Wednesday, March 28, 2007

Nóg að gera í blogginu:)

Komið þið sæl, mikið rosalega er ég glöð og þakklát fyrir öll kommentin, þið eruð alveg æðislegar allar saman:)
Annars er allt gott að frétta af okkur. Við sveiflumst á milli þess að vera að fara suður eða ekki. Í gær vorum við á því að við værum ekki að fara því það var ekki laust pláss fyrir Árna Pétur með vélinni til Minneapolis. Í dag er staðan hins vegar sú að við erum að fara á morgun því það kom í ljós að hann kemst með. Svo er bara að vita hvort planið haldi áfram að breytast á morgun...
Annars höfum við verið að taka svefninn hjá Arndísi föstum tökum. Ég svaf í öðru herbergi síðustu tvær nætur og fannst mér það MJÖG ERFITT. Vááá hvað maður getur verið skrýtinn! Daman vaknaði um miðnætti (eftir tveggja tíma svefn) og grét í rúman hálftíma áður en hún gafst upp, vá hvað ég var tæp á því að gefast upp og fara fram! Það er alveg með ólíkindum hvað maður getur verið ruglaður, ég var búin að telja sjálfri mér trú um að það væru alveg að verða liðnir 3 tímar frá síðustu gjöf og þá væri í rauninni allt í lagi að fara og gefa henni:) Um leið og ég ætlaði af stað sofnaði hún, hjúkk! og viti menn klukkan 3:30 vaknaði ég og sú stutta var enn sofandi. Ég lá andvaka í rúminu í rúma klukkustund en þá vaknaði hún (loksins:) og ég hljóp inn í herbergi:) Já svona er Ísland í dag hjá klikkaðri móður. Svo er bara að bíða og sjá hvernig næsta nótt verður!
Sökum óvenju mikils svefns undanfarnar tvær nætur hef ég séð mér fært að mæta út í Nes og vinna á meðan Arndís Inga hefur sofið í vagninum. Staðan þar er sú að Árni Pétur er byrjaður að leggja parket upp á ganginn og ég er byrjuð að mála stofuna. Það var svo gaman að sjá fyrstu parketflísina á gólfinu, ímyndunaraflið fór alveg á fullt og ég sá þetta allt fyrir mér fullbúið! Ég held að þetta verði alveg FRÁBÆRT. Nú er bara að virkja þolinmæðisgenið enn eina ferðina....
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í dag. Er að fara að taka á móti Hilmari Þór úr leikskólanum, dressa hann upp og keyra hann í afmæli til vinar síns (í fyrsta skipti sem hann fer einn í afmæli, vá hvað hann er orðinn stór)
Hafið það gott þar til næst
kv. Helga

Monday, March 26, 2007

og þá koma myndir

Jæja nú eruð þið búin að standa ykkur svo vel i commentum að ég skal henda inn nokkrum myndum. Ég verð reyndar að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það að þegar helga bloggar þá koma alltaf fullt af commentum en þegar ég blogga þá eru þau nú heldur fá og rýr!! humm þetta ætti nú að segja manni eitthvað.. kv pesi og co













amma með stelpuna sína sofandi













Ester og helga að baða dömuna













Eldhúsið eins og það lýtur út í dag



















jóhann ágúst að láta þjóðnýta sig
Posted by Picasa

Friday, March 23, 2007

Tími á blogg

Jæja góðir hálsar, ætli að maður verði ekki að brjóta odd af oflæti sínu og skrifa nýtt blogg þó svo að ekki séu komin 10 komment!
Héðan úr sveitinni er allt við þetta sama. Nes mjakast áfram, eldhúsinnréttingin er komin upp fyrir utan borðplötu og tæki. Næst á dagskrá er svo að leggja parket á svefnherbergin og ganginn, tína upp skápa og losna þannig við draslið úr stofunni svo hægt verði að mála og græja hana.
Við ætluðum að skella okkur í borgina um helgina. Pési ætlaði að fara á landsæfingu björgunarsveitanna á Vík en hætti við. Pési er svo að fara til Minneapolis með Hemma og Ester næstu helgi þannig að ætli að ég reyni ekki bara að draga hann af stað á miðvikudag eða fimmtudag í staðinn. Svo vitum við ekki alveg hvað við eigum að gera um páskana, mig langar dálítið að vera fyrir sunnan en vitanlega gerist þá ekkert í Nesi á meðan, þannig að við getum ekki alveg ákveðið þetta strax.
Börnin eru alltaf jafn yndisleg. Ég er að vísu búin að venja Arndísi Ingu á að drekka 3-4 sinnum á næturna úpppps... Æi maður er bara svo ruglaður þegar maður vaknar á næturna og ég einhvern veginn er búinn að setja hana á spenann áður en ég veit af. Hún hefur því lært að með því að vakna á tveggja tíma fresti, gráta dálítið svo mamma vakni og passa sig að sofna ekki þó mamma reyni að gabba mann með snuðinu þá fær maður sopann sinn:) Já svona er lífið, börnin lesa mann eins og opna bók!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í dag. Endilega kommentið því það gleður svooo mitt litla hjarta.
Yfir og út
Helga

Wednesday, March 14, 2007

Svvooo erfitt í vinnunni.

