá verki í gærkvöldi, nokkuð reglulega en ekki mjög harða. Mín hringdi inn á Akureyri og þær sögðu mér að kíkja á sig en um leið og ég lagði á minnkuðu verkirnir og barnið hætti við að láta sjá sig. Ég ákvað því að sjá hvort ég gæt sofnað og ætlaði að hendast af stað um leið og ég fyndi einhverja verki í nótt. Það gerðist sem sagt ekki og því sit ég hér enn og veit ekki alveg í hvorn fótinn ég á að stíga. Þessir fyrirvaraverkir villa þvílíkt um fyrir mér að núna veit ég ekkert hvenær passlegt er að leggja í hann. Ég verð að viðurkenna það að mér finnst það dálítið óþægilegt að vera í klukkutíma fjarlægð frá fæðingardeildinni og er að spá í að skella mér í heimsókn til þeirra núna seinnipartinn ef ég fæ vott af verkjum og láta þær skoða mig, bara svona til öryggis!
Núna þarf ég því bara að fara að skoða fataskápinn minn og reyna að finna mér einhver spariföt til að fara í í brúðkaupið hjá Grímsa og Ingibjörgu á laugardaginn:) Edda fór af stað í brúðkaupi systur hans Grímsa þegar hún átti Andreu Ósk þannig að ég stóla bara á að það dugi fyrir mig líka. Ætli að stubburinn sé ekki álíka mikil félagsvera og móðir hans og vilji bara engan veginn missa af veislunni??? Nei maður spyr sig. Hvað haldið þið?
Kv. Helga

Monday, September 25, 2006

Nokkrar sumarmyndir og vonandi síðasta bumbumyndin


Hilmar í sumarbústaðnum í góða veðrinu í júlí

Með Báru frænku

Hilmar Þór og Einar Gunnar

40 vikur og 6 dagar Posted by Picasa

40 vikur og 6 dagar:)

Ó já hvort sem þið trúið því eða ekki þá er ekkert að gerast! Ég fór í skoðun í dag og ljósmóðirin hreyfði við belgnum en mér sýnist það ekki duga til, þessi stubbur ætlar bara ekki að láta sjá sig. Við slökum því bara á í sveitinni á meðan, ég sef og hef það gott á meðan Edda, Pési og Hemmi eru sveitt að sinna húsverkum og börnum. Það má því segja að ég sé í slökun og dekri þessa dagana:)
Annars fékk ég nokkra gesti í heimsókn í gær. Ég skellti í nokkrar tertur og heita rétti og hafði ,,opið" hús. Það var ansi vel heppnað. Þar sem ég vissi ekki alveg hvort ég yrði heima tók ég þá ákvörðun að bjóða ekki til veislu heldur ákvað að hafa þetta á rólegu nótunum en eiga eitthvað smá með kaffinu ef einhver léti sjá sig. Það var barasta þónokkur straumur af fólki og þetta var bara nokkuð vel heppnað.
Veðrið var vægast sagt mjög gott, sól og logn þannig að við hjónaleysin enduðum á því að fá okkur góða gönguferð niður að á, barnlaus og allt þar sem Hemmi og Edda pössuðu Hilmar Þór á meðan. Mér fannst þetta alveg yndislegt en Pési var farinn að hafa orð á því að þetta væri nú orðið fulllöng ganga. Okkur ber nefnilega yfirleitt ekki saman um vegalengdir, þegar ég held að við höfum gengið 2 km. þá margfaldar hann það a.m.k.með fjórum. Næsta verk á dagskrá er því að fara á bílnum og mæla þetta og sjá hvort okkar hafi rétt fyrir sér:)
Annað er ekki að frétta héðan í bili. Hafið það gott. Kv. Helga og feimna bumbukrílið

