Sunday, November 30, 2008

nokkarar myndir

Jæja Góðir Lesendur!
Helga er farin á fésbókina og orðin of fínt fólk til að skrifa hérna inn;)
Þannig að nokkarar myndir frá Pésa


Hilmar og Tröllið





góðu börnin að leik

Jólatréið í garðinum


Nesið góða



duglegu börnin að hjálpa við kvöldmatinn



Arndís sætabaun
Posted by Picasa

Sunday, November 16, 2008

Komin með fésbók:)

Já þið lásuð rétt, mín er sko komin með fésbók! Ég er að vísu ekki alveg orðin ,,sjóuð" í henni strax en þetta fer allt að koma. Ég náði að henda inn nokkrum myndum. Allt að gerast!
Að öðru leyti er lítið að frétta af okkur. Enn ein helgin að klárast og jólin nálgast:)
Við Hilmar Þór skelltum okkur á árshátíð Hafralækjarskóla á föstudagskvöldið og það var hin besta skemmtun. Æi mér finnst svo skrýtið hvað hann er allt í einu orðinn stór, getur farið á kvöldskemmtanir og allt! Ég held að það sé gott fyrir hann að fá stundum að hafa mömmu sína út af fyrir sig;)
Ég var næstum því skotin í dag....já þið lásuð rétt. Haldið þið ekki að ég hafi verið að dóla mér í sakleysi mínu með börnin á leiðinni í sunnudagaskóla upp á Grenjaðarstað þegar bíll sem var á undan mér stoppaði á miðjum veginum. Allt í lagi með það en þegar ég ætlaði að taka fram úr honum rak hann haglabyssu út um rúðuna! Ég lagðist að sjálfsögðu á flautuna og sendi bílstjóranum illt augnaráð og þá brosti hann bara til mín. Já svona er Ísland í dag.
Jæja ætli að ég hendi mér ekki bælið og klári að lesa Mávahlátur fyrir svefninn.
Hafið það gott og nú vil ég að allir kommenti, nú nema þið séuð öll hætt að kíkja á bloggsíður og búin að snúa ykkur að fésbókinni:)
kv. Helga

Sunday, November 09, 2008

Helgin og Ísland í dag

Komið þið sæl. Nú er enn ein helgin að baki og svei mér þá ef jólin verða ekki bara skollin á áður en maður veit af:)
Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur um helgina. Hemmi, Edda, Andrea Ósk, Alexandra Ósk og Sigurgeir (bróðir Eddu) hafa verið hjá okkur og það er búið að vera mikið fjör. Börnin eru búin að leika sér þvílíkt og föðmuðust og kysstust þegar þau kvöddu hvert annað í kvöld og Hilmar grét og sagði að hann vildi að þau gætu verið hér í þúsund daga!
Annars er lítið að frétta af okkur. Allt við það sama. Ég er farin að hlakka til jólanna og miðað við umfjöllunina í þjóðfélaginu í dag held ég bara að það sé um að gera að fara að huga að jólunum því það eykur gleðina og minnkar þunglyndið sem hrjáir flesta þessa dagana. Ég ætla nú samt aðeins að reyna að sitja á mér með rauðu seríurnar....en ég veit ekki hvenær ég gefst upp og skelli þeim í samband:)
Ég vil gera það að tillögu minni að litla Ísland skeri niður sendiráðin sem eru á víð og dreif í heiminum. Hvað á það að þýða að lítil þjóð eins og Ísland (sem notabene er álíka margmenn og úthverfi í einhverri stórborginni út í heimi) þurfi að hafa 17 sendiráð um allan heim????? Einnig held ég að fækka megi þingmönnum um svona u.þ.b. helming og spara heilan helling. Þeir gera hvort eð er ekki neitt! Svo finnst mér fáránlegt að þeir sem komu okkur í þessa bölvanlegu stöðu séu að fara yfir stöðu mála því þeir draga bara lappirnar og forðast eins og heitan eldinn að viðurkenna mistök sín. Við þurfum að fá erlenda aðila, sem alls engra hagsmuna hafa að gæta hér á klakanum, til að fara yfir stöðuna og fletta ofan af allri spillingunni sem átt hefur sér stað!
Ætli að ég láti þetta ekki vera lokaorðin í kvöld...þori ekki að skrifa meira þar sem ég verð bara enn upptjúnaðri en núna sem leiðir til þess að ég næ ekki að sofna fyrr en undir morgun!
Góða nótt og góða vinnuviku (þeir sem enn hafa vinnu)
kv. Helga