Friday, November 30, 2007

Reykjavíkurferðin og aðgerðin sem aldrei var gerð

Ætli að það sé ekki best að henda inn nokkrum línum um stöðuna hjá okkur. Ég ætla þó að byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir góðu kveðjurnar til okkar....það er gott að eiga góða að!
Annars fórum við suður á þriðjudagskvöldið og gekk ferðalagið bara nokkuð vel. Að vísu skiptust börnin á að sofa á leiðinni en voru bæði mjög prúð og góð:)
Miðvikudeginum eyddum við svo í bið á spítalanum og var loks ákveðið að hætta við aðgerðina. Myndirnar úr ómskoðuninni sýndu að líklega er ekki mikill gröftur í eitlunum og því er líklegt að aðgerðin myndi ekki skila tilætluðum árangri. Í staðinn var ákveðið að hætta að gefa henni pensillinið, enda botninn orðinn ansi aumur, og ákveðið að sjá til hver þróunin verður. Nú fylgjumst við því bara vel með litlu dömunni og enn sem komið er (7, 9, 13) er hún hress og kát og leikur við hvern sinn fingur. Nú vonum við bara að þessum veikindakafla sé lokið....tökum þetta bara á jákvæðninni:)
Á morgun á svo að skíra litlu frænku og höfum við verið að reyna að undirbúa veisluna. Að vísu komumst við Bára að því að það er mjög erfitt að ætla að gera eitthvað með börnin á handleggnum og tökum við bara ofan fyrir mæðrum sem eiga mörg börn með stuttu millibili en ná samt að sinna heimilisstörfum og uppeldinu sómasamlega:)
Jæja ætli að ég láti ekki staðarnumið hér. Best að fara að reyna að gera eitthvað þar sem börnin eru sofnuð:)
kv. Helga

Monday, November 26, 2007

Reykjavík tomorrow!

Jæja nú er Reykjavíkurferðin að skella á. Leggjum í hann annað kvöld. Við eigum svo að mæta í skoðun upp á Barnaspítala á miðvikudaginn kl. 14 og stefnt er að aðgerðinni á fimmtudaginn. Nú vonum við bara að allt gangi vel og elsku litla, stóra stelpan okkar fái bata.

Svo náum við að vera viðstödd skírnina hjá litlu frænku á laugardaginn. Mín á meiri að segja að vera skírnarvottur, þannig að nú er sko eins gott að standa sig:)

Jæja ætli að það sé ekki best að fara að koma börnunum í háttinn.

Læt heyra í mér þegar við komum til baka.

kv. Helga

Thursday, November 22, 2007

Smá fréttir af lasarusnum

Sælt veri fólkið. Við fórum inn á Akureyri í dag með Arndísi Ingu í skoðun og í ljós kom að bólgan hefur aukist aðeins og gröfturinn líka. Það er því útlit fyrir að það þurfi að skera á þetta í næstu viku og hleypa greftrinum út. Mér finnst líklegra að það verði gert í Reykjavík og vonandi getum við þá líka kíkt í skírnina til litlu sætu frænku. Aumingja Arndís er sko heldur betur komin með nóg af þessu þukli og lét sko læknana frétta það big time. Mér skilst að þessi sýking virki þannig að ekki þýði að stinga of snemma á þetta því þá getur komið gröftur í þetta aftur. Því á að bíða aðeins lengur og gera þetta í næstu viku. Að vísu hefur hún verið með smá astma og kvef og það þarf að vera orðið gott áður en þeir treysta henni í svæfingu...þannig að núna pústa ég hana og pústa og vona að hún fari að ná sér litla greyið. Einnig er pensillinið að fara illa í hana og botninn á henni orðinn mjög sár....þannig að litla greyið er frekar lítil í sér og aum þessa dagana.

Ég vonast nú til að geta aðeins kíkt í vinnuna í næstu viku en það kemur í ljós á mánudaginn hvenær aðgerðin verður gerð. Ef Arndís Inga verður hress stefni ég á að mæta í vinnu á mánudaginn og sjá svo til hvert framhaldið verður.

Annars hefur Árni Pétur verið þvílíkt duglegur....vinnur náttúrulega fram á kvöld og hefur svo síðustu tvö kvöld farið beint í skúrinn til að klára að vinna opnanlegu fögin. Við komumst nefnilega að því í vonda veðrinu um síðustu helgi að það er ekki hægt að draga þetta lengur því í svona óveðri lekur inn um gluggana og því hætta á að parketið skemmist..og það viljum við alls ekki, getum ekki hugsað okkur meiri framkvæmdir:) Hann og Grímur eru því búnir að vera þvílíkt duglegir að ,,massa" gluggana og nú á bara eftir að setja þá í.

Jæja nú ætla ég að fara að halla mér.
Hafið það gott.
kv. Helga

Friday, November 16, 2007

Á heimleið:)

Jæja loksins fáum við að fara heim:) Að vísu liði mér betur með það ef bólgan væri horfin en þetta tekur greinilega langan tíma. Hún á sem sagt að byrja á mixtúru í dag og við eigum að koma aftur á fimmtudaginn í næstu viku í ómskoðun og viðtal. Auðvitað þurfum við að fylgjast vel með henni og hafa samband ef hún fær hita eða bólgan stækkar. En váá hvað það verður samt gott að komast heim:)
Ég þakka ykkur fyrir öll fallegu kommentin og símtölin undanfarna daga.
kv. Helga

Thursday, November 15, 2007

litli sjúklingurinn enn á spítala.

