Sunday, June 24, 2007

Loksins



jæja nú erum við flutt..! það vantar reyndar ennþá opanlegu fögin í húsið þannig að við sofum alltaf mjög lengi frameftir útaf súrefnisskorti. það er ýmislegt smálegt eftir t.d. að klára herbergið hennar Helgu (þvottahúsið) , opnanlegu fögin, færa internetið yfir (koma sennilega ekki fleiri blogg þangað til að það gerist, sem verður ekki fyrr en eftir c.a. þrjá mánuði ef ég þekki þessa snillinga hja e-max rétt). en við erum búin að sofa 2 næstur í nesi og okkur líður mjög vel þar og erum mjög ánægð.

það kemur bara ein mynd núna og það er af Hilmari hestamanni sem sveik föður sinn og sagði eftir að hafa prófað að fara á hestbak í leikskólanum að við ættum að selja mótorhjólið og kaupa okkur hest!!!

im out k. pesi og co

Monday, June 18, 2007

skruppum í smá leyfi

Við skruppum í smá leyfi í Vopnafjörðinn. fengum lánað hús í sunnudal og létum fara vel um okkur í 2 daga. Erum nú kominn aftur heim í dalinn fagra í hefðbundið bras.
k. pesi og co





















Sunday, June 10, 2007

fyrsta kvöldmáltíðin







Það má segja að allt sé að verða klárt í Nesi. Við erum ekki enn flutt formlega en elduðum þó í fyrsta skipti í kvöld og buðum Grímshúsafamilíunni, Marinó og Svönu og Jóa og Ástu í nokkurs konar útskriftar-og innflutnings máltíð:) Elhúsgræjurnar virkuðu vel,fyrir utan það að okkur tókst að senda teskeið ofan í kvörnina í vaskinum og myndaðist töluverður hávaði þegar hún muldi hana í spað:) Einnig komumst við að því að við verðum að drífa okkur í að hengja upp myndir og setja inn fleiri húsgögn því það bergmálaði vel í húsinu þegar Hilmar Þór og Stefán Óli komust á flug í mótorhjólaleik á ganginum, vorum við öll komin með hálfgerðan hausverk af hávaðanum og endaði með því að ég sendi þá ofan í kjallara til að leika sér:)
Í gær fórum við inn á Akureyri þar sem Árni Pétur tók við útskriftarskirteininu sínu. Síðan skellti hann sér á sjó með Svanlaugi frænda sínum, við litum við í sumarbústaðnum hjá Jónasi og Söru og enduðum við svo daginn á því að skella okkur upp í Mývatnssveit með Grímsa og Ingibjörgu þar sem við fengum okkur að borða, böðuðum okkur í Lóninu og kíktum í heimsókn til Ragga og Ásdísar. Þetta var bara ÆÐISLEGT og uppgötvuðum við það að þetta var í fyrsta skipti sem við hjónaleysin áttum saman heila kvöldstund án barnanna frá því að Arndís Inga fæddist. Við þökkum Ásu og Bensa kærlega fyrir pössunina:)
Á morgun er stefnan svo tekin á að byrja að vinna opnanlegu fögin því þegar þau verða tilbúin getum við formlega flutt inn.
Læt þetta duga í bili... góða nótt:)
kv. Helga




Thursday, June 07, 2007

Bændur eru gott og hreint fólk:)

Af gefnu tilefni vil ég leiðrétta þann misskilning sem einhverjir lesendur þessarar síðu hafa túlkað úr skrifum mínum um hreinlæti og staðalímyndir bænda. Ég hef alls ekki fundið ,,skítalykt" af neinum hér í sveit og finnst bændur almennt séð mjög hreint fólk. Starfs þeirra vegna þurfa þeir oft að baða sig og gera það örugglega allir. Það sama má hins vegar ekki segja um mig því oft uppgötva ég það að ég hef ekki farið í bað dögum eða vikum saman og lykta ég þá ekki mjög vel. Líklega væri ég duglegri við að baða mig ef ég ynni sem alvöru bóndi, færi í fjós og fjárhús oft á dag, það er því spurning hvort ég verði ekki að verða mér út um nokkrar rolluskjátur og eina til tvær mjólkurkýr:)
Ég vil því biðja sveitunga mína afsökunar á þessum orðum mínum, þau voru alls ekki illa meint og það er síður en svo skoðun mín að bændur séu óþrifalegir.

Kv. Helga