Sunday, September 24, 2006

Nóg að gera í sveitinni


krakkarnir að hjálpa pabba að gera æfingar

hvernig færi maður að án aðstoðar

hilmar á fullri ferð á fjórhjólinu hennar Andreu

nýjasta bumbumyndin Posted by Picasa

Framkvæmdir

Smá myndir af framkvæmdum í Nesi

Krakkarnir rosaduglegir að hjálpa mér

Hilmar gröfumaður

Verið að grafa fyrir dreni
 Posted by Picasa

Afmælisdagurinn runninn upp og enn ekkert að gerast

Já þetta blessaða barn vill ekki koma út! Það er svo sem allt í lagi nema þá einna helst að nú finnst mér ég annað slagið eiga nokkuð erfitt með gang og finnst ég ekki mega gera neitt án þess að fá verki í nárann. Ég ætla því hér með formlega að bjóða barnið velkomið (ef það skyldi vera að bíða eftir því:)
Annars buðum við heim fólki í gær, Pési og Edda elduðu dýrindis mat; humar og gæs með öllu tilheyrandi og úðuðum við í okkur þar til við stóðum á öndinni! Völli, Þóra, Grímur, Ingibjörg og börn komu og áttum við góða kvöldstund saman. Hávaðinn og lætin í börnunum voru að vísu vel yfir hættumörkum þannig að ég held að það verði einhver bið í fjölgun hjá Völla og Þóru:) Ég verð líka að viðurkenna það að ég fórnaði höndum og krosslagði fætur, langaði barasta að hætta við þetta allt saman (nei, nei bara að grínast:)
Annars tók ég þá ákvörðun í gær að skella í nokkrar hnallþórur svona úr því að barnið lætur ekkert á sér bera og þið eruð hér með öll boðin í kaffi. Endilega fáið ykkur sunnudagsrúnt í Aðaldalinn og Svanfríður ég skal reyna að semja við Hemma um að ,,skjótast" eftir þér:)
Læt þetta duga í bili, ætla að vekja Pésa og fá vaktaskipti. Hafið það gott. Kv. Helga

Friday, September 22, 2006

40 vikur og 3 dagar:)

Ó já tíminn líður og krílið virðist ekkert vera á leiðinni. Við erum hin rólegustu yfir þessu, slöppum bara af í sveitinni og notum tímann til að klára hin ýmsu verk svo Pési geti bara sinnt föðurhlutverkinu þegar þar að kemur. Við vorum úti í allan dag, frábært veður og við eyddum honum í að slétta fyrir framan Nes á gröfunni. Við Hilmar skelltum okkur svo í kirkjuna og ég fræddi hann um Jesú. Hann var staðráðinn í því að Jesú svæfi uppi í kirkjunni og að hann myndi passa sig þegar við þyrftum að skreppa eitthvert í burtu:)
Svo styttist víst í fertugsaldurinn, hrukkurnar og gráu hárin. Ætli að ég skelli ekki í eina væna köku á morgun (nú nema ég ákveði að eyða deginum á fæðingardeildinni:) og þið eruð öll velkomin í heimsókn á sunnudaginn.
Bára greyið hringir oft á dag í gemsann minn og viti menn ég gleymi alltaf að hafa hann á mér. Hún var þess fullviss í gær að ég væri upp á fæðingardeild því Pési svaraði ekki heldur símanum sínum. Ég lofaði því öllu fögru í gær um að hafa símann við höndina í dag en auðvitað gleymdi ég því og voru nokkur missed calls þegar ég kom inn. Ætli að ég verði þá ekki bara að lofa henni því enn einu sinni að reyna að muna eftir honum á morgun.
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að svæfa Hilmar Þór. Ég þakka ykkur öllum fyrir kommentin, mér þykir afskaplega vænt um að sjá að þið hugsið til mín.
Kv. Helga

Wednesday, September 20, 2006

40 vikur og 1 dagur:)

Ó já enn er ekkert að gerast, krílið vill ekki koma út og við bíðum bara hin rólegustu. Annars er lítið að frétta héðan. Pési á fullu að búa til dren frá Nesi, notar tímann vel áður en feðraorlofið hefst:)
Hilmar Þór og Andrea Ósk leika sér í mömmu og pabbaleik þessa dagana. Það nýjasta er að hafa mig sem litla barnið og svo eru þau voða góð við mig. Mamman velti t.d. bílnum áðan og auðvitað rauk pabbinn í að gera við drossíuna. Mamman eldaði svo rosalega góðan jarðarberjagraut úr sandi áðan og við skófluðum honum í okkur í orðsins fyllstu merkingu!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili, ætla að halda áfram að bíða:)
Kv. Helga