Já góðir vinir heimsins gæðum er misskipt aumingja ég þurfti að aka enn eina ferðina á detti foss í dag, og enn og aftur í vondu veðri við erfið skilyrði ;) og fæ svo greitt fyrir allt saman. það er nú ekki ónýtt að vera í vinnunni með svona útsýni út um gluggan. Svo hitti ég bjarsýnista mann Íslands (eða sem staddur er þar) á leiðinni til baka, en ég ók fram á suzuki jimmy eða eitthvað svona smá hoppihjól óbreyttan með öllu algerlega jarðsunginn svo ca. 1 km frá þjóðveginum en enga ökumenn bara fótspor sem lágu til baka uppað þjóðveg, það endaði svo að ég ók fram á fólk sem var frá usa og voru á þessum bíl. en þeim langaði svo óskaplega á dettifoss að þau ákváðu að láta bara vaða, ég var mest hissa á því hversu langt þau komust en auminga fólkið viðurkenni að þau væru sennilega með heimskasta fólki sem til er og báðu mig með hvolpsbænaraugum að skutla sér eftir hjálp. En ég í góðmennsku minni bauð þeim að draga þau aftur uppá veg. Eftir að ég var búin að hnýta þessa þvagskál í bíllíki aftan í bílinn hjá mér þá steig ég allt í botn!! það var mjög fyndið að sjá þetta hoppihjól skoppa á eftir bílnum hjá mér, og leyfi ég mér að fullyrða að aldrey í veraldarsögunni hefur suzuki jimmy ferðast jafn hratt eftir snjó en þetta var svona svipað eins og þegar maður er að draga slögnu á eftir vélsleða þegar ég beygði þá skaust hann til hilðana útaf miðflóttaraflinu, og velsings fólkið var löngu búið að sleppa stýrinu og einbeitti sér bara að því að halda sér;) svo þökku þau bara fyrir á eftir alveg sneisafull af þakklæti og vildu endilega fá að borga mér formúgur fyrir björgunina (sem ég gat bara ekki þegið þar sem ég vorkenndi þeim svo mikið og svo skemmti ég mér svo vel við dráttin;).. Aumingja fólkið bjóst nefnilega við því að þrurfa að eyða næstu nótt á 'Islandi í steininum fyrir heimskuna en ég sagði þeim að það hefði nú aldrey komið til þess þar sem við höfum nú aðeins mýkra dómskerfi heldur en er í usa. allavega góður dagur



fossin fagri















á bakaleið









séð út um framrúðuna











og á bakaleið












mbk pesi og co
Posted by Picasa

Myndir af börnunum















Arndís Inga á leikteppinu














Systkinin fallegu:)














Komdu hérna!














Bööööö
Posted by Picasa

Sunday, March 11, 2007

skruppum á sleðamót í gær

nokkrar myndir af sleðamóti













bjössi Gauti íslandsmeistari síðan í fyrra (lenti í 2 sæti núna)












Siggi hjálparhella












nett svif












Hilmar að hlýja sér

Friday, March 09, 2007

Nes breytingar

mig langar bara til þess að sýna ykkur smá breytingar sem hafa orðið á baðherberginu síðan við eignuðums nesi















mynd 1 orginal bað













búið að taka úr fyrir lögnum














og svona er baðið í dag

mbk earnype og co

Wednesday, March 07, 2007

Tími á nýtt blogg

Blessuð og sæl öll sömul. Ég vil byrja á því að afsaka mikla bloggleti en ástæðan er fyrst og fremst vankunnátta mín því búið er að skipta um look á þessari blessaðri bloggsíðu og ég hreinlega komst ekki inn!
Annars hefur ýmislegt gerst undanfarnar vikur. Ég og börnin skelltum okkur í sæluna til Hornafjarðar og það var alveg frábært. Fengum bjart og gott veður (sumir eiga erfitt með að skilja það:) og náðum við að hitta ansi marga. Nonna leist ekkert á að fá okkur í heimsókn þannig að við tókum á flótta þaðan og lögðumst upp á Jóhönnu, Garðar og strákana og dvöldum þar í góðu yfirlæti.
Erla og Reynir Þór kíktu líka í heimsókn og var æðislegt að hitta þau. Sonja bauð svo í saumó og það var voða gaman að hitta allar vinkonurnar:) Sem sagt frábær ferð, takk kærlega fyrir okkur!
Eftir að við komum norður hefur verið nóg að gera, ég hef meiri að segja skellt mér í Nes að reyna að gera eitthvað aldrei þessu vant. Núna er staðan u.þ.b. svona: Baðherbergið klárast vonandi í dag, búið er að þrífa og byrjað að mála efri hæðina. Næstu daga á svo að halda áfram að mála, loka gatinu á milli stofu og elhhúss og svo tína upp skápa og innréttingar. Stefnan er svo tekin á að flytja inn fyrir sumarið:)
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í dag. Kvittið endilega fyrir komuna því það er svo gaman. Kv. Helga