Sunday, April 20, 2008

Vorið er komið..jibbíjei!

Loksins, loksins það er komið VOR:) Það er búið að vera yndislegt veður yfir helgina, sól og logn og bara gaman! Svo fengum við líka góða heimsókn, TAKK KÆRLEGA FYRIR KOMUNA Elsa Lára, Rúnar, Þorsteinn Atli og Þórdís Eva. Komið endilega sem fyrst aftur:)
Svo eru bara þrír dagar þar til við leggjum land undir fót og fljúgum til borgarinnar. Mikið verður nú gaman að kíkja suður. Við höfum lítið sem ekkert farið úr sveitinni síðan um jólin og það er nú fulllangur tími fyrir húsmóðurina;)
Nú vona ég bara að Arndís Inga hristi af sér hitann og astmann sem hefur verið að hrjá hana um helgina:)
Hafið það gott og munið að njóta vorsins (og endilega kíkið í garðinn hjá mér ef þið viljið taka til hendinni:)
kv. Helga og fuglarnir sem syngja fyrir utan gluggann minn

Sunday, April 13, 2008

punktafærsla úr sveitinni

Jæja ætli að það sé ekki best að henda inn nokkrum línum þó svo ég viti ekkert um hvað ég ætla að skrifa. Ætli að það sé ekki best að henda fram nokkrum atriðum í punktaformi.

  • Í gær skírðu Hemmi og Edda dóttur sína og hlaut hún nafnið Alexandra Ósk. Innilega til hamingju með þetta fallega nafn:) Það var ógurleg veisla í Árnesi af því tilefni og erum við enn södd og sæl eftir allar kræsingarnar.
  • Við skelltum okkur svo snögga ferð á eyrina því Jói í Haga var að opna sýningu þar innra.

  • Ég uppgötvaði það líka að í gær voru nákvæmlega 18 ár liðin frá því ég fermdist.....úff þetta hljómar eins og ég sé orðin gömul, en að sjálfsögðu er það bara algjör vitleysa, ég hlýt bara að hafa verið óvenju ung þegar ég fermdist!

  • Um næstu helgi fáum við líklega heimsókn því Elsa Lára og fjölskylda eru að spá í að bruna á nýja kagganum í heimsókn....nú vona ég því bara að vinnuvikan verði fljót að líða eins og venjulega:)

  • Í þarnæstu viku er svo stutt vinnuvika og er líklegt að við skellum okkur suður í borgina þá:) Þannig að það er fjör framundan....jibbí:)

  • Svo er líklegt að ég heyri í Svanfríði innan skamms. Það er alveg með ólíkindum hve illa okkur hefur gengið að tala saman. Fyrst gerði ég nokkrar tilraunir til að hringja en hitti ávallt illa á hjá henni.....svo hef ég lítið verið heima undanfarna daga til að taka upp tólið þegar hún hefur hringt....svona vill þetta stundum verða:) En vonandi náum við að spjalla í dag.
  • Jæja nú hef ég ekkert meira að segja....nema kannski bara púúúú á ríkisstjórnina fyrir að lækka ekki olíuverðið!!!!
  • Bið að heilsa í bili.
  • Yfir og út
  • Helga