40 vikur og 1 dagur:)

Ó já enn er ekkert að gerast, krílið vill ekki koma út og við bíðum bara hin rólegustu. Annars er lítið að frétta héðan. Pési á fullu að búa til dren frá Nesi, notar tímann vel áður en feðraorlofið hefst:)
Hilmar Þór og Andrea Ósk leika sér í mömmu og pabbaleik þessa dagana. Það nýjasta er að hafa mig sem litla barnið og svo eru þau voða góð við mig. Mamman velti t.d. bílnum áðan og auðvitað rauk pabbinn í að gera við drossíuna. Mamman eldaði svo rosalega góðan jarðarberjagraut úr sandi áðan og við skófluðum honum í okkur í orðsins fyllstu merkingu!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili, ætla að halda áfram að bíða:)
Kv. Helga

Monday, September 18, 2006

39 vikur og 6 dagar:)

Ó já 19. sept. er á morgun og enn er ekkert að gerast! Fór í skoðun í morgun og barnið er ekki enn skorðað þannig að við verðum að hringja á sjúkrabíl og vesen ef ég missi vatnið. Pési var voða kátur, sagðist bara getað legið í því þar til krílið skriði út en ég var fljót að benda honum á það að það væri alls ekki garinterað að ég myndi missa vatnið. Hann varð því að sleppa bjórnum greyið kallinn:)
Að öðru leyti er lítið að frétta, jú nema að framkvæmdir eru formlega hafnar í Nesi. Pési er búinn að grafa frá norðurhliðinni á húsinu, gera dren og skipta um lagnir (aðallega út af því að hann gróf þær allar í sundur alveg óvart:) Svo er bara að skella sér í að panta glerið og klæðninguna svo við getum hafist handa!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í þetta skiptið. Please kommentið....
kv. Helga

Saturday, September 16, 2006

Gæsun afstaðin

Sælt veri fólkið. Ég var að koma heim frá Húsavík þar sem við vorum að gæsa hana Ingibjörgu. Þetta var hin ágætasta skemmtun, klæddum hana í rosalega fínan sundfatnað og froskalappir og þrammaði hún um göturnar við mikla kátínu okkar hinna, svo fórum við í heimahús og elduðum, sungum í Sing Star o.fl. Ég held að hún hafi bara haft nokkuð gaman af þessu:)
Annars er lítið að frétta héðan. Bumbubúinn lætur ekkert vita af sér, nema þá einna helst með vænum spörkum annað slagið og við erum hin rólegustu.
Pésa tókst að grafa í sundur kaldavatnslagnirnar og skólpið í Nesi í gær þannig að hans dagur fór í aðalatriðum í að koma því saman aftur. Hilmar Þór og Andrea Ósk léku sér saman í dag, enginn leikskóli til að gera honum lífið leitt svo hann var glaður og ánægður. Þau eru á fullu í mömmu og pabbaleik þessa dagana. Hilmar Þór er pabbinn og Andrea mamman og það er mjög gaman að fylgjast með þeim. Andrea strýkur á sér magann og segir að það sé lítið barn í bumbunni o.s.frv. sem betur fer eru þau ekki enn komin á þann aldur að vilja fá að vita hvernig börnin komast í magann. Ég lenti nefnilega í því í sumar að Svanberg Addi (sem er 4 ára) spurði mig hvernig barnið hefði komist í magann á mér og þá fannst mér afskaplega gott að geta sagt honum að spyrja foreldra sína:)
Annað held ég að sé ekki að frétta héðan. Endilega kommentið því það er svooooo gaman:)
kv. Helga

Friday, September 15, 2006

Myndir af Nesi fyrir Svanfríði (vá hvað ég er dugleg:)


Nes séð frá Árnesi

Nes séð úr garðinum, tvö tré farin many to go!

