Wednesday, December 26, 2007

Jólabloggið

Komið þið sæl. Ætli að röðin sé ekki komin að mér að henda hér inn nokkrum línum. Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegrar jólarestar og farsældar á komandi ári. Við þökkum líka allar gjafirnar og kortin sem okkur bárust, er sko búin að ræða þessi mál mikið við Hilmar Þór og útksýra fyrir honum hve heppinn hann er að eiga svona marga góða vini sem senda honum fallegar gjafir því það er sko ekki sjálfsagt mál, held svei mér þá að hann hafi skilið mig. Arndís Inga kippti sér nú ósköp lítið upp við pakkaopnunina, sat og kúrði sig í fanginu á Bensa afa og Ásu ömmu til skiptis. Það sama má ekki segja um Hilmar Þór og Andreu Ósk. Ég held svei mér þá að ég hafi aldrei séð Hilmar Þór svona öran, ég reyndi að tala við hann og eins innantómt augnráð hef ég aldrei séð, orðin fóru beint í gegn og hann hentist af stað um leið og ég hafði sleppt orðinu:) bara gaman að því!
Jóladegi eyddi ég að mestu í rúminu en ég var hálf slöpp með hósta, hor og kvef. Hilmar Þór og Árni Pétur skelltu sér á skauta en skilst mér að Hilmar Þór hafi nú verið frekar ragur. Þegar ég spurði hann svo hvort hann langaði með mér á skauta á morgun sagði hann mjög mæðulega: ,,nei ég kann ekki á skauta"....mín varð því að útskýra fyrir honum að æfingin skapar meistarann og allt það og vonandi tekst mér að tala hann inn á að prófa aftur fljótlega.
Í dag skelltum við okkur í kaffiboð til Jóhönnu og Garðars í Laxárvirkjun og það klikkaði nú ekki frekar en fyrri daginn, borðuðum á okkur gat og líklega þurfum við ekkert að borða fyrr en á næsta ári.
Jæja nú er verið að fara að sýna Börn í sjónvarpinu, best að hætta þessu bulli.
Góða nótt.
kv. Helga

Sunday, December 16, 2007

Enn og aftur myndir

Helga er alveg hætt að nenna að blogga, en ég hendi hér inn nokkrum myndum úr dalnum fagra og auðvitað börnunum, svo fjarverandi vinir og ættingar geti notið dýrðarinnar;)

jólakveðjur til allra ÁrniP






















Neskirkja að næturlagi













Syrpa með Hilmari og jólasveinum




































































































kvöldstemming. Laxá í Aðaldal í klakaböndum
Tekið úr leirhólma upp á í áttina að Grástraum.






































































Morgunsól












Glitský ? Tekið af sólpallinum







Tuesday, December 04, 2007

Nokkrar myndir

Jæja nú erum við aftur í sveitarsælunni og lífið farið að ganga sinn vanagang
Helga jólabarn bakar og bakar, börnin eru dugleg að hjálpa og ég meðvikur í vandanum og geri mitt besta til þess að láta allar kökur hverfa ofaní mig þannig að það viðhaldist þörfin til baksturs

bestu kveðjur
Árni P og co





















Bakaradrengur











Pabbi að kveikja á aðventunni með
Börnunum sínum

















Bakara börn














Bára, Sammi og Sandra Sif

















Mesti töffarinn í bænum