Thursday, March 30, 2006

Jeppaferð

Um síðustu helgi fórum við algera snilldar jeppaferð þar sem Kobbi káti (Marinó) brá sér í gerfi Haralds pólfara, Þorsteinn sæljón var hinsvegar tískulöggan í ferðinni og skartaði nýja björgunarsveita galla "Vopna"Við fengum fínnt veður á laugardeiginum en heldur leiðinlegt á sunnudeginum. Ester og Ari voru í harðri samkeppni um tiltilinn : fyllibytta ferðarinnar og vann Ester með naumindum þar sem hún náði því að vera þvoglumælt meðan við vorum að grilla !! Ari hinsvegar tók þetta af festu, þar sem hann er nú enginn tarna maður þá var hann bara svona "vel mildur " alla ferðina. Allt gekk að óskum engin stór bilerí hrjáðu leiðangursmenn, en leiðin sem við ókum var eftir farnandi. við fórum upp skálafelljökul, yfir jökulinn yfir að Goðahnjúkum, niður þar og yfir í Egilsel þar sem við gistum, skoðuðum Tröllakróka og ókum uppá kollumúla. Á sunnudeginum ókum við hinsvegar yfri þándarjölkul og niður í Geithellnadal..Ekki klikkuðu Sæljónið og Káti á því að búa sig vel út og voru margrétta matseðlar í gangi hjá þeim alla helgina, t.d. gæddu þeir sér á sviðum í aðalrétt, og hreindýrapaté í eftirrétt einn daginn... og svo var graðgað í sig súkkulaði viðstöðulaust á milli máltíða.. þannig að þeir félagar gerðu nú ekki endasleppt við sig þessa helgina.þangað til næst Árni P
Málsverður hjá Kobba káta og Sæljóninu


Hópurinn í Tröllakrókum


Ekið upp skálafellsjökul


Haraldur pólfari?? Posted by Picasa

Sunday, March 26, 2006

mægðinahelgi

Sælt veri fólkið
Já auðvitað stakk föðurinn af á fjöll og skildi okkur mæðginin eftir heima, að hugsa sér!
Ég notaði tímann vel og jók áhuga hans á fótbolta á kostnað mótorhjólaæðisins. Þegar pabbinn kom heim og sýndi honum mótorhjól sem Kristján og Héðinn voru að fá stakk sá stutti sér bara fram og fann fótbolta til að leika sér að:) Það er því líklegt að faðirinn láti sér ekki detta í hug að stinga af aftur.
Við notuðum tækifærið og heimsóttum Guðrúnu langömmu í sveitinni, lékum okkur með dótið þar og bökuðum kleinur. Líkt og fyrri daginn hafði Hilmar Þór enga þolinmæði til að bíða þar til kleinurnar voru steiktar, enda fannst honum þær miklu betri hráar!
Ester, Garðar og Ari kíktu í heimsókn á leiðinni suður og Hilmar heimtaði að fá að fara með þeim. Við verðum því greinilega að taka okkur á, vera skemmtileg og uppátækjasöm til að auka áhuga hans á okkur.
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að elda, ekki gerir karlremban á heimilinu það;)
Kv. Helga

Thursday, March 23, 2006

Aumingja Hilmar

,,Það læra börnin sem fyrir þeim er haft" segir máltækið, ég bara trúði því aldrei að það væri satt fyrr en aumingja Hilmar fór að taka upp á því að ryksuga, þrífa og þurka af!!! Til þessara starfa er aumingja Hilmar farin að gagna daglega, og sinnir hann þeim af alúð. !! það er náttúrulega engu um að kenna öðru en hve ofurþrifinn Helga er og það er jú búið að hafa þetta fyrir blessuðu barninu daglega síðan hann fæddist.annars er bara allt gott að frétta fyrir utan að það spáir heldur leiðinlegu veðri fyrir fallaferðina okkar um helgina.þangað til næst ÁrniP og co
Hilmar sveittur

allt skal verða hreint og fínt


Hilmar jedy.. Posted by Picasa

Wednesday, March 22, 2006

kleinuhringir og ýmsar pæligar

Hilmar kann nú að meta góðan kleinuhring. því miður var ég ekki nógu snöggur með myndavélina til að ná Helgu á filmu þar sem hún gleypti sinn kleinuhring. Ég greyið fæ náttúrulega engan kleinuhring, þar sem ég er bara á fljótandi fæðu í formi herbalive. nú á aldeilis að gera tök ég varð svo öfundsjúkur þegar ég sá það sem er eftir af össa síðustu helgi.
Ég er farinn að hlakka mikið til páskanna þar sem ég er að verða búin að fá meira en nóg bæði af skóla og vinnu. Mér verður óglatt af því að hugsa um ritgerðir en það er einmitt ein í smiðum núna og ég er búin að skrifa yfir 100 bls. í ritgerða formi þennan veturinn .... bjakk:(
Svo er stefnan tekin á fjöll um helgina nánar tiltekið á stóra skaflin og er að koma bæði vinir og ættingjar að norðan og sunnan til að taka þátt í því. gaman gaman. en ætli ég verði ekki að reyna að klára þessa helv.. ritgerð þannig að ég komist nú örugglega með