Horft yfir eldhúsið úr stiganum, hér setjum við nýja innréttingu:)

Risastóra baðherbergið sem mun fá smá ,,upplyftingu" Posted by Picasa

Loksins myndir


Maður kann nú að segja ,,sís"

Voðalega sæt og góð frændsystkin

Svona er bumban í dag, 39 vikur og 3 dagar

Hilmar liðtækur í að naglhreinsa dekk Posted by Picasa



 Posted by Picasa

Tuesday, September 12, 2006

smá blogg

Sælt veri fólkið og takk fyrir kommentin:) Héðan úr sveitinni er allt gott að frétta. Pési vonandi að klára síðustu tvo fylgdardagana á þessu ári og þá getum við farið að að hafa það gott.
Ég fór í mæðraskoðun í morgun, komin sléttar 39 vikur og krílið virðist ekkert vera á leiðinni. Ég vil gjarnan að það fari að láta sjá sig, bónaði bílinn og fékk mér góðan göngutúr í dag til að reyna að koma þessu af stað, en mér sýnist það ekki vera að gera sig. Annars erum við nokkuð róleg yfir þessu, ætli að það láti ekki sjá sig fljótlega, nokkrir dagar til eða frá skipta ekki máli.
Hilmar Þór virðist enn ekki alveg hafa tekið leikskólann í sátt, vældi í morgun þegar við fórum með hann. Vonandi hættir hann því fljótlega því mér finnst afskaplega leiðinlegt að þurfa að skilja hann eftir vælandi! Annars fór ég með hann til læknis í morgun og einhverra hluta vegna finnst honum það eitt af því skemmtilegasta sem hann gerir. Hann spjallaði heilan helling við lækninn, spurði hana spjörunum úr um hitt og þetta og hún hafði mjög gaman af. Í mæðraskoðuninni fékk hann svo að aðstoða við að mæla blóðþrýstinginn hjá mér og fleira og var mjög gaman að fylgjast með honum!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Ég set inn myndir af krílinu um leið og það lætur sjá sig. Kv. Helga

Sunday, September 10, 2006

Komið þið sæl. Ég er svo upp með mér yfir öllum nýju bloggvinunum að mér finnst ég verða að standa mig í blogginu og skrifa einhverja vitleysu!
Annars er þetta búin að vera ágætis helgi. Pési og fleiri steggjuðu Grímsa greyið í gær og við konurnar vorum hér heima að sinna börnum og búi. Ég bauð Ingibjörgu, Stefáni Óla og Eddu Hrönn í hamborgara og börnin léku sér saman fram eftir kvöldi. Í dag á Edda Hrönn svo afmæli, til hamingju með það snúlla, og við ætlum að skella okkur í afmæliskaffi í Grímshús á eftir. Pési og félagar skiluðu sér ekki heim fyrr en um sexleytið í morgun en Pési var driver og mér sýndist á svipnum á honum að honum hafi ekki fundist það mjög skemmtilegt, þ.e.a.s. að koma liðinu heim með sér. Hann sagði að hann hefði örugglega haft gott af því að upplifa þetta (og var ég alveg sammála honum:)
Ég held áfram undirbúningi barnsins, keypti bílstól í gær og kláraði að þvo það sem þarf að þvo. Nú eigum við bara eftir að sækja vögguna í Grímshús og þá má stubburinn fara að láta sjá sig.
Næstu dagar verða ansi busy, Pési og Hemmi þurfa báðir að guida næstu þrjá daga og Ásta Margrét er að fara til útlanda þannig að Ása og Edda verða einar með eldhúsið og þrifin í Veiðó. Að vísu held ég að Svana ætli að bjarga okkur og taka kvöldvaktirnar þannig að þetta reddast örugglega. Nú eru ekki nema tíu dagar þar til þessu linnir, mikið verður það nú gott. Að vísu koma nokkrar gæsaskyttur þann 20. og stoppa í þrjá daga og það verður smá púsluspil að manna það, en það hlýtur að reddast!
Jæja ætla að fara að gera eitthvað af viti, hengja út þvott og sinna börnunum. Hafið það gott. Kv. Helga

