Sunday, October 25, 2009

Kominn tími á blogg??

Komið þið sæl og blessuð og váááá hvað er langt síðan ég skrifaði eitthvað hér inn. Ég er nýbúin að kíkja bloggrúntinn minn og finnst ansi margir vera farnir að slaka á og finnst það miður....var svo hugsað til míns eigins bloggs og mundi allt í einu að ég væri nú ekki beinlínis að standa mig og uppgötvaði að ég gæti ekki verið ósátt við frammistöðu annarra á meðan mitt eigið blogg lægi í dvala!.....þannig að nú lofa ég bót og betrun, spurning hvað verður úr því;0)
Jæja hvar skal maður byrja?
Áslaug Anna var skírð 26. september ásamt Gyðu Dröfn frænku sinni. Héldum við veisluna í Ýdölum og það var mjög þægilegt. Garðar lánaði okkur hoppukastala sem við blésum upp í íþróttasalnum og léku börnin sér þar á meðan fullorðna fólkið slakaði á í kaffistofunni. Bara snilld!
Við skelltum okkur suður í byrjun október og dvöldum þar í eina tíu daga. Við stoppuðum fyrstu tvo dagana á Skaganum. Ég og Áslaug Anna gistum hjá Elsu Láru vinkonu og það var þvílíkt ljúft, alltaf gaman að hitta hana og spjalla. Árni Pétur, Hilmar Þór og Arndís Inga gistu hins vegar hjá Hemma og Eddu og lentum við í þvílíkri afmælisveislu hjá Andreu Ósk. Í Reykjavík gistum við hjá Báru, Samma og Söndru Sif og var það þvílíkt ljúft. Við þökkum bara kærlega fyrir okkur.
Um síðustu helgi skelltum við okkur svo í Vopnafjörðinn með Grímshúsa- og Fagranesfjölskyldunum og áttum við yndislega daga þar. Þar hittum við að sjálfsögðu Steina, Ellu, Sindra og Frey og áttum með þeim góðar stundir.
Núna langar mig mest að skella mér á Hornafjörð og ætla ég að skoða það einhvern tímann í nóvember;-)
Það má því segja að það sé búið að vera nóg að gera hjá okkur í fæðingarorlofinu því fyrir utan þessi ferðalög er nóg að gera í hinum ýmsustu klúbbum því ég er í fjórum slíkum; mömmuklúbb, tveimur saumaklúbbum og matarklúbb....þannig að maður hefur nóg fyrir stafni í sveitinni;-)
Árni Pétur er réð sig í afleysingar í Hafralækjarskóla í vetur og er byrjaður þar. Honum líst vel á sig og finnst okkur ágætt að losna við aksturinn í einn vetur.
Jæja nú held ég að ég sé að verða búin að segja frá því helsta sem á daga okkar hefur drifið undanfarnar vikurnar. Hafið það gott;0)
kv. Helga Sigurbjörg

6 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Gott að þér líður vel og hefur nóg fyrir stafni..annað væri þér nú ólíkt.Það var gott að heyra í þér um daginn.Hafið það gott.

3:10 PM  
Anonymous Kristjana Þórey said...

Gaman að sjá frá ykkur fréttaskot :-)

Bestu kveðjur úr Hafnarfriðinum

3:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Frábært að lesa blogg frá þér Helga mín. Takk fyrir að vera hjá okkur hérna á Skaganum. Yndislegt að fá ykkur mæðgurnar til okkar :)
Knús í þitt hús.
Elsa Lára

10:36 PM  
Anonymous Ester Ósk said...

til hamingju með nýja bloggið:)

12:20 PM  
Anonymous Lúx-gengið said...

Gaman að fá smá fréttir af ykkur, greinilega nóg um að vera eins og alltaf og Pési bara kominn aftur á sínu gömlu slóðir í skólanum :)
Knúsaðu hópinn þinn frá okkur,
Jóhanna og co

8:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

ertu bara í útrás Helga mín...bið að heilsa í Hornafjörðnn fagra ef þið farið þangað...ble ble..jóhanna Másd

9:17 PM  

Post a Comment

<< Home