þagnað til næst Árni p og co

kleinuhringur nami namm


ammi nammi namm...


helga og himar í sundi ( úr myndasafni síðan síðustu helgi)


Hilmar ofur töffari.. Posted by Picasa

Tuesday, March 21, 2006

Meira af síðustu helgi

Vá síðasta helgi var alger snilld við tókum helling af myndum þannig að það er ágætt að tína þær inn meðan að tilbreytinga líltar vinnuvikur líða.


Hilmar og mamma á röltinu

ÉG og pabbi í sundi... það eru einu skiptin sem pabbi hefur meiri vinsældir en mamma

þangað til næst Árni p og co Posted by Picasa

Sunday, March 19, 2006

Frábært veður um helgina!

Það er búið að vera alveg geggjað veður hér um helgina, sökum veður þá hefur ekki farið mikið fyrir lærdómi, skattaskýrslu og öllu þessu sem skynsemin segir manni að maður eigi að vera að gera!! en við erum búin að rölta skarðið fra út að hjóla, ganga hlaupa, fara í sund, fara í matarboð og halda matarboð þessa helgi. Enda ekki hægt annað en að nota grillið aðeins þegar veðrið er eins og það hefur verið þessa helgina. Allt er nú hverfullt í þessum heimi, Ester systir er tildæmis farin að spila bingó í vinabæ með reglulegum hætti, Garðar héðins er farin að syngaja í karla kór, Össi er horfinn ( í orðsins fyllstu merkingu), Hemmi orðin flugmaður, ráðsettur með einbýlishús á Akranesi!, Hreiðar er orðin hámenntaður "Master", Siggi Gunn heldur vinnu þar sem einhver tekur hann í raun og veru alvarlega, Völli Snær er að fara að gifta sig, Ari hermóður ekur um á WW Polo, Ég starfa við kennslu og er farin að hreyfa mig!! hver hefið trúað þessu fyrir nokkrum árum?
Hver hefði trúað því að ég myndi einhvertíman þurfa að stíga á bremsuna í fjármálum heimilisins?? svo er það nú samt, við fórum á pottakynninu um helgina og nú vill mín heittelskaða fara strax og kaupa potta fyrir 400þús!!
Helga segir að við getum sleppt nýju eldhúsinnréttingunni í Nesi, því að það sé mun mikilvægara að elda hollt í ljótu eldhúsi heldur en að elda óhollt í fallegu eldhúsi!! hvernig svarar maður eiginlega svona röksemdafærsu??
En við kanski þurfum við ekki að kaupa alla pottana því maður fær viðbætur í settið fyrir að halda kynningar og ég heyrði í Marinó vini mínum sem varð strax æstur og áhugasamur um að komast á svona kynningu sem fyrst, og ekki fynnst mér líklegt að stóbóndinn í Grímshúsum geti nú látið svona tækifæri framhjá sér fara. Og það er nú alltaf nóg að lofa sækeranum Þorsteini Sæljóni ókeypis máltíð þá er hann nú mættur!! þar með eru komnir nógu margir á á eina kynningu og Helga mín fær ókeypis pott í settið;)
þangað til næst...
kveðjur Árni P og co..



Posted by Picasa

Hilmar �or

Friday, March 17, 2006

Duglegir feðgar

Við Hilmar erum búnir að vera ótrúlega duglegir þessa vikuna! við förum reglulega út að hjóla og göngum upp skarðið. Eina vandamálið er það að Hilmar gerir grín að pabba sínum þegar hann er að reyna að hreyfa sig, t.d. þegar ég er að labba upp skarðið (sem er nú svolítið á fótinn), og fer að verða móður þá situr hilmar hin sperrtasti í bakpokanum og másar og blæs uppí eyrað í mér!
svo þegar við förum að hjóla þá hrópar hilmar og kallar : hraðar, áfram og þegar honum finnst nóg um hraðan þá segir hann: pabbi passaðu ekki detta ,ég vil ekki detta það er vont.
Ég veit uppá mig skömmina við erum búin að vera löt að blogga en ég segi bara eins og prímadonnan systir mín "huh ef engin commentar þá bara hætti ég að blogga, engin comment ekkert blogg" Helga segir að þeir norðlendingar sem skoði þetta þurfi að gera sér grein fyrir því að þetta sem sést eins og þoka á myndunum er í raun óþekkt fyrirbæri fyrir norðan og kallast "hitamistur" en þetta er mjög vel þekkt fyrirbæir við miðjarðarhöf og á heitari stöðum.
annars þangað til næst bestu kveðjur Árni P og co




Hilmar úti að hjóla



Hilmar tekur virkan þátt í magaæfingum


Humm bara að passa að þetta sé nógu erfitt..


fleiri magaæfingar..

