Thursday, May 31, 2007

Síðustu metrarnir....







Ætli að það sé ekki kominn tími á nýtt blogg? Ég held það barasta:)
Af framkvæmdum er það helst að frétta að það er ALLT að gerast og styttist óðfluga í flutning...jibbí! Við fengum heilan vinnuflokk í heimsókn um síðustu helgi og voru hendur heldur betur látnar standa fram úr ermum....settar upp hillur í skápa, málað, tengd eldhústæki, flísalagt, borðað, passað, geyspað o.s. frv. (þúsund þakkir Stebbi, Magga, mamma og pabbi:)Við vorum svo heppin að einn vinnumaðurinn hætti við að fara heim og hefur hann heldur betur fengið að svitna, Hreiðar gerði nefnilega þau mistök kom norður í ,,sumarfrí" og greyið hefur hvorki fengið að kynnast sumrinu né fríinu. Þeir eru sem sagt langt komnir með parketið á stofuna, klára líklega á morgun og í dag skellt ég mér í mósaikflísalögn í eldhúsinu og mín er barasta rosa ánægð með útkomuna:) aldrei að vita nema ég sýni ykkur útkomuna á morgun þegar ég verð búin að fúga...að vísu held ég að það verði enn skemmtilegra að sýna myndir þegar ég verð búin að þrífa eldhúsið... sjáum til með það. Nú tökumst við hjónaleysin aðallega á um það hvenær við komum til með að flytja, ég held því fram að það verði fljótlega eftir helgi en Árni Pétur segir tvær vikur. Nú set ég því bara í ,,túrbógírinn" og hespi þessu af því ég veit ekkert leiðinlegra en að hafa rangt fyrir mér!
Börnin eru alltaf söm við sig. Hilmar Þór er orðinn svo stór og duglegur og tekur virkan þátt í framkvæmdunum... pússar og sópar gólfin og talar um að hann sé vinnumaður eins og pabbi hans. Arndís Inga sýnir framkvæmdunum mikinn skilning og er bara ánægð að láta ömmurnar passa sig og fá smá frí frá mömmu gömlu. Ég held hins vegar að við verðum öll mjög ánægð þegar blessuðum framkvæmdunum lýkur.
Jæja ætli að ég fari ekki að halla mér, langur dagur á morgun með fúgu og skrúbberíi.
Góða nótt. Kv. Helga

Wednesday, May 23, 2007

Nokkrar myndir






Jæja konan er búin að vera að slæpast í bænum, þannig að ég reyni að vera í nesi jafn mikið og ég get. Til þess að þetta A&%$# hús verði nú einhvertíman til. Garðar Héðins er svo sannan lega búin að vera okkur betri en enginn í þessum framkv. hér er hann að setja upp nýja töflu fyrir okkur. Annars er ég búin að vera að draga nýtt rafmagn í húsið síðustu daga og tengja rofa og ljós.. svo er ég búin að færa til eldhús skápana í eldhúsinu og klára að klæða eldhúsinnréttinguna. og svo eru allar hurðir komnar í..

im. out k. pesi




Tuesday, May 15, 2007

sveitalífið

Sælt veri fólkið. Nú er maður óðum að jafna sig á júróvisionkeppninni og kosningunum, guði sé lof að þetta er búið! Næst á dagskrá er að fara að þrífa veiðiheimilið því ég uppgötvaði það allt í einu í gær að veiðiseasonið byrjar um næstu helgi (mér sem fannst það alltaf svooooo langt í burtu), ég ætla því að skella mér með Arndísi Ingu í vagninum og nota svefninn hennar í að þrífa eldhúsið og borðstofuna. Ása kemur svo seinnipartinn og þá hlaupum við yfir stofuna, baðherbergin og herbergin:) Á fimmtudaginn er stefnan svo tekin á borg óttans og ætla ég að bruna á fjólubláu corollunni minni með börnin, en að sjálfsögðu fær Árni Pétur ekki að koma með heldur skal hann gera svo vel að vinna myrkranna á milli í Nesi (greyið hann að eiga svona erfiða konu:) svo við getum einhvern tímann flutt inn í þetta blessaða hús okkar.
Annars er það helst í fréttum hér á bæ að Árni Pétur er loksins búinn í náminu, sendi síðasta verkefnið í fyrrakvöld þannig að nú bíðum við bara eftir útskrifitinni:)
Annars er búið að vera andstyggilega kalt undanfarnar tvær vikur og má segja að við höfum heldur betur fengið að gjalda fyrir hitabylgjuna um daginn. Mér sýnist þó dagurinn í dag ætla að vera ágætur, 7 stiga hiti og bjart... svo er bara að vita hvort það haldist:0)
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að hjálpa Hilmari Þór í fötin sín því leikskólinn fer að byrja. Hafið það gott og passið ykkur að brenna ykkur ekki á sólinni;0)

kv. Helga

p.s. ég sá að Pési skellti sér með myndavélina út í Nes í morgun, aldrei að vita nema við förum að setja inn myndir fljótlega.

Thursday, May 10, 2007

Eurovisionfrat!

