Wednesday, August 15, 2007

Sumarið búið?

Jæja nú er eins og sumarið sé búið. það er dimmt úti nánast allan sólarhringinn þar sem hér er búið að vera rigning og hið versta veður sl. viku. Þetta sumar hefur einhvernveginn hlaupið frá manni og það hefur ekki mikið verið gert nema vinna, vinna, vinna. við erum því miður búin að missa af 2 brúðkaupum og það er rosalega leiðinlegt, en það er víst ekki auðvelt að komast frá þegar maður er alltaf að vinna.
það er búið að vera mjög gestkvæmt í sumar, og batteris are low. en það er nú samt alltaf gaman að fá gesti.
núna set ég inn bara bunch að myndum. Helga skrifar svo örugglega eitthvað skemmtilegt síðar..
im out. pesi og co





















Monday, August 06, 2007

Sveitalífið:)

Jæja tími á smá blogg.... Nú er sko heldur betur farið að styttast í að vinnan og leikskólinn byrji, aðeins nokkrir dagar og það er ekki laust við að smá hnútur sé farinn að myndast í maganum á mér. Nú er bara verið að nota síðustu daga frísins í að slaka á, sinna gestum, búa til pall og e.t.v. að mála þakskeggið.
Það er búið að vera nokkuð gestkvæmt hjá okkur undanfarið og vil ég nota tækifærið og þakka öllum gestunum fyrir komuna, það er svooo gaman að fá gesti:)
Elsa Lára og Rúnar komu í dag og misstum við kellur okkur í að skoða gistimöguleika í Ammeríkunni...ohhhh það er svo gaman. Við erum nefnilega að spá í að skella okkur í jólainnkaupaferð til Boston eða Minneapolis 19.-22. október því þá verðum við báðar í vetrarfríi frá kennslunni:) Já það verður bara gaman!
Nú er ég að bíða eftir að húsbóndinn komi heim, klukkan er að skella í tíu og börnin loksins sofnuð. Það var smá möguleiki á að hann yrði í fríi þessa viku en því miður gekk það ekki eftir...æi við vorum eiginlega að vona það svo við gætum aðeins sinnt fjölskyldunni áður en skólalífið tekur við, nú og auðvitað klárað að smíða pallinn:)
Jæja best að hætta þessu bulli því ég hef ekkert merkilegt að segja
kv. Helga

Thursday, August 02, 2007

I'm back!

Jæja loksins erum við komin með nettengingu í Nesi!!! Mikið rosalega held ég að starfsmenn emax hafi hikstað mikið undanfarnar vikur:)
Af okkur er annars allt gott að frétta....sumarið æðir áfram og ég er farin að fá smá hnút í magann fyrir komandi hausti en það er einungis 12 dagar þar til börnin fara á leikskólann og 15 dagar þar til ég byrja í vinnunni....úff púff! Ég verð nú að viðurkenna það að ég væri alveg til í að það væri kominn svona ca. 15. september því þá ætti þetta nýja líf að vera farið að venjast og komin föst rútína á okkur öll sömul.
Hér er búið að vera ansi gestkvæmt síðustu daga og nóg að gera. Pési sést lítið heima, nóg að gera í fylgdinni og svo er hann að reyna að henda upp palli á milli vakta. Pabbi og Stebbi gerðu þau stóru mistök að kíkja í heimsókn og voru komnir í vinnugallann af gömlum vana áður en þeir vissu af:) Svo fer heiti potturinn vonandi að láta sjá sig og þá verður heldur betur slakað á:)
Jæja nú er Hilmar Þór að kalla á mig, smá bakslag í svefnmálum hér á bæ.... en það lagast vonandi fljótlega.
Þar til næst, tjá
kv. Helga