Sunday, August 23, 2009

Staðan

Komið þið sæl. Nú er litla daman orðin rúmlega 2 vikna og allir að verða búnir að ná áttum og aðlagast nýja lífinu. Arndís Inga sýndi smá takta fyrstu dagana en er öll að koma til og Hilmar Þór virðist ekki kippa sér mikið upp við þessar breytingar.
Leikskólinn er byrjaður aftur okkur öllum til mikillar gleði. Blessuð börnin voru vægast sagt orðin hundleið á öllu hér heima og því dauðfegin að fá að hitta krakka og leika sér. Ekki skemmir svo fyrir að Ása amma er byrjuð að vinna á leikskólanum;0)
Við fórum með litlu rúsínuna (eins og Hilmar kallar hana) í sinn fyrsta göngutúr í vagninum í gær. Henni leið ósköp vel og steinsvaf allan tímann. Að sjálfsögðu fékk Arndís Inga líka að viðra litla barnið sitt í vagninum hennar en Hilmar Þór hjólaði á undan okkur. Nú vonum við bara að veðrið leiki við okkur næstu vikur svo við getum gert meira af þessu:0)
Jæja nú er ég að spá í að fara að skríða í bælið þar sem litla daman er nýsofnuð. Hafið það gott.
kv. Helga

Friday, August 14, 2009

Daman viku gömul í dag:)

Takk elskurnar fyrir góðar kveðjur. Við erum hjartanlega sammála ykkur, hún er æði eins og stóru systkinin sín;) Okkur sýnist hún heldur líkari bróður sínum frá því hann var nýfæddur....sumir halda því þó fram að eldri systkinin séu dálítið lík þannig að ætli að það megi ekki segja að hún sé lík þeim báðum;)
Annars gengur allt vel hjá okkur. Litla daman var í vigtun og er orðin 3750 grömm þannig að ég ætla að mjólka vel líkt og með hin börnin. Arndís Inga sýnir nú smá merki um afbrýðisemi, lætur það nú samt aðallega bitna á Ingu ömmu sinni en við vonum að það lagist. Hilmar Þór sýnir hins vegar engin merki um afbrýðisemi enn....krúttið litla bauðst meiri að segja til að fara úr mömmu og pabba rúmi þegar ég ætlaði að troða mér upp í með litlu sytur!
Við erum farin að bíða eftir að leikskólinn opni. Börnin eru orðin frekar leið á öllu hér heima við og ég held að allir verði fegnir að komast í rútínuna sína og hitta börnin á leikskólanum.
Jæja nú ætla ég að fara að ganga frá eftir kvöldmatinn. Læt þetta duga í bili. Enn og aftur takk fyrir öll fallegu kommentin ykkar;)
kv. Helga þriggja barna móðir:0)

Tuesday, August 11, 2009

Myndir af Ónefndri Árnadóttur