Já ég segi það og skrifa EURIVISIONFRAT! Æi mér finnst þetta asskoti súrt.. ég sem var farin að hlakka til laugardagsins en ætli maður nenni nokkuð að eyða tíma í að horfa! Ég held að málið sé að skipta keppninni í tvennt; ein keppni fyrir A-Evrópu og ein fyrir V-Evrópu! Ef það verður ekki gert held ég að við getum allt eins hætt að taka þátt!!!!
Nóg um það.... Af okkur er heldur lítið að frétta. Lífið gengur sinn vanagang... vinna í Nesi, vinna í Nesi, vinna í Nesi og ég verð að viðurkenna það að ég er alveg að verða búin að fá nóg af þessum blessuðu framkvæmdum. Ef þið eruð að hugsa um að kaupa og gera upp eða byggja sjálf hafið bara samband við mig og ég skal ráðleggja ykkur heilt í þeim efnum:)
Arndís Inga er aftur komin með útbrotin sem hún fékk þegar hún kláraði pensillinskammt nr. 1 nú þegar tveir dagar eru liðnir frá því hún kláraði skammt nr. 2. Ætli að ég verði ekki að hafa samband við lækni á morgun til að skoða hana. Svo er ég farin að hugsa mér til hreyfings, þ.e.a.s. ef Arndís nær sér almennilega. Annað hvort er stefnan tekin austur á bóginn eða suður á bóginn, kemur allt í ljós í næstu viku.
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að sofa í hausinn á mér. Þar til næst TJÁ
kv. Helga

Sunday, May 06, 2007

Helgin í hnotskurn

Komið þið sæl og blessuð. Þá er víst kominn tími á nýtt blogg.
Stebbi frændi hefur dvalið hjá okkur frá því á föstudaginn við þrældóm. Það er nú heldur betur gott að þekkja svona ,,alltmúligmann" líkt og hann, búinn að byggja sér eitt stykki hús sjálfur og getur gert nánast allt sem hægt er að hugsa sér:) Hann setti tvær hurðir upp í gær, glerhurðin á milli eldhússins og forstofunnar er komin upp og ég hlakka þvílíkt til að fara og skoða. Í dag flísalögðu þeir svo mitt herbergi eins og þeir kalla það en þar eiga þeir við þvottahúsið. Ég sætti mig alveg við að eiga það í dag, kunni ekki við að hella mér yfir þá og lesa þeim pistil um jafnrétti þegar þeir komu heim um kvöldmataleytið alveg úrvinda eftir erfiðan dag, bíð með það þar til betur stendur á:)
Pési er svotil búinn með námið, var að skila og verja lokaverkefnið sitt í gær. Nú er bara eitt lítið sjálfsmatsverkefni eftir og þá er minn maður orðinn hámenntaður kennari (og verður örugglega farinn að kvarta undan lágum launum áður en ég veit af:)
Á morgun er svo stefnan tekin á að fúga á milli flísanna (þeir höfðu að vísu orð á því að pabbi yrði að koma því þeim fyndist það eitt af því leiðinlegra sem til er:) Eftir það fylgdi svo langur lestur um hve mikil heljarmenni pabbi væri og komumst við öll að þeirri niðurstöðu að það er sko ekki fyrir hvern sem er að vinna við múrverk alla sína ævi!
Jói og Ásta komu í mat í kvöld og ég gerði mér glaðan dag og fór í sturtu og lét þau passa;0) Fyrr í dag fór ég allt í einu að hugsa um hver staðalímynd bænda væri og komst að því að orðið óþrifnaður kom þar við sögu....en það virðist haldast í hendur við vinnu í fjárhúsum og fjósum. Þar sem ég geri lítið af því að heimsækja þá tegund af híbýlum þessa dagana geri ég allt sem ég get til að tilheyra þessari starfsstétt og reyni að fara eins sjaldan í bað og sturtu og hægt er. Ég komst þó að því í dag að það er ekki nóg að fara bara í sturtu fyrir jól og páska. Óþefurinn var orðinn slíkur að ekki var hægt að bjóða gestum upp á að umgangast mig.... ég neyddist því til að fara og skola af mér:) (þarna er hugsanlega komin skýringin á gestaleysinu á bænum).
Annað held ég að sé ekki að frétta af mér og mínum þessa dagana. Setjum fljótlega inn myndir, og ef þið rekist á sumarið endilega sendið það til mín!
Kv. Helga

Tuesday, May 01, 2007

Veiðiferð, sund og jeppaferð

Eins og venjulega þá er nóg um að vera í sveitinni. Það er Ótrúlegt veður þessa daganna bara logn og 20 stig plús dag eftir dag..
Við fórum með Arndísi Ingu í sund í fyrsta skipti um daginn, fyrst var hún hrædd og grét en róaðist svo og fannst þetta bara fínnt.
Við fórum svo að veiða niður að á og fengum vænan urriða sem krakkarnir skiptust á um að draga, rosa gaman Andrea taldi rétt að sleppa honum "hann vill bara synda" sagði hún og svo þegar hann lág í andaslitrunum og gapti (eins og þeir gera) þá sagði hún " uss hann er að reyna að tala". Ég fór svo í jeppatúr í gær í algeru snilldar verðri, var að keyra fyrir Ragga í Seli þetta voru 10 jeppar og fullt af fólki mjög þægilegt þar sem voru gædar með þannig að ég þurfti ekkert að gera nema elta veginn fyrir framan mig. Svo er mótorhjóla tímabilið hafið og við félagarnir erum búnir að renna nokkra hringi, og Hilmar vill taka allavega einn hring á dag. Við erum búin að vera með smið í Nesi síðustu daga og þetta mjatlast allt í róleg heitunum (set inn myndir fljótlega). Það er svo brjálað að gera í náminu en það er á lokametrunum viðeigum að flytja fyrirlestur n.k. laugardag í háskólanum á Ak og þurfum svo að verja fyrirlesturinn (líkt og b.a ritgerð) og svo er bara að vona að maður nái, en eins og Ester systir veit þá er þetta bara spurningin um að vinna hlutina skipulega, vel og eyða nógum tíma í þetta þá er þetta ekkert mál...;)

i´m out pesi og co




Posted by Picasa