Tuesday, February 28, 2006

Sólarlag á Höfn


sólarlag



Í kvöld var bara flott sólarlag, ég náði þó bara rétt í endan á því. það var svo grimm kalt í dag að við treystum okkur ekki út í neina hreyfingu. En ég stóðst þó ekki mátið að fara aðeins af stað með myndavélina, og var Hilmar sérstakur ráðgafi úr aftursætinu
kveðjur
Árni Pé og co Posted by Picasa

Sunday, February 26, 2006

Sunnudagurinn 26. febrúar
Sælt veri fólkið (vonandi eru einhverjir að kíkja á okkur)
Dagurinn í dag var óskaplega fagur, mikil sól og blíða (eins og vanalega) og við notuðum daginn vel. Við byrjuðum á því að bjóða Jóhönnu og strákunum og Möttu og Hjálmari í saltkjöt og baunir:) síðan fengum við okkur lúr sssss....... og skelltum okkur svo í bolluveislu til Jóhönnu og co. Því næst fengum við okkur hjólatúr um bæinn og keyptum okkur hamborgara á grillið. Það er því nokkuð ljóst að við grennumst ekki þessa helgina, enda engin ástæða til!
Hilmar Þór er að verða hinn mesti íþróttaálfur og tekur virkan þátt í teygjum og íþróttaæfingum með föður sínum, okkur finnst hann alveg frábær:)
Hann er orðinn voðalega kurteis, föður hans fannst hann að vísu heldur kurteis í morgun þegar hann bauð honum knús og Hilmar svaraði: ,,Nei takk" Við þurfum því að fara að kenna honum hvenær það er við hæfi að segja takk og hvenær ekki.
Jæja ætla að láta þetta duga í dag, munið svo að kvitta
Góða nótt og eigið góða vinnuviku
kv. Helga og co.

Sunnudagur úti að hjóla og Hilmar að teygja á með pabba sínum




 Posted by Picasa

Saturday, February 25, 2006

Laugardagur

Jæja nú vorum við voðalega dugleg og löbbuðum upp skarðið:) Húsbóndinn á heimilinu er sérstaklega ánægður með að hafa getað borið litla barnið sitt á bakinu alla leiðina! (húsmóðirin hélt á vatnsbyrgðunum þannig að aumingja húsbóndinn kæmist alla leið)
Fórum síðan og fengum okkur sveitta hamborgara með frönskum á milli, bara svona rétt aðeins til að verðlauna okkur og tryggja að við myndum ekki missa eitt gramm.
Haldið ekki að við höfum svo fundið litlu myndavélina með öllum myndunum frá Barcelona og Helga missti sig alveg, hló og skríkti og hélt langa ræðu um nauðsyn þess að sleppa að heiman og komast í alvöru vinkonuferð annað slagið. Pési minntist þá á það að hann ætti inni eina ferð en sem betur fer hafði húsmóðirin ekki gleymt New York ferðinni frá því í fyrra þannig að hún slapp fyrir horn!
jæja ætli að ég verði ekki að fara að leggja mig
Kv. Helga og co.

Vinkonuferð til Barcelona, varð að smella því hér inn:)




 Posted by Picasa

Friday, February 24, 2006

Hilmar veikur

Hilmar er búin að vera veikur sl. þrjá daga og erum við helga búin að vera að skiptast á að vera heima... Og já eins og glöggir lesendur geta giskað á þá er ég (pabbinn) einmitt heima í dag.
Af okkur er allt gott, það er brjálað að gera í námi og vinnu og ég er orðin leiður á að gera aldrey neitt nema læra og vinna! En það var kærkomin vítamínsprauta að fá Hemma, Eddu, Andreu, Ester og Garðar í heimsókn sl. helgi og komast aðeins á fjöll.
k.
ArniP

Thursday, February 23, 2006

Hilmar þór sumarið 2005 að máta mótorhjóla jakkan hans pabba

 Posted by Picasa

Snilldar Jeppaferð síðustu helgi. Hér er Ester systir að reyna að eyðileggja Cruserinn minn við að sprengja skafla



Posted by Picasa

Sumarbústaðaferð, hilmar að kissa Eddu H

 Posted by Picasa

Hilmar að baka fyrir afmælið sitt.




Posted by Picasa

Humm,,, ein skeið fyrir mig og ein skeið fyrir kökuna..:)

Posted by Picasa

Hilmar Þór myndasíða

Jæja nú á aldeilis að gera tök, og koma einhverjum myndum frá sér af syninum. Annars ætla ég náttúrulega að láta Konuna vera ritstjóra, þannig að ég þurfi nú örugglega ekki að gera neitt nema stofna síðuna..