Sunday, May 17, 2009

Hlustað á litla bróðir/systur

Posted by Picasa

Saturday, May 16, 2009

Foreldarsýning í leikskólanum




Nú er mín sko heldur betur að standa sig! Farin að henda inn myndum og alles;)
Þessar myndir voru teknar á miðvikudaginn þegar Foreldrakaffið var í leikskólanum. Þar sungu börnin, dönsuðu og sýndu leikrit. Þetta var náttúrulega bara frábær upplifun, móðurhjartað sló hratt og gæsahúðin lét á sér kræla;)
Núna vorum við að koma heim úr Júróvisionpartýi í Laxárvirkjun og maður getur nú ekki annað en verið sáttur við kvöldið, borðuðum yfir okkur af góðum mat í góðum félagsskap og horfðum á Jóhönnu ,,okkar" lenda í öðru sæti;) Já nú er maður sko stoltur Íslendingur!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili og fari að sofa í hausinn á mér....þar til næst TJÁ!
Posted by Picasa

Saturday, May 09, 2009

Lífið í sveitinni

Komið þið sæl. Ætli að maður verði nú ekki að hysja upp um sig brækurnar, bretta upp ermarnar og reyna að henda inn einhverjum fréttum á þessa blessaða síðu????
Hvar skal byrja?
Ætli að það sé ekki við hæfi að byrja á veðrinu. Hér í Aðaldal er sem sagt allt hvítt eftir leiðindaveður í gær! Ég verð nú að viðurkenna það að ég var ekki par hrifin af þessu.....mér hlýnaði mjög um hjartarætur í morgun þegar ég kíkti í Fréttablaðið sem Marinó var svo elskulegur að skilja eftir við útidyrnar í morgun þar sem stóð að spáð væri 20 stiga hita á Norðausturlandi í vikunni....þannig að nú bíð ég bara spennt með bíkiníið klárt og alles;)
Annars er nóg að gera í blessaðri vinnunni. Farið að styttast allsvakalega þar til sumarfríið skellur á og þar af leiðandi margt að gera við námsmat og annað sem tilheyrir skólaslitum.
Við stefnum á Akureyrarferð á morgun. Ása tengdó er að útskrifast úr Myndlistaskólanum og ætlum við að fara og kíkja á útskriftarsýninguna....svo er ég víst búin að lofa börnunum að kíkja í bíó þannig að ég verð víst að standa við það líka;) Annað kvöld ætlum við svo að elda fyrir hana og systkini hennar hér í Nesi svona í tilefni útskrifarinnar:)
Já hvað ætli að ég geti blaðrað meira.....Arndís er fullviss um að ég sé með stelpu í maganum og þegar ég spurði hana af hverju svaraði hún með hneykslisróm: ,,Sko mömmur fæða stelpur en pabbar fæða stráka"....þar hafið þið það! Spurnig hvort það leynist bara einn lítill drengur í ístrunni á Árna Pétri:)
Jæja held að ég sé alveg orðin þurrausin núna. Verið nú endilega svo væn og kvittið út í rauðan dauðann því það er svo skemmtilegt (og örugglega hvetjandi til frekari skrifa)
Hafið það gott í snjónum....og sólinni!
kv. Helga sumarsjúka