Sunday, August 23, 2009

Staðan

Komið þið sæl. Nú er litla daman orðin rúmlega 2 vikna og allir að verða búnir að ná áttum og aðlagast nýja lífinu. Arndís Inga sýndi smá takta fyrstu dagana en er öll að koma til og Hilmar Þór virðist ekki kippa sér mikið upp við þessar breytingar.
Leikskólinn er byrjaður aftur okkur öllum til mikillar gleði. Blessuð börnin voru vægast sagt orðin hundleið á öllu hér heima og því dauðfegin að fá að hitta krakka og leika sér. Ekki skemmir svo fyrir að Ása amma er byrjuð að vinna á leikskólanum;0)
Við fórum með litlu rúsínuna (eins og Hilmar kallar hana) í sinn fyrsta göngutúr í vagninum í gær. Henni leið ósköp vel og steinsvaf allan tímann. Að sjálfsögðu fékk Arndís Inga líka að viðra litla barnið sitt í vagninum hennar en Hilmar Þór hjólaði á undan okkur. Nú vonum við bara að veðrið leiki við okkur næstu vikur svo við getum gert meira af þessu:0)
Jæja nú er ég að spá í að fara að skríða í bælið þar sem litla daman er nýsofnuð. Hafið það gott.
kv. Helga

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku vinkona. Innilega til hamingju með nýju dömuna. Falleg er hún, enda ekki langt að sækja það ;-)
Við öll sendum ykkur heillaóskir og líði ykkur vel.

Þín vinkona,
María og co. Grafarholti.

10:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, síðan okkar er www.mariaogvilli.webs.com

10:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vona að litla daman fari vel með ykkur foreldrana og að hún leyfi ykkur aðeins að sofa á nóttunni. Hlakka til að sjá fleiri myndir af dömunni :)
Kkv frá Lúx,
Jóhanna

7:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Var að skoða Fréttablaðið í dag og rakst á þessar fínu myndir úr Nesi og af Helgu óléttri. Flott viðtal :)
Kkv frá Lúx,
Jóhanna

10:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hafið það rosa gott kæra vinkona og fjölskylda. Gaman að heyra í þér í gær Helga mín.
Bestu kv. Elsa Lára.

8:50 AM  

Post a Comment

<< Home