Litili sjúklingurinn okkar hún Arndís Inga er enn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þær mæðgur eru búnar að eyða þar rétt rúmri viku!
Þetta er að batna er gerist mjög hægt og því vilja læknarnir ekki útskrifa hana ennþá, þannig að við vitum í raun ekki neitt hvenær þær fá að fara heim. Þetta er búið að taka leiðinlega langan tíma, og við erum búin að fá eiginlega alveg nóg, en maður á sennilega bara að vera þakklátur fyrir það að það að "þetta er að koma" :) . Við feðgar erum búnir að vera heima í sveit, ég get náttúrulega ekki annað gert en að mæta í vinnuna, og þetta er háanna tími núna og fram að jólum. Þannig að ég er búin að níðast á öllum vinum mínum og hef átt góða að í Ingibjörgu, Önnu Gerði og Jóhönnu og Garðari, sem hafa skipst á að taka Hilmar eftir leikskóla, þannig að ég geti unnið fram á kvöld. En svo bar svo við í morgun að aumingja Hilmar var veikur, og ég ekki búinn að koma Skarp, og ýmsu öðru sem ekki þvolir bið í prent. Þannig að amma Ása kom úr skólanum innan af Akureyri til þess að bjara okkur. takk takk amma. Nú fer að detta á helgi og vonandi komast mægður heim sem fyrst. Við Hilmar getum þá allavega farið í heimsókn.
Arndís er búin að fá meira en nóg af læknum og fólki sem gengur um í hvítum sloppum og lætur heyra vel í sér þegar er verið að: Þukla, þreifa, stinga, klípa, mynda o.s.fv.

þangað til næst ÁRniP og co

p.s. nokkrar myndir af ungunum.


















Andís er með nál uppsetta í æð fyrir fúkkalyfin
Humm þarf aðeins að skoða þetta.












Það vantar ekki að það er nóg af dóti á barnadeildinni












Hilmar kunni vel að meta allt dótið, og taldi samstundist að hann væri að vera
veikur og það þyrfti að leggja hann inn, hið snarasta!





Hilmar að rúnta með sjúklinginn.
























Morgun sól í Aðaldal sl miðvikudagsmorgun

Bíðum enn

Jæja nú er vika síðan við komum hingað og við förum alla vega ekki í dag. Arndís Inga er bara nokkuð hress en bólgan hjaðnar voðalega hægt. Við bíðum því bara og bíðum:) Hún fékk tíma í ómskoðun á morgun og þá á að sjá hvernig eitlarnir líta út, aldrei að vita nema við förum heim eftir þá skoðun (að vísu hef ég sagt þetta alla vikuna en er hér enn). Við höllumst að því að þeim finnist við svona skemmtilegar að þær vilja bara ekki losna við okkur.
Svo er Hilmar Þór veikur heima og tengdamamma farin að passa hann svo Pési komist í vinnuna. Hann er nú heldur betur ómissandi karlinn! Hann sagði við pabba sinn í morgun þegar búið var að mæla hann að nú væri hann veikur og þá vildi hann að pabbi sinn bakaði fyrir sig. Pési benti honum á að það kynni hann hreinlega ekki en þá sagðist Hilmar bara getað kennt honum það, maður setti sko egg og sykur og hrærði...ekkert mál:)
Jæja nú eru Skoppa og Skrítla alveg hættar að vera skemmtilegar,
Hafið það gott
kv. Helga og lasarusinn

Monday, November 12, 2007

Arndís Inga að ná sér

Ég vil byrja á því að þakka fyrir öll fallegu kommentin, sÍmtölin og heimsóknirnar undanfarna daga. Það er gott að eiga góða að!
Ég held að mér sé óhætt að segja að Arndís Inga sé að ná sér. Að vísu gerist það frekar hægt og þolinmæði móðurinnar af takmörkuðum skammti, en bólgan er farin að hjaðna og vonandi fáum við að fara heim á morgun. Að vísu var ég full bjartsýni í morgun áður en ég fór í ómunina með hana en svörin sem ég fékk voru þau að þau halda að bólgan sé aðeins að minnka, a.m.k. stækkar hún ekki! Utan frá séð sýnist mér hún hafa minnkað meira en ,,aðeins" en það er kannski bara óskyggja í mér:)
Við erum sem sagt hinar sprækustu, Arndís Inga er meiri að segja farin að hlæja að starfsfólkinu hér (þ.e.a.s. ef þau halda sig í vissri fjarlægð:) og þetta er allt að koma.
Svo bíðum við bara eftir morgundeginum og sjáum hvort þetta taki nýja stefnu hjá okkur.
Hafið það gott.
kv. Helga og Arndís Inga

Saturday, November 10, 2007

Arndís Inga veik

Komið þið sæl. Ég ákvað að setja inn nokkrar línur til að leyfa ykkur að fylgjast með. Arndís Inga fékk sýkingu á fimmtudaginn sem endaði með því að hún var lögð inn á sjúkrahúsið á Akureyri til að fá fúkkalyf í æð. Við vonum að hún sé að jafna sig, alla vega var hun hitalaus í morgun og ég held að bólgan, sem er undir kjálkanum á henni, sé aðeins að hjaðna. Læknar eru að vísu ekki alveg með það á hreinu af hverju sýkingin stafar og það er verið að rannsaka það.
Arndís Inga hefur verið frekar pirruð og lætur læknana frétta það í hvert sinn sem þeir yrða á hana. Hilmari Þór finnst þetta frekar spennandi og ætlar sko að láta læknana kíkja á tvö blóð á fætinum á sér í dag.
Ég skrifa hér inn aftur þegar eitthvað meira er að frétta.
kv. Helga