Friday, September 08, 2006

Akureyrarferð

Komið þið sæl, ég er svo glöð með öll kommentin að ég verð bara að skella inn nýrri færslu!
Við skelltum okkur til Akureyrar í dag, fórum í allskyns búðir og reyndum að eyða smá peningum. Ég verslaði t.d. lítil snuð, taubleyjur o.fl. fyrir nýja barnið. Að því loknu fórum við með erfðaprinsinn í sund sem honum fannst afskaplega ánægjulegt. Að vísu byrjaði dagurinn ekki vel, Hilmar Þór byrjaði að væla þegar ég beygði inn að leikskólanum og þvertók fyrir það að fara þangað inn. Ég gaf mig nú ekki og límdi hann sig vægast sagt á mig og grét svo sáran að mitt litla móðurhjarta (sem er óvenjuviðkvæmt þessa dagana) gaf sig og ég átti ansi erfitt með að halda aftur af tárunum. Eftir u.þ.b. 20 mínútna leik við hann fékk ég loksins að yfirgefa svæðið og var ég fljót að benda föður hans á það að hér eftir færi hann með hann á leikskólann! Ég ætla rétt að vona að þetta líði hjá því ég get ekki hugsað mér að hafa hann þar ef hann vill það alls ekki. Hann var svo rosalega ánægður á leikskólanum á Höfn, tók alltaf vel í að fara þangað og oft þurfti meiri að segja að tala hann til til fá hann heim! Við leggjumst því á bæn og vonum að þetta tímabil taki enda.
Jæja ætli að ég fari ekki að koma mér í háttinn. Hafið það gott og bara svo þið vitið það þá eruð þið öll velkomin í heimsókn í dalinn hvenær sem er:)
kv. Helga

Wednesday, September 06, 2006

Smá blogg

Komið þið sæl og blessuð. Héðan er afskaplega lítið að frétta annað en það að í þessum töluðum orðum fékk ég vægt spark í rifbeinin! Dagarnir hérna líða líkt og annars staðar og ég hóf formlegan undirbúning fyrir komu nýja barnsins í morgun þegar ég setti minnstu barnafötin í þvottavélina. Pési er á fullu í guideríi og teljum við niður klukkustundirnar þar til þeirri vitleysu lýkur! Okkur dauðlangar að fylgjast með Magna í kvöld en því miður getum við það ekki í sveitinni:(
Ætli að ég hafi þetta nokkuð lengra í bili, Edda er að reyna að leggja sig og Hilmar Þór vælir og skælir. Best að viðra okkur aðeins. Hafið það gott.
Kv. Helga

Friday, September 01, 2006

Nýtt blogg

Jæja mér heyrist á Báru að það sé kominn tími á annað blogg! Annars er helsta vandamálið það að það gerist svo lítið í sveitinni að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa.
Annars finnst mér alltaf voðalega gaman þegar fleiri góðir vinir kíkja á síðuna, takk fyrir kommentið María.
Nú hefur heldur róast hjá Pésa en samt nóg að gera. Pési var að byrja í skólanum í dag og svo hefur hann verið að guida síðustu tvo daga. Við stefnum að því að skella okkur á Akureyri eftir helgi til að versla smá fyrir Nesframkvæmdirnar, sem geta vonandi bráðum farið að hefjast. Við bíðum eftir gluggateikningum núna og þurfum að fara að kaupa einangrun og klæðningu eftir helgi. Svo þarf bara að bretta upp ermar.....
Hilmar Þór kann vel við sig á leikskólanum sínum, hann leikur sér við Stefán Óla og Þráin Maríus frændur sína og svo bíður Andrea Ósk eftir honum heima þegar skólanum lýkur. Við Edda bíðum spenntar eftir að þau skipti um leik en það vinsælasta núna hjá þeim er tröllaleikur sem felst í því að þau öskra heilmikið, hlaupa inn í Ásuherbergi og fela sig undir sænginni fyrir tröllum sem herja á þau úr ýmsum áttum. Við reynum að tala við þau á rólegu nótunum og fá þau til að lækka í sér en það gengur ekki sem skyldi. Við bíðum því spenntar eftir því að þessi leikur hætti að vera vinsæll!
Jæja ég held að hausinn á mér sé orðinn tómur. Hafið það gott og eigið góða helgi.