Posted by Picasa

Monday, March 06, 2006

Norðurferð

Við fórum norður um síðustu helgi, Ég þurfti að fara í innilotu í skólanum og fer nú að styttast í þessu þar sem er bara ein innilota eftir. Við gerðum ýmislegt og þar á meðal þá fórum við feðgar á sleðamót á Húsavík. Ég var náttúrulega ógurlega spenntur að sjá hvernig Hilmari myndi lýtast á, en þegar við vorum að skrölta síðustu metrana þá sofnaði Hilmar þannig að hann missti af fyrsta sleðamótinu sínu:( Hann vaknaði ekki fyrr en allt var um garð gengið, en komst þó með Jóhanni Ágúst frænda sínum einn hring á MOD keppnissleða þannig að ekki var það nú ónýtt. og er pabbin mjög glaður að sleðahræðslan virðist vera að yfirvinnast. Við hittum Ömmu Ásu og eldaði hún fyrir okkur á föstudagskvöldinu, og svo buðu Grímur og Ingibjörg okkur í mat á laugardaginn, þannig að þetta var bara nokkuð vel heppnuð helgi og það duttu þó nokkrir baukar. Svo var gullfallegt veður á sunnudeginum en þá þurftum við að keyra til baka á Höfn þannig að við komust því miður ekki í neina góða sleðareisu, en létum okkur nægja ferkar en ekkert að taka nokkrar ferðir eftir túninu.
kv. pesi og co





Hér ef Fannar á MOD´inum sem hilmar fékk að rúnta á því miður þá
var pabbinn svo hræddur um son sinn að hann gleymdi að taka mynd
af því!

Hér erum við Hilmar að taka smá rúnt á túninu heima



Við Hilmar á rúntinum hann er alveg farinn að kunna að meta þetta.
Sennilega hefur fyrri hræðsla bara verið mótmæli við að þurfa að aka
um á Geymaheimaha (yamaha) enda ættu þeir að halda sig við píanó
framleiðslu

Hér erum við að rölta í góða veðrinu á sunnudeginum. Posted by Picasa

Wednesday, March 01, 2006

klósett ferðin ógurlega!!!

Þegar Hilmar Þór kom heim í dag úr leikskólanum þá þurfti hann að kúka! sem er svo sem engin stórfrétt nema hvað hann vildi fara á klósettið sem gerist nú ekki oft. Allt gekk það nú vel, hann roðanaði og blánaði á klósettinu og kom frá sér því sem hann þurfti að losna við. Stoltur faðir hans sleppti honum við bleyjuna eftir skítverkin, en þá náttúrulega liðu ekki nema 5 min þangað til að aftur heyrðist "Eg þarf að kúka" og þá var pabbi ekki nógu snöggur.
Dammn it#$$%&#$%%&#
En til þess að refsa drengnum þá sótti pabbinn myndavélina og tók myndir og setti á netið ..hehehe
allavega... við Hilmar erum að æfa okkur við að gretta okkur, mömmu til mikillar armæðu .
Við erum sennilega verstu foreldrar í heimi! öll litlu börnin voru í dag í ssvvvvvvvooooo flottum búningum spider man, íþróttaálfurinn, englar, álfar í fullum skrúða var meðal þeirra búninga sem sáust í leikskólanum en hvað gerðum við? Jú af ótrúlegum dugnaði þá sendum við aumingja Hilmar á náttfötunum í leikskólann. Sögðum svo bara við fóstrurnar að hann hafi ekki tekið í mál að fara í rándýra búninginn sem við vorum búin að kaupa sérstaklega fyrir þennan dag:)
Við fórum ekki út með hann að sníkja nammi líkt og hinir foreldrarnir gerðu og nenntum auðvitað ekki með hann á öskuball, aumingja Hilmar að eiga okkur að!
kveðjur
pesi og co




Það er sko tekið á því



Grettu æfingar


með rauða díla í andlitinu


hehe ég kann sko að gretta mig!! Posted by Picasa